Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 22
Taktur eykur minnið og það er staðreynd. Ef þú ert að læra undir próf getur þú farið yfir nokkrar stað- reyndir með taktföstu ferli og búið til þitt eigið lag. Þannig gerir þú lærdóminn skemmtilegan og upp- götvar leynda tónlistarhæfileika þína. Vestur-Íslendingar, fræðsla og ferðir: Mikilvægt að efla tengslin við hinn vestræna heim Afkomendur Íslendinga í hinum vestræna heimi eru ófáir og á hverju ári leggja Íslendingar land undir fót til að heimsækja ættingja sína sem hafa tekið Norður-Ameríku fram yfir Ís- land. Í bráðum fimm ár hefur Þjóðræknisfélag Íslendinga stað- ið fyrir námskeiðum um vestur- farana og síðustu þrjú ár hafa verið farnar skipulagðar ferðir til Norður-Ameríku í tengslum við námskeiðin. „Við hjá Þjóðræknisfélaginu leggjum mikla áherslu á að teng- ja saman fræðslu og ferðir. Við undirbúum fólk í ferðir með því að halda námskeið og fræðslu- fundi út um allt land,“ segir Jónas Þór, sagnfræðingur og for- maður ferða- og fræðslunefndar Þjóðræknisfélags Íslendinga sem sér einnig um námskeiðin og ferðirnar. Nú stendur yfir námskeið um vesturfarir í Gerðubergi og er það út október. Alls eru nám- skeiðin átta vikur og kosta tíu þúsund krónur. Næsta námskeið hefst 1. febrúar á næsta ári og í kjölfarið fylgja þrjár ferðir til Vesturheims. „Fyrsta ferðin er frá 20. júní til 7. júlí og hún er farin til Utah í Bandaríkjunum. Sú ferð er farin vegna þess að 150 ár eru liðin síðan fyrstu ís- lensku mormónarnir fluttu til Utah. Þar af leiðandi er mikil há- tíð í Spanish Fork. Einnig förum við til Utah til að skoða landslag- ið en það er algjörlega magnað. Önnur ferðin er 3. júlí til 15. júlí og er ferðinni heitið til Vestur- Kanada. Þá er farið um Íslend- ingabyggðir í Saskatchewan, áfram til Alberta þar sem við skoðum meðal annars hús Steph- ans G. Stephanssonar og Kletta- fjöllin. Þriðja og síðasta ferðin er svokölluð sögu- og Íslendinga- dagsferð frá 25. júlí til 5. ágúst. Þá er farið á elstu landsnáms- svæði Íslendinga í Bandaríkjun- um og Manitoba. Einnig er farið á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta og á Gimli í Manitoba.“ Nóg er gert til að undirbúa ferðalangana og sérstakir fræðslufundir eru haldnir á miðj- um vetri. „Við förum bæði til Ak- ureyrar og Vopnafjarðar og höld- um dagsnámskeið. Síðan er sér- stök ferð á Vesturfarasetrið á Hofsósi því það er skylda allra vesturfara nútímans að skoða það merkilega setur. Fræðslu- fundirnir eru á laugardögum og er nauðsynlegur undirbúningur fyrir verðandi vesturfara,“ segir Jónas Þór en einnig er haldinn rækilegur kynningarfundur um viku fyrir brottför. Hvert ferðalag er um tólf dagar og er verðið á bilinu 140 til 150 þúsund. Innifalið í því er flug báðar leiðir og innanlandsflug ef með þarf, gisting, rútuferðir, morgunmatur, fararstjórn og ferð á Vesturfarasetrið á Hofs- ósi. Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við heimamenn á hverj- um stað sem skipuleggja skoðun- arferðir og fá afkomendur Ís- lendinga með í ferð. „Þjóðrækn- isfélagið leggur mikla áherslu á að efla tengsl Vesturheims við Ís- land. Á næstunni ætlum við að skipuleggja ferðir á alla staði þar sem Íslendingar búa. Fólk getur líka farið í ferð án þess að sækja námskeiðin og öfugt,“ segir Jónas Þór en oft hefur komið fyr- ir að fólk hefur fundið ættingja sína í þessum ferðum. „Nemend- ur á námskeiðinu finna oft ætt- ingja áður en þeir leggja í ferðina og við hjálpum þeim við það. Síð- an eru iðulega samsæti að end- ingu með afkomendum Íslend- inga í ferðalögunum og þá koma oft í ljós áður óþekkt tengsl. Þá verða ávallt miklir fagnaðar- fundir.“ Nánari upplýsingar um ferðirn- ar og námskeiðin er á vefsíðunni inl.is og hjá Jónasi Þór í síma 554 1680 og í tölvupósti jtor@mmedia.is. lilja@frettabladid.is Jónas Þór sagnfræðingur stendur fyrir námskeiði í Gerðubergi um vesturfarir. Hér stillir hópurinn sér upp hjá styttu af Jóni Sigurðssyni í ferð til Manitoba og Minnesota sem farin var í fyrra. Hér er hópurinn á slóðum Stephans G. Stephanssonar, skálds, í ferð til Wisconsin og Norður-Dakóta sem farin var í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.