Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 17
Tæpra 400 tonna af öflugu sprengiefni er saknað úr íraskri vopnageymslu og eru allar líkur á að þeim hafi verið stolið. Málið er þegar farið að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum en mönnum ber þó ekki saman um hvort efnin hafi horfið áður en bandaríska hernámsliðið réðst inn í landið vorið 2003. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri tæknideildar Landhelgisgæslunnar, segir að efnin sem um ræðir, HMX, RDX og PETN, séu hágæða sprengiefni sem eru nánast eingöngu notuð í hernaðarlegum tilgangi. „Mjög hreint og fínt efni, einhverjum gráðum ofar en TNT. Þú getur næstum því helm- ingað það miðað við dínamít að afli þannig að þetta slagar hátt upp í 800 tonn af dínamíti,“ segir Sigurður. Yfirleitt eru þessi sprengiefni ekki sprengd ein og sér heldur eru þau oft- ast notuð til að koma af stað eða magna upp aðra sprengingu. Þannig er HMX gjarnan notað í hvellhettur og RDX í eldflaugar og bæði eru notuð í kjarnorkusprengjur. Þá er efnunum komið innan við kjarnakleyfa efnið til að framkalla nægilega öfluga spreng- ingu til að hrinda af stað kjarnaklofn- un eða samruna, eftir því sem við á. Sigurður segir erfitt að meta eyði- leggingarmátt þessara 380 tonna sem stolið var því aðrir þættir hafa líka áhrif; það eina sem er öruggt er að hann er óhugnanlegur. Til samanburð- ar bendir Sigurður á að 500 grömm af sprengiefni sömu tegundar voru not- uð til að granda Pan Am vélinni yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Meira þarf til að sprengja upp hús. „Ég var eitt sinn með í að sprengja upp súr- heysturn og þurftum við um 50 kg af dínamíti til verksins því hann var óvenju rammgerður,“ segir Sigurður. Þegar Timothy McVeigh sprengdi stjórnsýslubygginguna í Oklahoma árið 1996 notaði hann 2,5 tonna áburðarsprengju en slíkar bombur eru mun lakari að gæðum en efnin sem stolið var í Írak. Það má því ljóst vera að 380 tonn af umræddum sprengi- efnum geta valdið miklum skaða, jafn- vel þótt einungis brot af þeim séu sprengt í einu. sveinng@frettabladid.is 17MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004                           !"    #$   % & ' !        !                        !!!"   #$  #$ (   $    %  &  '  (    #$  )$ ( $ $ *+ ,  & -(  . / '.   0+(  &  1  ." )$  )$) !    "&  $ "& $ 2 3 4  2 3 & 51 63 . 7'. 1& 8   1  " )$)  $ ) # $  $# * " %$       $ 9 : ;1  <   &  .1 => - 7'. 1& =  " $#  $ *         $ ,( " < +  &  '  (   5" $  $# +$  "&       %"   $ + ;" *+  & +. & 01 " ,# "  "     %        -%  !. /%     %   " 0                          Óhugnanlegur eyðileggingarmáttur SIGURÐUR ÁSGRÍMSSON HMX og RDX eru helmingi öflugri en dínamít. SÉRFRÆÐINGAR SEGJA: Spænskt sjónvarp: Lélegt efni bannað SPÁNN, AP Ríkisstjórn Spánar og helstu sjónvarpsstöðvar landsins hafa samþykkt að banna „rusl“ sjónvarpsþætti á þeim tímum sól- arhrings þegar börn gætu verið að horfa. Aðstoðarforsætisráð- herra Spánar, Maria Teresa Fern- andez de la Vega, sagði í gær að viðmið um hvað megi sýna á milli sex á morgnana og tíu á kvöldin verði bráðlega birt og að ríkið muni fylgjast með að farið verði eftir þeim viðmiðum. Hún vildi þó ekki segja til um hvaða sjónvarps- þættir yrðu teknir af dagskrá. Fulltrúar einkarekinna sjónvarps- stöðva hafa mótmælt þessum ríkisafskiptum. ■ JOHN KERRY Ófrumlegur en traustvekjandi. Forsetaframbjóðendurnir: Blá föt og rauð bindi FATNAÐUR Þótt þeir George W. Bush og John Kerry séu á önd- verðum meiði í flestum málum þá eru þeir samstiga í fatavali: dökk- blá jakkföt, hvít skyrta og rautt bindi. Sighvatur Haraldsson í Herra- garðinum segir að löng hefð sé fyrir þessari fatasamsetningu í bandarískum stjórnmálum því rannsóknir hafi sýnt að almenn- ingur treysti fólki best sem skart- ar þessu litum. Blátt bendir til að manninum sé treystandi en örlítið rautt gefur til kynna áræðni og djörfung. Menn verða þó að gæta að jafnvægi í þessum efnum því hætt er við að frambjóðandi í rauðum jakkafötum og með blátt bindi færi halloka í baráttunni. Sighvatur segir að þessi tíska hafi breiðst út til Evrópu og þannig megi gjarnan sjá Tony Bla- ir, forsætisráðherra Breta, í þess- ari múnderingu. Íslenskir stjórn- málamenn hafa eitthvað tileinkað sér samsetninguna en Sighvatur telur þó að þeir séu almennt djarf- ari en starfsbræður þeirra í ná- grannalöndunum. „Það er hið besta mál,“ segir Sighvatur í Herragarðinum að lokum. - shg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.