Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 40

Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 40
20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Fimmtudagur: 22.45 Bacon // Live Support Unit 23.15 Funk Harmony Park 23.45 Steintryggur 00.25 Einar Örn - Ghostdigital Föstudagur: 22.45 Skakkamanage 23.15 Siggi Ármann 23.50 Indigo 00.30 Ég 01.10 Lára 01.50 Hudson Wayne 02.30 Kimono Laugardagur: 22.45 The Flavors 23.15 Nova 23.50 Santiago 00.30 Tristian 01.00 Touch 01.50 Frogsplanet 02.30 200.000 Naglbítar Miðvikudagur: 21.0 Geir Harðarson 22.0 Þórir 23.0 KK Fimmtudagur: 20.15 Eivör Páls 21.0 Brúðarbandið 21.45 Botnleðja 22.30 Úlpa 23.15 Ensími 00.0 Sahara Hotnights Föstudagur: 20.30 Grams 21.15 Dáðadrengir 22.0 Skytturnar 22.45 Forgotten Lores 23.30 Kid Koala 00.15 Hjálmar 01.0 Hot Chip 02.0 Jagúar Laugardagur: 20.0 Ampop 20.45 Ske 21.30 Mugison 22.15 Unsound 23.15 Quarashi 00.0 The Bravery 01.0 Trabant 02.00 Gus Gus Fimmtudagur: 20.30 Grænir fingur Crew 21.0 TMC 21.30 Cell 7 22.0 NBC 22.30 O.N.E. 23.0 Antlew / Maximum 23.30 Non Phixion Föstudagur: 20.0 Hoffman 20.30 Solid I.V. 21.15 Manhattan 22.0 Sign 22.45 Dr. Spock 23.30 yourcodenameis: milo 00.30 Mínus 01.30 Drep Laugardagur: 20.0 Búdrýgindi 20.30 Days of our Lives 21.15 Hölt hóra 22.0 Vinyl 22.45 Singapore Sling 23.30 The Stills 00.30 The Shins 01.30 Brain Police Fimmtudagur: 19.0 To Rocobo Rot 19.45 Adem 20.30 Hood 21.15 Slowblow 22.0 Four Tet Föstudagur: 20.15 Stranger 21.0 Bang Gang 21.45 Tenderfoot 22.30 Magnet Laugardagur: 20.15 Honeymoon 21.0 Leaves 21.45 Maus 22.30 Keane Sendi- herra fönksins í drum&bass tón- listinni, London El- ektricity (Tony Colm- an), verður heiðursgestur Breakbeat . is klúbbsins á Iceland Airwaves-tónlistarhá- tíðinni. Spilar hann á skemmtistaðnum Kapital annað kvöld. Nýjasta plata hans, Billion Dollar Gravy, hefur fengið fína dóma og var hún meðal annars valin plata mánaðarins í tímarit- inu Muzik. Aðspurður segist Coleman vera virkilega ánægður með síð- ustu plötu sína. „Það er eitt og hálft ár síðan hún kom út en fólk er enn þá að tala um hana. Ég er mjög ánægður með það.“ Hann hlær dátt þegar hann er spurður hvað honum finnist um viðurnefnið sendiherra fönksins. „Það gefur í skyn að ég sé diplómatísk persóna sem stund- um er satt en stundum ekki. Mér er alveg sama, það er bara svalt.“ Tony hóf feril sinn 1988 með soul/jazz/fönk sveitinni Izit. Af hverju ætli hann hafi ákveðið að einbeita sér að drum&bass tón- listinni? „Það var fyrst og fremst vegna hraðans,“ segir hann. „Það getur verið mjög skapandi að spila þannig. Maður er ekki bara að semja fönk- eða sálarlag, held- ur líka drum&bass. Þegar ég byrjaði að spila drum&bass þekkti ég ekki menninguna eða fólkið í geiranum. Ég var frekar smeykur því mér hafði verið sagt að fólkið væri vont og tæki illa á móti nýjum aðilum. En það er allt saman bull. Það eru allir tilbúnir að hjálpa manni og það sama á við um áheyrendurna. Þeir standa með þér fram í rauð- an dauðann.“ Hlakkarðu til tónleikanna á Íslandi? „Já, auðvitað. Virkilega mikið. Ég hef heyrt marga góða hluti um Ísland frá öðrum plötu- snúðum og allir segja að fólkið geti skemmt sér alla nóttina. Mig langar að sjá það.“ ■ Látum rokkið hefjast Iceland Airwaves -tónlistarhátíðin hefst í miðborg Reykjavíkur í dag. Mikill fjöldi hljómsveita, bæði innlendra og erlendra munu koma fram á alls sex stöðum í bænum. Kjallarinn Þeir félagar Einar Örn Benediktsson og Birgir Örn Thoroddsen, Bibbi, verða væntanlega í miklu stuði á tónleikum sínum á Þjóðleikhúskjallaranum. Hljóm- sveitin þeirra Ghostigital hefur vakið athygli fyrir tilraunakennda raftónlist sína. Norðlensku rokkararnir í 200.000 Naglbítum verða síðastir á svið á laugardagskvöldinu. Þeir félagar eru jafnan skemmtilegir á sviði. Nasa Sænsku skvísurnar í Sahara Hotnights spila á fimmtudagskvöld- ið á eftir íslensku sveitinni Ensími. Þær hafa vakið mikla athygli fyrir þriðju plötu sína, Kiss and Tell, sem kom út í sumar. Breska sveitin Hot Chip spilar á föstudagskvöldið. Rafrænni og fönkaðri popptónlist hennar hefur verið líkt við verk Jeff Buckley, Price og Kraftwerk. Á undan Hot Chip spilar reggísveitin Hjálmar. Gaukurinn Breska rokksveitin yourcodena- meis: milo spilar á föstudagskvöld á undan töffurunum í Mínus. Milo voru valdir bresku nýliðar ársins af tímaritinu Kerrang! Á laugardagskvöld stígur kanadíska sveitin The Stills á stokk. Plata hennar, Logic Will Breake Your Heart, hefur fengið frábæra dóma. Á eftir The Stills kemur síðan The Shins frá Bandaríkjunum sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. Hafnarhúsið Tónleikar með raftónlistarmannin- um Four Tet, sem spilar á fimmtu- dagskvöld, þykja einstakir, enda hefur hann hitað upp fyrir ekki ómerkari bönd en Radiohead. Íslenska sveitin Tenderfoot spilar á undan Norðmanninum Magnet. Þykir hún með efnilegri sveitum landsins. Breska sveitin Keane, sem spilar á laugardagskvöld, er eitt stærsta númerið á Airwaves-hátíðinni. Sala á armböndum á Airwaves fer fram í verslunum Skífunnar, Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna í Aðal- stræti og á Airwaves Media Center í Aust- urstræti. Armbandið kost- ar 5.000 kr. og veitir aðgang inn á alla við- burði hátíðarinnar. Einnig verður selt inn á einstaka viðburði. Aðgangseyrir á einstaka kvöld á Gauknum, Nasa og Hafnarhúsinu er 2.000 kr. Aðgangs- eyrir á Grand Rokk, Kapítal og Þjóðleikhúskjallarann er 1.000 kr. ■ Tony vill sjá fólkið skemmta sér Fá ðu se nd ing un a sa m dæ gu rs m eð P ós tin um Ek ki bíð a a ð ó þö rfu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 LONDON ELEKTRICITY Tony Coleman, öðru nafni London Elektricity verður heiðursgestur Breakbeat.is klúbbsins á Airwaves-tónlistarhátíðinni. Hiphop hljómsveitin Forgotten Lores spilar á Airwaves á Nasa næsta föstudag á undan kana- díska plötusnúðnum Kid Koala. Forgotten Lores hefur spilað saman í fjögur ár og fyrsta breið- skífa þeirra, Týndi Hlekkurinn, kom út í fyrra. Strákarnir eru þekktir fyrir þétta og skemmti- lega tónleika og ætla nú að spila ásamt fjögurra manna hljómsveit og eru því níu manns í hljómsveitinni þetta kvöld. „Þetta eru allt klárir strákar og eru sumir í starfandi hljómsveit- um. Við ætlum að taka bæði göm- ul lög og ný en höfum útsett þau upp á nýtt með þessari live hljóm- sveit sem kemur rosalega vel út,“ segir Benni B-Ruff, annar plötu- snúða sveitarinnar. „Við erum svo að vinna að nýrri plötu og það verður bara að koma í ljós hvenær hún kemur út.“ ■ Fjölgar í Forgotten Lores Hvað kostar? FORGOTTEN LORES Níu manns skipa sveitina á Airwaves hátíðinni þar sem nokkrir hljóðfæraleikarar hafa bæst í hópinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.