Fréttablaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 34
27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR10
[ SNIÐUGT Í ELDHÚSIÐ ]
Dós undir kaffi.
428 kr. í Byggt & Búið.
Doppótt salatskál og salatáhöld.
Skál á 5.950 kr. og salatáhöld á
1.290 kr. stykkið í Í húsinu.
Segulstál sem nýtist sem blómapottur
eða undir sprittkerti.
200 krónur í Tiger.
Fyndinn eplaskeri.
565 kr. í Byggt & Búið.
Sætur eggjaskeri.
790 kr. í Debenhams.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
GÓÐ RÁÐ VIÐ PLÁSSLEYSI
Nýttu eldhúsið betur
+ Ertu með aukapláss fyrir ofan eldhús-
skápana sem gæti nýst betur? Því ekki
að byggja ofan á skápana upp í loft og
nýta hillupláss undir hluti sem sjaldnar
eru í notkun, auk þess að sleppa við að
þrífa erfið óhreinindi ofan af skápum.
+ Hengdu stálrist yfir eldunareyju eða
matreiðsluborðið. Á hana má hengja
eldhúsáhöld sem annars tækju óþarfa
skúffupláss.
+ Hillur yfir borðplötum eru hentugar
fyrir krydd, matreiðslubækur og mat-
jurtir.
+ Gott getur verið að eiga auka borð-
plötubút til að leggja yfir eldavélina
þegar vinnupláss vantar. Sama má gera
yfir vaskinum, þegar hann er ekki í
notkun.
+ Sérstaklega háir undirskápar gefa
betri vinnuaðstöðu, auk þess sem
plássið í skápunum undir stækkar og
rúmar meira.
+ Hjólaborð eykur borðpláss þegar mik-
ið liggur við og er auðvelt í flutningum.
Engu breytt í eldhúsi æskuminninganna
Soffía Thorarensen flutti með fjölskylduna inn á heimili æsku sinnar og uppvaxtar í Skerjafirðinum
Soffía Thorarensen kennari flutti
inn á æskuheimilið. Hún flikkaði
upp á eldhúsinnréttinguna en
breytti engu öðru.
Það er þykkt frostteppi á gras-
inu fyrir utan húsið hennar Soffíu
Thorarensen kennara í Skerja-
firðinum. Grátt malbikið í rólegri
götunni hefur breyst í glitrandi
stjörnuveg. Sléttir tveir mánuðir
þar til friðsælasti dagur ársins
rennur upp um gjörvalla heims-
byggðina; sjálfur jóladagur.
Mætti reyndar halda að jólin
væru komin í kyrru andrúmi um-
hverfisins og hálft í hvoru felst
von í því að ilmur af piparkökum
eða hangikjöti berist út um dyrnar
þegar Soffía opnar mót bleikri
morgunsólinni.
„Hjartanlega velkomin! Þetta
er æskuheimili mitt. Húsið sem
foreldrar mínir byggðu. Við pabbi
skiptumst á íverustað. Hann fór í
íbúðina okkar og við fjölskyldan
fluttum hingað á æskuslóðirnar
fyrir tveimur árum,“ segir Soffía
glöð í bragði.
Þegar innfyrir er komið blasir
við stílhrein hönnun sjöunda ára-
tugarins, en húsið var byggt 1968.
Fáu hefur verið breytt að ráði; all-
ar innréttingar eru þær sömu og
foreldrar Soffíu völdu í húsið fyrir
hartnær fjörutíu árum. Eldhúsið
er yndislega notalegt; hlaðið töfr-
um og áþreifanlegum minningum
um glaðværð og gott í matinn. Eld-
húsinnréttingin er úr gegnheilu
tekki og harðplasti. Hurðirnar
höldulausar, efri skáparnir lágir,
og ferhyrndar, mosagrænar flísar
milli skápa. Gluggarnir stórir og
bjartir. Upprunalegur gólfdúkur á
gólfinu og borðplöturnar þær
sömu og Soffía smurði sér brauð-
sneið á þegar hún var lítil stúlka.
„Ég á bara góðar minningar úr
þessu eldhúsi en við systkinin
eyddum drjúgum stundum við eld-
húsborðið þar sem við spiluðum,
bökuðum og sinntum heimalær-
dómnum meðan mamma mín
heitin galdraði fram ljúfmeti og
pabbi síðar brilleraði í elda-
mennsku sem við börnin nutum
góðs af. Eldhúsinnréttingin finnst
mér falleg og því vildi ég engu
breyta nema hvað við létum
sprauta grænt harðplastið snjó-
hvítt, í stíl við borðplöturnar, jafn-
vel þótt fallega grænn liturinn hafi
togað í mig lengi.“
Í eldhúsinu eru upprunaleg bak-
araofn og eldhúsvifta frá General
Electric, frá þeim tíma þegar end-
ing, gæði og falleg hönnun voru í
hávegi og fóru saman hjá fram-
leiðendum eldhústækja. Ofninn og
viftan eru svo vel með farin, slá-
andi falleg og skínandi hrein, að
erfitt er að trúa réttum aldri
þeirra sem geymir sögu þúsund
bakstra og sunnudagssteikna fjöl-
skyldunnar í gegnum áratugina.
„Þessi tæki virka alveg eins og
ný,“ segir Soffía og kveikir á
myndarlegri, innbyggðri loftviftu
í eldhúsinu, sem hún segir hreinsa
alla gufu á mettíma. Eina raftækið
úr línu GE sem tekið var úr um-
ferð var ísskápurinn, en þess í stað
kom ísskápur sem ekki fyllti alveg
út í hólfið. Þar myndaðist auka-
pláss sem Soffía fyllti með hentug-
um hillum úr Habitat, sem hún nú
nýtir undir sprittkerti og annað
sem gott er að hafa við hendina.
„Við gerðum þannig ekkert við
þessa innréttingu annað en að
sprauta hurðirnar og viðhalda
tekkinu fallegu með tekkolíu.
Nokkrar smellur til að opna og
loka skápahurðum þurftum við að
endurnýja, en flísarnar grænu eru
upprunalegar, sem og öll hönnun;
eins og hillur í innréttingunni og
eldhúsborðið sem foreldrar mínir
létu smíða í stíl við innréttinguna.“
Og eldhúsið er enn vinsælasta
herbergi fjölskyldunnar. Þar er
lært, lesið, spilað, bakað og snætt
góðgæti meðan sjórinn utan við
Skerjafjörðinn beinir fiskunum í
átt að netunum. Líka jólalegt þeg-
ar það á við.
1. Þessa fallegu eldhús-
innréttingu létu foreldrar
Soffíu sérsmíða í eldhúsið
árið 1968 og við þessi borð
bakaði Soffía kökur og smurði sér
brauðsneiðar sem lítil stúlka. Hún vildi
engu breyta þegar hún fluttist aftur í
húsið fullorðin fjölskyldukona, nema
hvað grænar harðplasthurðirnar fengu
hvítan lit. 2. Sonurinn Jónas Ingi
Kristjánsson og Soffía við eldhúsborðið. 1
2
SVONA MIKIÐ PLÁSS ÞARFTU
Nokkrar þumalputtareglur
Vinnupláss í eldhúsinu ræðst vitaskuld
af stærð þess. Þrátt fyrir það eru þum-
alputtareglur til að miða við þegar eld-
húsið er skipulagt.
+ Ísskápar, vaskur og eldavél taka að
meðaltali um 60 sentimetra á hvorn
veginn. Við ísskápinn er gott að hafa
borðpláss til að leggja frá sér hlutina.
+ Fyrir hverja manneskju sem vinnur
við eldhúsborðið þarf að reikna með
100 sentimetrum hið minnsta. Þú skalt
auk þess reikna með góðu plássi fyrir
eldhústæki eins og brauðrist, kaffivél og
fleira sem jafnan er geymt uppi á borð-
um.
+ Hvað ertu með í notkun og hvað
ekki, þegar kemur að eldhúsáhöldum?
Farðu vel í gegnum þau mál áður en
þú hannar nýtt eldhús svo þú gerir þér
grein fyrir hversu mikið pláss þú nauð-
synlega þarft.
HEIMILISBLAÐIÐ