Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 10
FISKELDI Það er ekki stefnt að því
að eitt fagráðuneyti hafi yfirum-
sjón með útgáfu leyfa til fisk-
eldis, að sögn Árna M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra.
„Ég lít ekki á leyfisveitingarn-
ar sem eitthvert vandamál,“ seg-
ir Árni. „Jafnvel þó það þurfi að
sækja um fleiri en eitt leyfi snýr
það ekkert að stjórnsýslunni í
ráðuneytunum sérstaklega. Það
er einfaldlega um það að ræða að
atvinnuvegaráðuneytin, um-
hverfisyfirvöld og sveitarfélög
sjá um þetta. Þetta á ekki að vera
neitt stórvandamál.“ - th
10 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
BRÓÐIR STRÍÐSGLÆPAMANNS
Luka Karadzic, bróðir hins eftirlýsta stríðs-
glæpamanns Radovan Karadzic, heldur á
bók bróður síns sem kynnt var í Belgrad
fyrir helgi. Bókin nefnist „Undursamleg frá-
sögn næturinnar“. Karadzic, sem er eftirlýst-
ur af Sameinuðu þjóðunum, kom bókinni í
hendur útgefanda með leynilegum hætti.
Reykjanes:
Lagst gegn sameiningu
SVEITARSTJÓRNIR Sveitarstjórnar-
menn á Suðurnesjum hafa lagst
gegn tillögu Árna Magnússonar
félagsmálaráðherra um samein-
ingu allra sveitarfélaganna á
Suðurnesjum í eitt. Tillagan er
hluti af áætlun um að fækka
sveitarfélögum á landinu á
næsta ári um 64, úr 103 í 39.
Hörður Guðbrandsson, forseti
bæjarstjórnar í Grindavík, segir
félagsmálaráðherra fullyrða að
tillagan sé lögð fram eftir sam-
ráð við sveitarstjórnir á svæð-
inu. Það standist þó varla skoðun
þar sem bæjarstjórnir Grinda-
víkur, Garðs og Sandgerðis hafi
lagst gegn sameiningu. Aðeins
bæjarstjórn Reykjanesbæjar
hafi verið henni fylgjandi. „Ég
held að ætlunin sé að við
greiðum upp skuldir Reykjanes-
bæjar því Grindavík stendur
mun betur fjárhagslega en við
samþykkjum það ekki.“
Hörður segist viss um að
Grindvíkingar kjósi gegn sam-
einingunni. „Síðast var kosið um
sameiningu árið 1993 og þá voru
níu af hverjum tíu andsnúnir
henni. Ég held að andstaðan í
bænum hafi aukist síðan þá og ég
heyri engan í bænum mæla með
henni.“ Bæjarráð Grindavíkur
hefur boðað fulltrúa ráðuneytis-
ins á sinn fund í næstu viku
vegna málsins.
- ghg
HÖRÐUR GUÐBRANDSSON
Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir litlar
líkur á því að tillögur félagsmálaráðherra
um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesj-
um verði að veruleika.
M
YN
D
/V
ÍK
U
R
FR
ÉT
TI
R
Ólafsfjörður:
Heilsugæslan
á hættusvæði
OFANFLÓÐAMAT Stefanía Trausta-
dóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði,
segir húsið sem hýsir bæði heilsu-
gæsluna og dvalarheimili bæjarins
vera það eina sem er inni á mesta
hættusvæðinu samkvæmt nýju of-
anflóðamati. Hún segir rétt að hafa
í huga að líkurnar á flóði á húsin
séu samt sem áður ekki miklar.
Stefanía segir að eftir hálft ár
þurfi bæjaryfirvöld í Ólafsfirði að
gera umhverfisráðherra grein
fyrir hvernig þau ætla að bregðast
við. Miðað við reynslu annarra
sveitarfélaga verði trúlega reistur
varnargarður sunnan við heilsu-
gæslustöðina. ■
FISKELDI Einungis 40 prósent
starfandi fiskeldisstöðva eru með
rekstrarleyfi og af 83 starfandi
stöðvum virðast aðeins 70 vera
með starfsleyfi. Þetta kemur fram
í nýrri skýrslu Valdimars Inga
Gunnarssonar um stöðu og fram-
tíðaráform í íslensku fiskeldi.
Skýrslan var unnin fyrir landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðuneytið.
Ástæðan fyrir þessum brotalömum
er að leyfisveitingakerfið er bæði
flókið og hægvirkt segir í skýrsl-
unni. Dæmi eru um að umsóknir
hafi verið í vinnslu í meira en ár.
Valdimar Ingi telur að íslenska
kerfið sé flóknara en kerfið í Nor-
egi, Kanada og Skotlandi. Telur
hann þetta meðal annars stafa af
því að starfsleyfi og rekstrarleyfi
eru aðskilin og að þrjú ráðuneyti,
fjórar stofnanir og heilbrigðiseftir-
lit sveitarfélaganna komi við sögu
við leyfisveitingarnar.
Komið hafa upp vandamál vegna
þess hversu kerfið er flókið. Í
Rauðuvík í Eyjafirði sóttu til dæmis
tvö fyrirtæki um starfsleyfi á sama
svæði til tveggja mismunandi stofn-
ana. Brim fiskeldi ehf. sótti um leyfi
hjá Umhverfisstofnun en Norður-
skel ehf. til Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands eystra. Valdimar Ingi
segir einnig dæmi um að stofnanir
biðji um mismunandi gögn áður en
þau gefi út starfsleyfi og það verði
að teljast óeðlilegt.
Ódýrara er að sækja um starfs-
leyfi fyrir eldi undir 200 tonnum og
hefur það haft þær afleiðingar að
sums staðar hafa fyrirtæki sótt um
starfsleyfi fyrir nokkrar 200 tonna
fiskeldisstöðvar í sama firðinum.
Þannig hafa fyrirtæki komist hjá
því að borga hærra gjald og kostnað
við að tilkynna framkvæmd til
Skipulagsstofnunar.
Til þess að bæta úr þessari stöðu
leggur Valdimar Ingi til að eitt
fagráðuneyti hafi yfirumsjón með
útgáfu leyfa til fiskeldis.
Telur hann að þannig sé hægt
að tryggja markvissari stjórnun,
samhæfingu og yfirsýn. Einnig
leggur hann til að útbúinn verði
leiðbeiningarbæklingur til að staðla
og samræma umsóknarferlið. Að
lokum telur hann brýnt að gera við-
eigandi laga- og reglugerðarbreyt-
ingar til að auðvelda skipulagningu
strandsvæða.
trausti@frettabladid.is
FISKELDI Á AUSTFJÖRÐUM
Ódýrara er að sækja um starfsleyfi fyrir eldi undir 200 tonnum. Dæmi eru um að fyrir-
tæki hafi sótt um starfsleyfi fyrir nokkrar 200 tonna fiskeldisstöðvar í sama firðinum.
þú gætir unnið miða fyrir tvo á Edduhátíðina
taktu þatt - kjostu núna´ ´
ALLT UM EDDUNA
A VISIR.IS´
ÁRNI M. MATHIESEN
Ráðherra segir að ekki sé til umræðu að
eitt ráðuneyti hafi yfirumsjón með
leyfisveitingum.
Leyfisveitingar í fiskeldi:
Ekkert vandamál
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Stal páskaeggi
og átti hass
DÓMSMÁL Í Héraðsdómi Reykja-
víkur var nítján ára piltur
dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi og sextán
ára piltur dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir þjófnaðarbrot.
Mál þriðja piltsins, sem var
ákærður fyrir mörg brot sem
hann er sagður hafa framið í
félagi við piltana tvo, var skilið
frá þessu máli.
Nítján ára pilturinn var
ákærður ásamt þriðja piltinum
fyrir innbrot í ellefu bíla á
höfuðborgarsvæðinu þaðan sem
þeir stálu ýmsum verðmætum.
Sá sextán ára er dæmdur fyrir
innbrot í bíl sem hann framdi
líka í félagi við þriðja piltinn. Þá
er hann einnig sakfelldur fyrir
að stela páskaeggi og að hafa
haft tæpt gramm af hassi í fór-
um sínum. ■
Stjórnleysi í útgáfu
leyfa til fiskeldis
Brotalamir eru á leyfisveitingum til fiskeldisstöðva. Kerfið þykir mjög flókið og hægvirkt. Fyrir-
tæki nýta sér gloppur í kerfinu til að minnka kostnað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P