Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 17
Tæpra 400 tonna af öflugu sprengiefni
er saknað úr íraskri vopnageymslu og
eru allar líkur á að þeim hafi verið
stolið. Málið er þegar farið að hafa
áhrif á forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum en mönnum ber þó ekki
saman um hvort efnin hafi horfið áður
en bandaríska hernámsliðið réðst inn í
landið vorið 2003.
Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri
tæknideildar Landhelgisgæslunnar,
segir að efnin sem um ræðir, HMX,
RDX og PETN, séu hágæða sprengiefni
sem eru nánast eingöngu notuð í
hernaðarlegum tilgangi. „Mjög hreint
og fínt efni, einhverjum gráðum ofar
en TNT. Þú getur næstum því helm-
ingað það miðað við dínamít að afli
þannig að þetta slagar hátt upp í 800
tonn af dínamíti,“ segir Sigurður.
Yfirleitt eru þessi sprengiefni ekki
sprengd ein og sér heldur eru þau oft-
ast notuð til að koma af stað eða
magna upp aðra sprengingu. Þannig
er HMX gjarnan notað í hvellhettur og
RDX í eldflaugar og bæði eru notuð í
kjarnorkusprengjur. Þá er efnunum
komið innan við kjarnakleyfa efnið til
að framkalla nægilega öfluga spreng-
ingu til að hrinda af stað kjarnaklofn-
un eða samruna, eftir því sem við á.
Sigurður segir erfitt að meta eyði-
leggingarmátt þessara 380 tonna sem
stolið var því aðrir þættir hafa líka
áhrif; það eina sem er öruggt er að
hann er óhugnanlegur. Til samanburð-
ar bendir Sigurður á að 500 grömm af
sprengiefni sömu tegundar voru not-
uð til að granda Pan Am vélinni yfir
Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Meira
þarf til að sprengja upp hús. „Ég var
eitt sinn með í að sprengja upp súr-
heysturn og þurftum við um 50 kg af
dínamíti til verksins því hann var
óvenju rammgerður,“ segir Sigurður.
Þegar Timothy McVeigh sprengdi
stjórnsýslubygginguna í Oklahoma
árið 1996 notaði hann 2,5 tonna
áburðarsprengju en slíkar bombur eru
mun lakari að gæðum en efnin sem
stolið var í Írak. Það má því ljóst vera
að 380 tonn af umræddum sprengi-
efnum geta valdið miklum skaða, jafn-
vel þótt einungis brot af þeim séu
sprengt í einu.
sveinng@frettabladid.is
17MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004
!"
#$ % &
' !
!
!!!"
#$ #$ (
$ %
& ' (
#$ )$ (
$ $ *+ ,
& -( . / '. 0+(
& 1
."
)$ )$) ! "&
$
"&
$ 2 3 4 2 3
& 51 63
.7'.
1& 8
1
"
)$) $ ) #
$ $# *
" %$
$ 9 :
;1
<
& .1 =>- 7'.
1& =
"
$# $ *
$ ,(
" < +
& ' ( 5"
$ $# +$ "&
%"
$ + ;" *+
& +. & 01 "
,# " "
%
-% !. /% % " 0
Óhugnanlegur eyðileggingarmáttur
SIGURÐUR ÁSGRÍMSSON HMX og RDX eru helmingi öflugri en dínamít.
SÉRFRÆÐINGAR SEGJA:
Spænskt sjónvarp:
Lélegt efni
bannað
SPÁNN, AP Ríkisstjórn Spánar og
helstu sjónvarpsstöðvar landsins
hafa samþykkt að banna „rusl“
sjónvarpsþætti á þeim tímum sól-
arhrings þegar börn gætu verið
að horfa. Aðstoðarforsætisráð-
herra Spánar, Maria Teresa Fern-
andez de la Vega, sagði í gær að
viðmið um hvað megi sýna á milli
sex á morgnana og tíu á kvöldin
verði bráðlega birt og að ríkið
muni fylgjast með að farið verði
eftir þeim viðmiðum. Hún vildi þó
ekki segja til um hvaða sjónvarps-
þættir yrðu teknir af dagskrá.
Fulltrúar einkarekinna sjónvarps-
stöðva hafa mótmælt þessum
ríkisafskiptum. ■
JOHN KERRY
Ófrumlegur en traustvekjandi.
Forsetaframbjóðendurnir:
Blá föt og
rauð bindi
FATNAÐUR Þótt þeir George W.
Bush og John Kerry séu á önd-
verðum meiði í flestum málum þá
eru þeir samstiga í fatavali: dökk-
blá jakkföt, hvít skyrta og rautt
bindi.
Sighvatur Haraldsson í Herra-
garðinum segir að löng hefð sé
fyrir þessari fatasamsetningu í
bandarískum stjórnmálum því
rannsóknir hafi sýnt að almenn-
ingur treysti fólki best sem skart-
ar þessu litum. Blátt bendir til að
manninum sé treystandi en örlítið
rautt gefur til kynna áræðni og
djörfung. Menn verða þó að gæta
að jafnvægi í þessum efnum því
hætt er við að frambjóðandi í
rauðum jakkafötum og með blátt
bindi færi halloka í baráttunni.
Sighvatur segir að þessi tíska
hafi breiðst út til Evrópu og
þannig megi gjarnan sjá Tony Bla-
ir, forsætisráðherra Breta, í þess-
ari múnderingu. Íslenskir stjórn-
málamenn hafa eitthvað tileinkað
sér samsetninguna en Sighvatur
telur þó að þeir séu almennt djarf-
ari en starfsbræður þeirra í ná-
grannalöndunum. „Það er hið
besta mál,“ segir Sighvatur í
Herragarðinum að lokum.
- shg