Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 22

Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 22
Taktur eykur minnið og það er staðreynd. Ef þú ert að læra undir próf getur þú farið yfir nokkrar stað- reyndir með taktföstu ferli og búið til þitt eigið lag. Þannig gerir þú lærdóminn skemmtilegan og upp- götvar leynda tónlistarhæfileika þína. Vestur-Íslendingar, fræðsla og ferðir: Mikilvægt að efla tengslin við hinn vestræna heim Afkomendur Íslendinga í hinum vestræna heimi eru ófáir og á hverju ári leggja Íslendingar land undir fót til að heimsækja ættingja sína sem hafa tekið Norður-Ameríku fram yfir Ís- land. Í bráðum fimm ár hefur Þjóðræknisfélag Íslendinga stað- ið fyrir námskeiðum um vestur- farana og síðustu þrjú ár hafa verið farnar skipulagðar ferðir til Norður-Ameríku í tengslum við námskeiðin. „Við hjá Þjóðræknisfélaginu leggjum mikla áherslu á að teng- ja saman fræðslu og ferðir. Við undirbúum fólk í ferðir með því að halda námskeið og fræðslu- fundi út um allt land,“ segir Jónas Þór, sagnfræðingur og for- maður ferða- og fræðslunefndar Þjóðræknisfélags Íslendinga sem sér einnig um námskeiðin og ferðirnar. Nú stendur yfir námskeið um vesturfarir í Gerðubergi og er það út október. Alls eru nám- skeiðin átta vikur og kosta tíu þúsund krónur. Næsta námskeið hefst 1. febrúar á næsta ári og í kjölfarið fylgja þrjár ferðir til Vesturheims. „Fyrsta ferðin er frá 20. júní til 7. júlí og hún er farin til Utah í Bandaríkjunum. Sú ferð er farin vegna þess að 150 ár eru liðin síðan fyrstu ís- lensku mormónarnir fluttu til Utah. Þar af leiðandi er mikil há- tíð í Spanish Fork. Einnig förum við til Utah til að skoða landslag- ið en það er algjörlega magnað. Önnur ferðin er 3. júlí til 15. júlí og er ferðinni heitið til Vestur- Kanada. Þá er farið um Íslend- ingabyggðir í Saskatchewan, áfram til Alberta þar sem við skoðum meðal annars hús Steph- ans G. Stephanssonar og Kletta- fjöllin. Þriðja og síðasta ferðin er svokölluð sögu- og Íslendinga- dagsferð frá 25. júlí til 5. ágúst. Þá er farið á elstu landsnáms- svæði Íslendinga í Bandaríkjun- um og Manitoba. Einnig er farið á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta og á Gimli í Manitoba.“ Nóg er gert til að undirbúa ferðalangana og sérstakir fræðslufundir eru haldnir á miðj- um vetri. „Við förum bæði til Ak- ureyrar og Vopnafjarðar og höld- um dagsnámskeið. Síðan er sér- stök ferð á Vesturfarasetrið á Hofsósi því það er skylda allra vesturfara nútímans að skoða það merkilega setur. Fræðslu- fundirnir eru á laugardögum og er nauðsynlegur undirbúningur fyrir verðandi vesturfara,“ segir Jónas Þór en einnig er haldinn rækilegur kynningarfundur um viku fyrir brottför. Hvert ferðalag er um tólf dagar og er verðið á bilinu 140 til 150 þúsund. Innifalið í því er flug báðar leiðir og innanlandsflug ef með þarf, gisting, rútuferðir, morgunmatur, fararstjórn og ferð á Vesturfarasetrið á Hofs- ósi. Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við heimamenn á hverj- um stað sem skipuleggja skoðun- arferðir og fá afkomendur Ís- lendinga með í ferð. „Þjóðrækn- isfélagið leggur mikla áherslu á að efla tengsl Vesturheims við Ís- land. Á næstunni ætlum við að skipuleggja ferðir á alla staði þar sem Íslendingar búa. Fólk getur líka farið í ferð án þess að sækja námskeiðin og öfugt,“ segir Jónas Þór en oft hefur komið fyr- ir að fólk hefur fundið ættingja sína í þessum ferðum. „Nemend- ur á námskeiðinu finna oft ætt- ingja áður en þeir leggja í ferðina og við hjálpum þeim við það. Síð- an eru iðulega samsæti að end- ingu með afkomendum Íslend- inga í ferðalögunum og þá koma oft í ljós áður óþekkt tengsl. Þá verða ávallt miklir fagnaðar- fundir.“ Nánari upplýsingar um ferðirn- ar og námskeiðin er á vefsíðunni inl.is og hjá Jónasi Þór í síma 554 1680 og í tölvupósti jtor@mmedia.is. lilja@frettabladid.is Jónas Þór sagnfræðingur stendur fyrir námskeiði í Gerðubergi um vesturfarir. Hér stillir hópurinn sér upp hjá styttu af Jóni Sigurðssyni í ferð til Manitoba og Minnesota sem farin var í fyrra. Hér er hópurinn á slóðum Stephans G. Stephanssonar, skálds, í ferð til Wisconsin og Norður-Dakóta sem farin var í fyrra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.