Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 1

Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA BJARTVIÐRI og hægviðri. Hiti 1- 5 stig að deginum syðra en við frostmark nyrðra. Næturfrost um allt land. Sjá síðu 4 27. október 2004 – 294. tölublað – 4. árgangur ÞÁTTASKIL Í DEILU Ísraelska þingið samþykkti í gærkvöld áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra um brottflutning ísraelskra landnema frá Gaza og fjórum svæðum á Vesturbakkanum. Sjá síðu 2 TILLÖGURNAR KOMU OF SEINT Bæjarstjóri Akureyrar kom til Reykjavíkur til að reyna að losa um pattstöðu samninga- viðræðna kennara og sveitarfélaga. Of seint segir menntamálaráðherra. Sjá síðu 2 ÓHÓFLEG EINKANEYSLA Árangurs- laus fjárnám hjá einstaklingum hafa aukist um rúmlega 50 prósent á fyrstu níu mán- uðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Sjá síðu 4 ÁTTU EKKI AÐ YFIRGEFA VÖLL- INN Íslensku friðargæsluliðarnir áttu ekki að yfirgefa flugvöllinn sem þeir reka nema brýna nauðsyn bæri til. Þeir voru að sækja teppi þegar árás var gerð. Sjá síðu 12 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 VERKFALL „Það gerðist ekkert á fundinum. Staðan er ekki önnur en var kvöldinu áður,“ sagði Eirík- ur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands, eftir að fundi þeirra og launanefndar sveitarfé- laganna lauk rétt um átta leytið í gærkvöld. Hvort nú sé tími kominn á miðl- unartillögu svaraði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari að hugsa þurfi málið allt í heild. Hann sé ekki nær svarinu nú en áður. Eiríkur segir það í hendi samninganefndarinnar að ákveða hvort verkfalli verði frestað komi tillaga sáttasemjara fram. Hann geti ekki metið að svo stöddu hvort hún fengist sam- þykkt. Í óformlegri tillögu ríkissátta- semjara sem lögð var fyrir deilendur á fimmtudag var gert ráð fyrir um 15 til 20 þúsundum króna lægri mánaðarlaunum en kennarar vænta. Eiríkur opnar fyrir þann möguleika að kennar- ar skoði hugsanlega að lækka launakröfuna komi einhvað í staðinn. Tryggingar um verðlags- þróun á samningstímanum hafi til dæmis ekki verið í samningun- um. Ýmis atriði hefðu einnig mátt vera á annan veg en Eiríkur hef- ur áður sagt að viðræðurnar hafi strandað á launaliðnum. Ásmundur hefur boðað tvo frá samninganefndunum á sinn fund á fimmtudag. - gag LEIKIÐ Í SS-BIKAR Fjórir leikir verða í SS-bikarkeppni karla í handbolta. Klukk- an 18.30 mætast Haukar 2 og Bifröst. Klukkan 19.15 mætast Stjarnan og ÍBV. Klukkan 20 tekur Afturelding á móti HK og klukkan 20.30 sækir Fram Hauka heim. VIÐSKIPTI Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækk- aði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafn- hratt á tveimur dögum, en saman- lögð lækkun er 7,08 prósent. Næstmesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrir- tækjanna fimmtán í Úrvalsvísitöl- unni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvals- vísitölunni lækkuðu öll í gær að Opnum kerfum og Össuri undan- skildum. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningar- deildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úr- valsvísitalan 68 prósentum hærri en í upphafi árs. Hækkunin í sept- ember var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3.550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækk- að í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næst- um þrefaldast á þremur árum. „Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mik- ið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þótt eitthvað af því hafi gengið til baka og þótt ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressi- lega, hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum,“ segir hann. - þk Sjá síðu 23 Ríkissáttasemjari horfir á deilu kennara með miðlunartillögu í huga: Óbreytt staða í kennaradeilunni Stærstu félögin féllu um sjötíu milljarða Aldrei áður hefur Úrvalsvísitalan lækkað svo mikið á tveimur dögum. Aðeins tvö af fimmtán félögum í vísitölunni hækkuðu í gær. Dósent í hagfræði á allt eins von á að hún lækki hressilega áfram. Þrátt fyrir lækkanir er vísitalan 68 prósentum hærri en í ársbyrjun. SKEGGRÆTT VIÐ UPPSALI Árni Johnsen og Ómar Ragnarsson ræða málin við Uppsali í Selárdal þar sem Gísli Gíslason bjó. Báðir tóku þeir viðtöl við Gísla sem varð þjóðkunnur í kjölfarið en hann bjó einn í þessum afskekkta dal á Vestfjörðum og fannst lítið til nútíma- þæginda koma. Árni og Ómar ætla að stuðla að stofnun safns sem helgað verður Gísla á Uppsölum. Sjá síðu 14 Ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans: Fjórtán tilboð EINKAVÆÐING Fjórtán tilboð hafa borist einkavæðinganefnd vegna ráðgjafar við sölu á Sím- anum. Að sögn Illuga Gunnars- sonar, nefndarmanns og aðstoð- armanns utanríkisráðherra, var farið yfir tilboðin á fundi í gær. Að sögn Illuga er stefnt að því að nefndin semji um ráð- gjöfina fyrir miðjan næsta mán- uð. Frestur til að skila tilboðum í ráðgjöfina rann út á mánudag. Ekki er gefið upp hverjir sóttu um verkefnið, en að sögn Illuga eru það bæði innlend fyrirtæki og útlensk auk þess sem nokkur tilboð séu gerð í samstarfi ís- lenskra og erlendra fyrirtækja. - þk Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ● sagður lygari sjálfur Sakar tvo fyrrverandi leikmenn um lygar Formaður Fylkis: ▲ SÍÐA 26 ● nám o.fl. Kynverund snýst um hjartað Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR SÉRBLAÐ UM HEIMILI FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.