Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 36
27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR12 BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON LEIKARI Góður stóll að gleyma sér í Bergur Þór Ingólfsson leikari er ekki lengi að nefna uppáhaldshúsgagnið sitt. „Ég held að ég verði að nefna græna stólinn í stofunni minni sem er voða fínt að sitja í, bæði til að horfa á sjónvarpið og líka bara til að spjalla. Þar er líka gott að sitja með kex og mjólk. Dætrum mínum finnst gott að hrúgast í stólinn þegar ég sit þar og hnoðast á pabba sínum þannig að stóllinn hefur mjög víðfeðmt hlutverk á heimilinu.“ Stóllinn á sér leyndardómsfulla sögu sem Bergur þekkir ekki. „Við keyptum stólinn í Góða hirðinum en honum fylgdi hvorki ættar- tré né annað það sem fylgir til dæmis rándýrum gæludýrum. Mér finnst gaman að fara í Góða hirðinn og gram- sa og fer þangað alltaf annað slagið. Við keyptum okkur líka tólf kampavínsglös fyrir slikk þar og það voru líka feiknalega góð kaup. Ég man ekkert hvað þessi stóll kostaði en hann var á vægu og hentugu verði fyrir okkur hjónin.“ Bergur hefur í ýmis horn að líta þessa dagana, hann leikur titilhlutverkið í leikritinu Héri Hérason og að auki í hinum feiknavin- sælu sýningum Línu langsokki og Chicago í Borgarleikhúsinu. Svo er hann að leikstýra hjá Leikfélagi Keflavíkur leik- ritinu Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol sem frumsýnt verður bráðlega. Undir svona álagi er um að gera að eiga sér góðan stól til að gleyma sér í stundarkorn ... Í þessum stól er gott að sitja með kex og mjólk og hugsa málin. [ SNIÐUGT Í STOFUNA ] Öðruvísi stólar. Svarti á 17.900 kr. og hvíti á 19.900 kr. í Í húsinu. Sætt skraut. Stórt box á 400 kr. og minni á 200 kr. stykkið í Tiger. Lakkað viðargólf og plastparkett Við dagleg þrif er mikilvægt að nota ekki fitumiklar sápur. Ef mikil fita er í sáp- unni myndar hún fitulag á gólfið sem dregur óhreinindin í sig og gólfið verð- ur skítugra og skítugra. Ekki bóna lakk- að parkett. Bónið sest í samskeyti og ofan á parketið. Notið alltaf vel undnar tuskur og passið að skúra ekki gólfið eins og um dúk sé að ræða. Olíuborið parkett Nýtt gólf þarf að olíubera þannig að olían gangi vel nið- ur í viðinn. Látið þorna og berið á aftur daginn eftir til að fá húð á gólfið. Þá fer olían ofan í viðinn og örlítið á yfirborð- ið. Gott er að olíubera aftur eftir sex til átta mánuði og svo einu sinni til tvisvar á ári fyrstu tvö árin. Þá kemur himna á gólfið sem þarf að halda við. Mikilvægt er að nota réttar sápur sem gera olí- unni ekki mein. Í flestum sérverslunum með parkett eru til sápur sem næra olí- una. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Viðhald á viðargólfum HEIMILISBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.