Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 28
Íslendingar hafa um árabil haft ímugust á fataskápum með renni- hurðum, enda gamla kerfið ekki beint notendavænt þegar hurð- irnar hrukku af rennunum eða urðu of þungar til að ýta til. Síðan hafa liðið mörg ár og þróun í rennihurðunum tekið stórstígum framförum, reyndar svo mjög að nú vilja húsbyggjendur ekkert nema rennihurðir á nýju fata- skápana og helst án hurðahnúða eða halda. Líkt og í eldhús- og baðinnrétt- ingum eru höldulausar hurðir það sem koma skal og sömuleiðis fylgja tískustraumarnir í viðar- tískunni inn í fataskápana. Hvítt- uð eik og ljós viður eins og birki eru vinsæl, þótt hefðbundin eik hafi alltaf vinninginn meðal þjóð- arinnar. Söluaðilar fataskápa eru sammála um að smekkurinn kalli nú á ljósan við, spegla og gler í bland. Í gleri er sýruþvegið glært gler vinsælast, en svart gler er að ryðja sér til rúms og sömuleiðis gler í fleiri litum. Þá er glerið sett inn í álramma sem mynda rennihurðina og ramminn notað- ur sem grip til að opna og loka skápunum. Háar hurðir upp í loft eru val- kostur sem enn heldur sér í tísku í stað tvískiptra efri og neðri skápa. Þá hefur nýting á plássi fataskápanna verið úthugsuð með alls konar hillum, skúffum, hengjum og fellislám sem gera allt skipulag auðvelt og aðgengi- legt. Og þótt tískan í hvíttuðum við og eik sé ráðandi nú á haust- dögum eru möguleikar á útfærsl- um skápahurða með fjölbreytt- ara móti og hægt að velja um hurðir úr fléttuðu basti, glans- sprautuðum viðarplötum, plasti og fleiru. Þannig segja menn í sölu fataskápa og innréttinga að allt sé í tísku og Íslendingar séu að verða áberandi meira sjálf- stæðari í því vali, en hættir að mestu að elta almannaróm og val allra hinna. Skáparnir á myndunum eru úr versluninni Axis. 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR4 [ SNIÐUGT Í STOFUNA ] 1. Svart gler í rennihurðum er nýjasta nýtt í fataskápum. 2. Stillanlegar, djúpar hillur eru nauðsynlegar. 3. Skúffur með gleri í álramma er falleg lausn og brýtur upp heildarútlitið. Fallegar lyklakippur, sem hægt er að nota sem skraut og krækja hvað sem er í. 890 kr. stykkið í Debenhams. Litríkur öskubakki. Tvö stykki fyrir 200 kr. í Tiger. Litríkar seríur í gluggann eða upp í hillu. 2.999 kr. í Byggt & Búið. Hver kannast ekki við smá óreglu í fataskápnum? Leyndardómurinn á bak við hinn fullkomna fataskáp er samt enginn stóri flóki, segir Guðrún Brynjólfsdóttir sem rekur fyrirtækið Röð og regla. „Það er gott að setja sér ákveðnar vinnureglur þegar raðað er inn í fataskáp og halda sig við þá upp- röðun. Buxur fara í neðstu hillurn- ar og þeim raðað eftir litum; galla- buxur sér, þá grænar og beige, aðrir litir og svartar sér. Langerma- og stuttermabolir fara í sitt hvora hilluna og er sömuleiðis raðað eftir litum, því það er bæði aðgengilegra og fallegra fyrir augað. Peysum raða ég svo eftir grófleika; þykkar saman á einum stað og þunnar annars staðar. Allt eftir litum og þykkt.““ Á dögunum tók Guðrún fataskápa heimilisins í gegn og skipti út sum- arflíkum fyrir vetrarföt. „Nú er vet- ur skollinn á og þá er talað um að menn fari að leita að húfum og vett- lingum. Vetrarfatnaður á ekki að vera á óljósum stað. Eins með stutt- buxur. Þær setur maður ofan í kassa og nýtir pláss í vetrarföt í staðinn.“ Í fataskápum Guðrúnar eru stál- grindur eins og margir þekkja en hún segir vondar hirslur fyrir nær- fatnað og sokka. „Ég mæli því með sætum kössum sem hægt er að fá í IKEA fyrir lítinn pening. Það er líka góð lausn í fataskápum barn- anna þar sem þau geta um leið skemmt sér við að velja sokka úr körfunni á morgnana.“ Þegar talið berst að sokkum segir Guðrún mikilvægt að fólk geri upp við sig að kvöldi hvort sokkarnir eigi að fara í óhreina tauið. „Stakir sokkar eru dularfullt mál og óskilj- anlegt. Ég þekki fólk sem á fulla plastpoka af ósamstæðum sokkum. Þetta má koma í veg fyrir með því að setja strax óhreint í þvottinn en ekki í fatahrúgu á herbergisgólfinu.“ Í þeim skápahluta þar sem fatnað- ur hangir á slám segir Guðrún skyrtur, skokka og kjóla eiga heima saman, og þar þurfi að raða eftir litum; hvítar skyrtur saman og svo framvegis. Og jólaföt og spariföt eigi alltaf að geyma undir plasti. „Herðatré eiga að vera sömu teg- undar og í sama lit, en vírherðatré úr efnalaugum eru bannvara, nema til að safna þeim saman og skila aftur. Herðatré verða öll að snúa eins í skápum og gott ráð er að hneppa efstu tölunni á skyrtum til að þær tolli á herðatrénu. Þá þarf að setja fylgihluti eins og töskur, belti, slæður og skó í sér- stakar skúffur eða hillur, en hrúg- ur á gólfi fataskáps undir hangandi sparifötum mega ekki sjást. Ef þessum ráðum er fylgt eftir geta allir opnað fataskápinn sinn án skammar og gengið að hlutunum vísum.“ Vírherðatré bönnuð og jólafötin í plast Guðrún Brynjólfsdóttir hefur röð og reglu í fataskápunum 1. Guðrún með kassa sem henta vel fyrir nærfatnað og sokka. 2. Snyrtilegur fata- skápur er aðlaðandi. Flottir í fataskápar Rennihurðir með speglum og gleri eru í tísku. 1 2 1 2 3 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HEIMILISBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.