Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 37
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 13 [ SNIÐUGT Í STOFUNA ] Skemmtilegur bakki sem sómir sér vel á stofuborði. 200 kr. í Tiger. Flott box fyrir hvað sem er, prjón, perlur eða myndir. 200 kr. í Tiger. Klassískur vasi. 3.490 kr. í Debenhams. Snakkskál 2.750 kr. í Í húsinu. Krúttleg nammiskál. 199 kr. í Byggt & Búið. Hvernig verð ég innanhússarkitekt? Lágmarkskrafa er fjögur ár í viðurkenndum skóla til að mega nota starfsheitin innanhússarkitekt og innanhúss- hönnuður. Enginn viðurkenndur skóli er starfræktur á Íslandi en margir fara til Bandaríkjanna, Ítalíu, Dan- merkur eða Þýskalands til að læra. Í janúar árið 2007 verða hins vegar settar nýjar reglur sem ná yfir öll Evr- ópulöndin. Þá verður kröfum innanhússarkitekta háttað þannig að skylda verður að læra í fjögur ár og afla sér tveggja ára starfsreynslu eða setjast á skólabekk í fimm ár og afla sér eins árs starfsreynslu. Hvað gera innanhússarkitektar? „Við aðstoðum fólk við afskaplega margt og starfssvið okkar er mjög breitt. Aðstoðin getur falist í öllu frá ein- faldri ráðgjöf um efnisval, lýsingu eða húsbúnað og upp í stærri verkefni þar sem þarf að hanna rými frá grun- ni,“ segir Ásta Sigríður Ólafsdóttir, innanhússarkitekt og ritari Félags húsgagna- og innanhússarkitekta. „Þegar innanhússarkitektar eru fengnir til að hanna rými frá grunni hefst ferlið á því að taka út rýmið. Síðan er gerð svokölluð þarfagreining þar sem farið er yfir þarfir og óskir verkkaupandans. Þá fer í gang hönnun- arvinna þar sem innanhússarkitektinn leggur fram tillögur um teikningar og efni. Teikningarnar eru síðan unnar, gert aðalskipulag og sérteikningar, þ.e. veggir, loft, lýsing og innréttingar. Loks fylgir innanhússarkitekt- inn verkinu eftir, hefur umsjón með framkvæmdum og samskipti við iðnaðarmenn og tekur verkið út þegar því er lokið,“ segir Ásta. Innanhússarkitektar veita þannig mjög alhliða þjónustu þegar kemur að heimilinu og hanna jafnvel húsgögnin ef þess er óskað. „Það er mjög mikil eftirspurn eftir innanhússarkitektum á Íslandi og hún er alltaf að aukast. Sumir vilja aðeins örlitla ráðgjöf, svona til að skapa réttu stemninguna, og aðrir taka allan pakkann og nýta sér þjónustu innan- hússarkitektsins í gegnum allt ferlið. Auk þess að fylgj- ast vel með nýjungum á byggingarmarkaði eru innan- hússarkitektar með púlsinn á nýjungum í húsbúnaði og fylgjast vel með straumum og stefnum. Ég get lítið sagt um verð á þjónustu innanhússarkitekta því það fer algjörlega eftir umfangi og stærð verkefnis, en það borgar sig örugglega að leita til fagmanneskju. Það eru óendanlegir möguleikar í ráðgjöf okkar,“ segir Ásta og tekur fram að auðvelt er að setja sig í samband við innanhússarkitekta. „Það er hægt að hringja í félag- ið og einnig skoða félagatalið á heimasíðunni okkar, fhi.is. Við getum veitt minniháttar ráðgjöf í gegnum síma og alltaf er hægt að senda innanhússarkitektum skeyti til að finna þann sem getur tekið að sér verk,“ segir Ásta en fólk ætti ekki að hika við að leita sér að- stoðar, sama hve lítið verkefnið er. Rammi úr ljósu rúskinni. 3.690 kr. í Debenhams. Ekkert verkefni of lítið „Það er mjög mikil eftirspurn eftir innanhússarkitektum á Íslandi og hún er alltaf að aukast. Sumir vilja aðeins örlitla ráðgjöf, svona til að skapa réttu stemninguna, og aðrir taka allan pakkann og nýta sér þjónustu innanhússarkitektsins í gegnum allt ferlið.“ ÁSTA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, INNANHÚSSARKITEKT. INNANHÚSSARKITEKTAR Starfssvið: Mjög breitt. Allt frá lítilli þjónustu upp í heilu rýmin sem þarf að hanna frá grunni. Verð: Fer eftir umfangi og stærð verkefna. Hvernig hægt er að hafa samband: Kíkja á félagatal á fhi.is og senda einhverjum póst eða hringja á skrifstofuna, sem er opin frá 10 til 13 á fimmtudögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.