Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 8
8 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Leiðbeinendur í 122 af 179 grunnskólum landsins: Fækkar vegna mögu- leika á fjarkennslu SKÓLAMÁL Leiðbeinendur, það er þeir sem ekki hafa lokið kennara- námi, starfa í rétt tæplega 70 pró- sentum grunnskóla landsins. Þeim hefur fækkað um 216 milli áranna 2003 og 2004 og eru sam- þykktar umsóknir menntamála- ráðuneytisins í ár 406 miðað við 622 í fyrra. Hanna S. Hjartardóttir nýend- urkjörinn formaður Skólastjórafé- lags Íslands segir ýmsar ástæður skýra breytingarnar. Hún nefnir tvær helstar: „Þegar þrengir að vinnumark- aði koma kennarar aftur í skólana. Einnig má horfa til þess að eftir því sem árin líða hefur möguleiki leið- beinenda til að afla sér réttinda orðið meiri.“ Samkvæmt upplýsingum hefur leiðbeinendum sem eru í fjarnámi þegar þeir hefja kennslu einnig fækkað milli ára. Í fyrra voru þeir 137 en nú 70. Hanna segir skýring- una geta verið að mikill meirihluti þeirra leiðbeinenda sem starfi í skólunum hafi þegar leitað rétt- inda. Sjá megi að fleiri réttinda- kennarar séu úti á landi en áður vegna fjarnáms. - gag Sjálfstæðismenn rétta R-listanum ekki litlafingur Óánægja vex meðal sveitarstjórnarmanna vegna þess hve viðræður ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna um tekjuskiptingu ganga hægt. Stefán Jón Hafstein segir andúð sjálfstæðis- manna á R-listanum stöðva málið. Borgarstjóri leitaði á náðir fjárlaganefndar. TEKJUSKIPTING Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkis- stjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans og for- maður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkur- listinn sé við völd. „Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlist- ans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðis- manna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokks- bræðra þeirra í borginni.“ Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórn- ina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjár- laganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriði sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskipt- ingu ríkisins og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunn- skólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunn- skólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að til- teknar ríkisstofnanir séu undan- þegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigu- bætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótun- um eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélög- in verði af rúmum milljarði króna á ári. ghg@frettabladid.is Þýskt par handtekið: Sjálfsvígi forðað NOREGUR, AP Lögreglan á Kristjáns- sandi stöðvaði ungt þýskt par sem hafði áætlað að fremja sjálfsvíg með því að stökkva fram af Prekestolen, 600 metra háu bjargi sem er vinsæll ferðamannastaður á vesturströnd Noregs. Rannsókn leiddi í ljós að parið hafði kynnst á spjallsíðu á sem helgað er sjálfsvíg- um og sammæltist þar um að stökk- va hina hinstu ferð saman. Fyrir fjórum árum frömdu aust- urrísk kona og norskur maður sjálfsvíg með sama hætti. Leikgerð af sögu þeirra, „Norway.today.“ hef- ur verið sýnt í leikhúsum víða um Þýskaland. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SVONA ERUM VIÐ ÞRÓUN Á SÖLU LYFJA Ár Verðmæti (milljónir) 1998 8.262 1999 9.176 2000 10.462 2001 13.005 2002 13.675 Taflan tekur til seldra lyfja sem ætluð eru mönnum og eru á sérlyfjaskrá. Heimild: Hagstofa Íslands. ÚR BORGARSTJÓRN Í bréfi borgarstjóra til fjárlaganefndar Alþingis segir að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði á ári. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönn- um í borgarstjórn. Þess vegna samþykkir ríkisstjórnin ekki auknar tekjur til sveitarfé- laganna að mati Stefáns. TEKJUSKIPTING Stefán Jón Hafstein er að snúa málum á haus með því að saka ríkisstjórnina um að halda Reykjavíkurborg og sveitarfélög- unum í fjársvelti að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borg- arfulltrúa og þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. „Það stenst enga skoðun því ríkisstjórnin hefur dælt pening- um í Reykjavíkurlistann,“ segir Guðlaugur Þór. „Ríkið keypti til dæmis Borgarspítalann af borg- inni og framkvæmdir við sam- göngumannvirki í Reykjavík hafa aldrei verið meiri en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það er meira að segja svo komið að Reykavíkur- listinn hafnar fjármunum sem ríkisstjórnin hefur boðið. Meðal annars í mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklu- braut.“ Guðlaugur segir að tekjur borgarinnar af hverjum íbúa hafi aukist meira en tekjur ríkisins. Í fyrsta lagi vegna bætts efna- hagsástands og í öðru lagi vegna hækkunar fasteignamats. „Þrátt fyrir þetta hefur forysta Reykja- víkurlistans nýlega gengist við því að fjárhagsstaðan sé slæm. Það er síðan alveg á skjön við það sem þeir sögðu við kjósendur fyr- ir síðustu kosningar.“ - ghg Sameinaður skóli: Nýtt háskólaráð MENNTAMÁL Gengið hefur verið frá skipan stjórnar í nýjum samein- uðum háskóla sem tekur yfir alla starfsemi Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands. Hún mun jafnframt gegna hlutverki háskólaráðs, Stjórnarmenn eru tilnefndir af stofnendum einka- hlutafélags um eignarhald á hin- um nýja skóla. Í nýju háskólaráði sitja eftir- greindir: Ásdís Halla Bragadóttir, Elfar Aðalsteinsson, Finnur Geirsson, Jón Ágúst Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Katrín Péturs- dóttir og Sverrir Sverrisson, sem verður jafnframt formaður há- skólaráðs. Varamenn eru Guðný Káradóttir, Kristín S. Hjálmtýs- dóttir og Sjöfn Sigurgísladóttir. ■ LEIÐBEINENDUR Í GRUNN- SKÓLUM LANDSINS 2004 2003 2002 Samþykktar umsóknir 406 622 679 Þar af í fjarnámi 151 231 168 Synjanir 70 137 168 Vísað frá 7 3 2 Samtals 37 768 849 Heimild: Menntamálaráðuneytið Talning 25. okt. 2004 GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Ekki sammála Stefáni J. Hafstein um að ráðherrar Sjálfstæðisflokks beiti sér fyrir því að efla ekki tekjustofna Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks: Ríkið hefur dælt peningum í borgina HAMID KARZAI Karzai hefur hlotið 55,4 prósent taldra at- kvæða. Augljóst kosningasvindl: Kosningar standa AFGANISTAN, AP Þó að kosninga- svindl hafi augljóslega átt sér stað í kosningunum í Afganistan er nánast útilokað að kosningarnar verði dæmdar ógildar að sögn kosningaeftirlitsmanns. Ljóst þykir að átt hafi verið ólöglega við nokkra kjörkassa. Eftirlitsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segir hins vegar að þótt öll atkvæðin úr þeim yrðu dæmd ógild myndi Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, samt áður verða kjörinn forseti. Þegar búið er að telja 97 prósent atkvæða hefur Karzai fengið 55,4 prósent þeirra. ■ BILUN Í FLUGVÉL Metro-flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur var snúið við vegna viðvörunar- ljóss um bilun í hreyfli vélarinnar í gærmorgun. Sjö farþegar auk áhafnar voru í vélinni sem var lenti heilu og höldnu á Akureyrar- flugvelli. Farþegarnir fóru með næsta flugi til Reykavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.