Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 14
14 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
„Jarðböðin hér hafa notið mikillar hylli,
jafnvel meiri heldur en menn gerðu ráð
fyrir í sínum villtustu draumum,“ sagði
Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Mý-
vatnssveit.
Hann sagði að um langt skeið hefði
Mývatnssveitin verið samfélag í miklum
stöðugleika. Ekki hefði verið um veru-
lega fólksfækkun að ræða, miðað við
það sem víða hefði verið annars staðar.
Mývetningar hafa þó séð fram á svartari
daga heldur en nú, þegar ákveðið var
að loka Kísiliðjunni. Um tíma leit út fyrir
að margir myndu missa vinnuna og
sveitarfélagið umtalsverðar tekjur, en nú
horfir betur en áður, eftir að skriður
komst á kísilduftverksmiðju í héraðinu.
Sigbjörn kveðst afar ánægur með þá
þróun mála.
„Annað er einnig ánægjulegt, sem
er að þegar þrengingar ganga yfir, þá
vill fólkið samt sem áður vera heima.
Það segir einhverja sögu. Það er að
minnsta kosti betra þegar ekki brestur á
flótti, þótt tíðindi geti verið heldur váleg
eins og var um lokun Kísilverksmiðj-
unnar. Fólk vill fremur þreyja þorrann
og búa hér áfram.“
Sigbjörn sagði að sjálfum fyndist sér
indælt að búa í Mývatnssveitinni, sam-
göngur færu batnandi og mannlíf væri
gott.
„Mývetningar eru vissulega stoltir og
það er allt í góðu lagi,“ sagði hann.
„Sem betur fer eru þeir ekki skaplausir.
Menn komast ekkert hafi þeir ekki stolt,
en séu sjálfstrausti rúnir.“ PYLSA MEÐ ÖLLU KOSTAR 186KRÓNUR Um er að ræða meðalverð tíu
pylsusölustaða víða um land.
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
Jarðböðin njóta mikillar hylli
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGBJÖRN GUNNARSSON SVEITARSTJÓRI
Líklegt er að híbýlin að Uppsölum
í Selárdal verði gerð upp og að þar
verði safn, helgað minningu einbú-
ans Gísla Gíslasonar. Árni Johnsen
hefur unnið að hugmyndum um
átak í ferðaþjónustu og atvinnu-
málum í Vesturbyggð og Tálkna-
firði og lýtur ein tillagan að slíku
safni.
Árni og Ómar Ragnarsson, sem
báðir kynntust Gísla og tóku við
hann viðtöl, hafa lýst sig reiðubúna
til að hrinda verkefninu úr vör og
afla til þess fjár. Sjá þeir fyrir sér
að safnið standi öllum opið og að
gesturinn verði um leið safnvörður
og skilji við eins og hann kom að.
Íbúðarhúsið er í ágætu ásigkomu-
lagi og í raun þarf lítið til að koma
safninu á fót.
Árna Johnsen er minnisstætt
þegar hann hitti Gísla fyrst en síð-
an eru liðin mörg ár. „Ég var á
skemmtun með Sumargleðinni á
Bíldudal og gaf mig á tal við ein-
hverja karla. Þeir sögðust halda að
það væri skrítinn karl þarna inni í
dal og ég bað Ómar um að fljúga
með mér þangað.“ Gísli tók Árna
heldur fálega í fyrstu en þeir
kvöddust sem vinir eftir að Árni
hafði setið hjá honum í fimm
klukkustundir. „Ég spurði svo
hvort ég mætti koma aftur aðeins
seinna og þá með Ómar Ragnars-
son með mér en honum fannst það
ómögulegt og bað mig um að koma
ekki aftur það sumarið,“ segir
Árni. Ástæðan var sú að Gísli hafði
ætlað að hefja slátt þennan dag en
heimsókn Árna setti þau áform
hans úr skorðum. Taldi hann viss-
ara að eiga ekki á hættu að fá slíka
heimsókn aftur fyrr en í fyrsta lagi
með haustinu.
Síðar fregnaði Árni af fólki sem
var á ferð í Selárdal og ætlaði að
heilsa upp á Gísla á Uppsölum.
Hann var fáorður en aðeins lifnaði
yfir honum þegar fólkið minntist á
að hafa lesið viðtal Árna við hann.
Sagði hann þá að til sín hefði kom-
ið blaðamaður fyrr um sumarið og
lýsti því svo yfir að blaðamaðurinn
sá hefði verið skrítinn. Árna er
skemmt þegar hann rifjar þetta
upp.
Gísli á Uppsölum fæddist 29.
október 1907 og lést á gamlársdag
1986. Síðustu árin bjó hann á
hjúkrunarheimilinu á Patreksfirði.
bjorn@frettabladid.is
Safn helgað Gísla á Uppsölum:
Árni Johnsen er skrítinn
ÁRNI JOHNSEN VIÐ UPPSALI Gísla fannst Árni skrítinn.
INNAN DYRA Á UPPSÖLUM Húsið er í ágætu standi og munir Gísla varðveittir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HEIMILISTÆKI Svo virðist sem
slokknað hafi á gríðarlegum vin-
sældum gaseldavéla – í bili í það
minnsta. Seljendum eldavéla sem
blaðið hefur rætt við ber saman
um það.
Ekki er langt síðan að varla var
borin ný eldavél í hús án þess að
hún væri knúin gasi en það hefur
breyst og er rafmagnið komið
ofar á vinsældarlistann á ný. Við-
mælendum blaðsins bar saman
um að engar skynsamlegar skýr-
ingar væru á þessari breytingu,
nema þá verðið en gaseldavélar
eru dýrari.
Matgæðingar sem eldað hafa á
gasi segja það engu líkt og geta
ekki hugsað sér að þurfa að hræra
í pottum og pönnum á rafmagns-
hellu á ný. Fólk sem alla tíð hefur
eldað á rafmagnseldavélum og
hyggst gera það áfram, ber yfir-
leitt hræðslu við gasið fyrir sig
þegar sölumenn reyna að koma
því í gasið. Verður engu tauti
komið við slíkt fólk, sama hvað
reynt er enda ótti eitthvað sem
ekki er yfirstiginn í raftækja-
verslun.
- bþs
Rafmagnseldavélar sækja
í sig veðrið:
Gassóknin
stöðvuð