Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
26
12
2
1
0/
20
04
Ekkert mál
Það er bæði spennandi og skemmtilegt að taka verkefnin í sínar eigin
hendur. Stundum er létt tilsögn það eina sem þú þarft. Og ánægjan
að verki loknu verður líka margföld. Það er ekkert mál.
Vetur
konungur
Raflínur slitna sundur, rúturfjúka út af þjóðveginum og
jafnvel þjóðvegirnir sjálfir
breytast í malbiksflyksur sem
stormurinn blæs út í buskann.
Þakplötur svífa um háloftin,
fjallvegir eru ófærir vegna
snjóa og meira að segja sjóleið-
in til Íslands er orðin kolófær
og ferjan Norræna sem færir
okkur sjóveika túrista liggur
við stjóra í Færeyjum og bíður
þess að veðrinu sloti. Allt í einu
er vetur skollinn á, og ekki nóg
með það heldur minnir hann
okkur á það með harkalegum
hætti hver er hinn raunverulegi
konungur á Íslandi.
VETURINN er dáldið óútreikn-
anlegur þjóðhöfðingi; stundum
mildur og hlýr, stundum harður
og kaldur. Í sumar þegar ver-
öldin lét sem blíðast við okkur
urðu margir til þess að spá því
að í vetur yrðum við látin gjalda
sumarblíðuna dýru verði, enda
er það útbreidd skoðun á Íslandi
að vellíðan sé óverðskulduð og
refsiverð tilfinning sem hafi
ævinlega í för með sér makleg
málagjöld.
TIL FORNA tíðkaðist það hjá
norrænum þjóðum að líta á ár-
ferði sem hæstaréttardóm nátt-
úruaflanna yfir landsstjórninni,
og samkvæmt því voru þeir
kóngar settir af og jafnvel tekn-
ir af lífi sem ekki gátu tryggt
þegnum sínum gott árferði. Með
breyttum atvinnuháttum er lífs-
afkoma okkar ekki lengur jafn
háð veðurfari eins og forðum
tíð, og aftökur eru aflagðar. En
það tíðkast þó enn að skipta um
landsstjórnarmenn ef fólk ger-
ist verulega uggandi um lífsaf-
komu sína og lífskjör.
UNDANFARIN ÁR hafa ver-
ið góð og gjöful og milljarða-
mæringar hafa sprungið út á
meðal okkar eins og fíflar á
túni. Það setur því að manni
óhug þegar veturinn boðar
komu sína með svo hörkulegum
hætti. Verkföll vita sjaldnast á
gott, en þó er það huggun harmi
gegn að eina verkfallið í augna-
blikinu bitnar á skólakrökkum
sem ekki fá að glugga í skóla-
bækurnar sínar um stund.
Verra væri ef bankamenn færu
í verkfall og stöðvuðu blóðflæði
fjármagnsins um þjóðarlík-
amann og lokuðu fyrir okkur
bankabókunum sem geyma þær
bókmenntir sem okkur eru
langtum kærastar nú um stund-
ir. ■
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR
ÁRITAÐ
EINTAK
Á 149KR?
Sendu SMS ske
ytið
BTC CDF
á númerið
1900
og þú gætir unn
ið.
hver vinnur
SMS
leikur
Vinningar verða afhendir hjá BT
Smáralind. Kópavogi. Með því að
taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
149 kr/skeytið