Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 23
3MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 Sími 588 0303 • www.enskuskólinn.is Lífið eftir stúdentspróf: Í millibilsástandi til Möltu Þuríður Pétursdóttir lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. „Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax,“ segir Þuríður. „Ég fór því niður í Stúd- entaferðir til að athuga með ein- hverskonar starfsþjálfun í Evr- ópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabækling- um í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæk- lingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða pró- gramm þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag.“ Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. „Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart,“ segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. „Ég veit að eyjan er 354 ferkíló- metrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bær- inn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborg- inni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg.“ Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Malt- verja sem heitir maltí. „Það er ein- hvers konar arabíska með sam- bland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skil- ja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ.“ ■ Þuríður Pétursdóttir ætlar að upplifa ævintýri á Möltu áður en hún tekur ákvörðun um háskólanám. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á ÞRIÐJUDÖGUM Skólavefir á netinu: Gagnvirkt námsefni og leikir Áhugi á vefjum sem bjóða upp á námsefni hefur aukist nokkuð nú í verkfalli grunnskólakennara. Skólavefurinn hefur starfað í fjögur ár en þar er að finna ýmis- legt efni fyrir grunnskólabörn, börn í leikskóla og einnig fram- haldsskólanema. Vefurinn er áskriftarvefur og nú eru 5.000 skráðir notendur, en þar fyrir utan eru 92% grunnskóla landsins í áskrift. Ingólfur Björgvinsson, einn umsjónarmanna vefsins, segir að nýtt efni sé uppfært á hverjum degi. „Við reynum að hafa þetta fjölbreytt þannig að allir aldurs- hópar finni eitthvað sem þeim lík- ar. Það sem hefur gerst núna er að nemendur og foreldrar sækja mikið til okkar. Hægt er að kom- ast inn á vefinn með því að slá inn skolavefur.is. Námsgagnastofnun er einnig með vef sem opinn er öllum. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir kynningarfulltrúi Námsgagna- stofnunar segir margt fólk hring- ja inn með fyrirspurnir, bæði for- eldrar og nemendur, og þó að vef- urinn sé fyrst og fremst ætlaður kennurum sé hann gagnlegur öll- um. „Við erum með mikið af gagn- virku efni og verkefnum til út- prentunar sem börn á öllum aldri geta nýtt sér. Þá má ekki gleyma heilmiklu efni fyrir litlu krakkana sem eru að læra að lesa og reikna. Fyrir þau er mikið í boði af leikj- um sem nýtast þeim í náminu.“ Vefur Námgagnastofnunar er nams.is. ■ Frá vinstri: Júlíus Hjörleifsson, Jean- Rémi Chareyri og Stefano Rosatti, kenn- arar við Estudiolatino. Tungumálakennsla: Einkatímar fyrir alla Estudiolatino er nýstofnað fyrir- tæki sem býður upp á einkatíma í frönsku, spænsku og ítölsku. Einnig standa til boða tveggja og þriggja manna kennslustundir fyrir þá sem ekki hentar að læra í stærri nem- endahópum. Mikil eftirspurn er eft- ir einkatíma í tungumálum enda margir kostir við að hafa kennar- ann algjörlega út af fyrir sig. Estudiolatino býður einnig upp á menningarkúrsa þar sem kennari veitir upplýsingar um viðkomandi land og fléttar saman sögu og menningu landsins við skemmtileg- ar veitingahúsaferðir. Kennararnir í Estudiolatino eru Jean-Rémi Chareyri frönskukenn- ari, Júlíus Hjörleifsson spænsku- kennari og Stefano Rosatti ítölsku- kennari. Nánari upplýsingar er að finna á estudiolatino.is. ■ Á skólavefnum eru verkefni og fróðleik- ur fyrir alla aldurshópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.