Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.10.2004, Qupperneq 38
Art Nouveu Þessi franska og belgíska framúrstefna í byggingarlist og innanhússarkitektúr frá síðari hluta 19. aldar var viss ádeila á fjöldaframleiðslu iðnvæðingarinnar. Það sem einkennir stílinn er flókin smáatriði og lífræn form en innblástur stílsins var kvenmannsformið, goðafræði og japönsk menning. Art Deco Art Deco er dýrðar- legur stíll í bygging- arlist og innanhúss- arkitektúr. Art Deco hafnar hefðbundn- um klassískum áhrifum en hneigist til straumlínulag- aðra og rúmfræði- legra forma. Notast er við nútíma iðn- tækni og efni. Evrópskur stíll Fágaður og glæsilegur stíll með afskap- lega stórum hlutföllum. Í evrópskum stíl er mikið af skrauti og þægindi sem minna helst á slökunarstað eða snyrti- stofu. Það sem einkennir stíl- inn er hefð- bundið tré- verk, útskornar höggmyndir, flísar og marmaragólf, vandaður frágangur, hvelfingar og tunnuhvelfingarloft, ríkmannleg áklæði, hamrað járn og afslappað andrúmsloft. Litirnir eru þægilegir og lýsing einnig. Skandinavískur stíll Danskir og sænskir hönnuðir bjuggu til þennan stíl til að blása lífið í innan- stokksmuni á tímum dimmu og erfiðra að- stæðna. Skand- inavísk hönnun varð vinsæl um 1930 en nytja- húsgögnin eru mjög létt en samt afskaplega fallega útskorin. Það sem einkennir stíl- inn eru glæsilegar, einfaldar línur ásamt mjúkum sveigjum og efnin eru helst birki, fura og beygður krossviður. Mynstrin í stílnum eru minimalísk, aukahlutirnir fallegir og viðargólfin bera yfirleitt fallega mottu. Feng Shui Feng Shui þýðir vindur og vatn á kín- versku. Feng Shui er listin að skipu- leggja rými sem er rúmlega þrjú þús- und ára gömul og markmiðið er að skapa jafnvægi og samhljóm á milli náttúru og manns. Samkvæmt Feng Shui er allt í náttúrunni tengt; við höf- um áhrif á umhverfið og það hefur áhrif á okkur. Feng Shui kemur einnig reglu á orkuflæði. Heilunartæki Feng Shui eru speglar, vindbjöllur, gæludýr, plöntur, bambusflautur, steinar, litir og lampar. Vindbjöllur og bambusflautur hjálpa fólki til dæmis að uppgötva persónu- lega orku. Litir tákna nærveru og jafn- vægi og suma liti verður að nota á viss- um stöðum. Til dæmis þýðir fjólublár ríkidæmi og blessun, bleikur táknar einkalíf og grár táknar gefanda. Þess vegna er bleikur oftast notaður í svefn- herbergjum. Minimalíski stíllinn Allt er mjög einfalt og litlaust. Brúnn, ljósbrúnn og álíka mjúkir litir eru áberandi. Hlutir notaðir til skreyt- inga verða að vera kubbslegir í formi og einfaldir. Minimalíski stíllinn virkar best á stórum svæðum eins og borðstofu eða galleríum. Með því að nota mjúka brúna tóna með hvítu í her- bergjum verður andrúmsloftið mjög tært og afslappandi. Lýsing er mikilvæg og er létt, hvít lýsing best. Mynstruð gluggatjöld eru ekki við hæfi en gott er að nota litrík nútímamálverk á einfalda veggi til að skapa líflegt andrúmsloft. Sveitastíll Sveitastíllinn er mjög náttúrulegur. Heimili í sveitastíl eru mjög afslappandi og laga sig að þörfum hvers og eins. Sterk og auðhreinsanleg efni eru notuð enda oft gæludýr í húsinu. Allir gluggar eru opnaðir á vorin til að færa ilm vor- blómanna inn á heimilið. Á heimilinu eru handgerð húsgögn úr viði, náttúru- steingólf, teppi úr hreinni ull og glugga- tjöld allt árið um kring. Litirnir eru nátt- úrulegir og æpandi litir aldrei notaðir í þessum stíl. Fersk blóm úr sveitinni eru aukahlutir sem má ekki vanta í sveita- heimilum. Ekkert postulín er að finna á sveitaheimilunum heldur handunnar körfur og pottar. Miðjarðarhafsstíll Húsin í þessum stíl eru mjög stór og fjarri svæðum þar sem harðir vetrar geisa. Veggirnir eru úr steini og glugga- rnir eru úr viði. Húsin eru byggð í kring- um sameiginlegan garð. Á gólfum eru rauðbrúnar flísar, náttúrusteinn, ópúss- aður marmari og fléttaðar strámottur. Miðjarðarhafsstíllinn getur vel keppt við nútíma tækni því hann býður upp á svöl og hrein rými með hjálp náttúru- legra lausn. Bauhaus-stíllinn Bauhaus-form eru einföld, létt og bera engar skreytingar. Vinsæl efni í Bauhaus-stíl eru pípulaga stál, krossvið- ur, leður og plast. Litaspjaldið er tak- markað við svartan, hvítan, brúnan og gráan. Sam- kvæmt hugsjón- um Bauhaus- stíls á hvert hús- gagn að hafa mjög nytsamleg- an tilgang, vera fallegt, ódýrt, langlíft og líka hæft til fjölda- framleiðslu. 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR14 Hönnunarstílar Sæktu innblástur að innréttingu heimilisins í ólíkum stefnum og straumum. [ SNIÐUGT Í BAÐHERBERGIÐ ] Röndótt stórt handklæði. 1.890 kr. í Debenhams. Vanillusápa, body lotion og freyðibað. 1.690 kr. í Debenhams. Blómaljósasería, tilvalin til að lífga upp á baðherbergið. 1.390 kr. í Debenhams. Bleikur úðabrúsi sem er líka með viftu til að lofta um fallegu baðherbergis- blómin. 400 kr. í Tiger. Falleg lukt til að lýsa upp baðherbergið. 200 kr. í Tiger. HEIMILISBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.