Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 39

Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 15 Fallegar flísar í eldhús og á bað Skærgult og hressandi á 16.303 krónur fermetrann í Vídd. Fallegir brúnir tónar á 13.900 krónur fermetrann í Byko. Pínulitlar og marglitar Trend flísar á 16.989 krónur fermetrann í Vídd. Gyllt og hvítt með klassísku yfirbragði á 12.900 krónur fermetrann í Byko. Blátt, brúnt og ljóst á 13.900 krónur fermetrann í Byko. Stórar og veglegar bláar flísar á 4.793 krónur fermetrann í Vídd. „Uppáhaldsheimilistækið mitt er tví- mælalaust blandari sem ég fékk frá systur minni fyrir að passa frændur mína þrjá,“ segir Þóra Tómasdóttir, einn af stjórnendum Ópsins á dag- skrá Sjónvarpsins. Þóra hefur átt í löngu sambandi við blandara og er þetta eitt notadrýgsta tækið á hennar heimili. „Blandara- áhugi minn kviknaði þegar ég fjár- festi í Melissa-blandara, því stórkost- lega heimilistæki, fyrir nokkrum árum. Hann kostaði bara þrjú þús- und krónur í Byggt & Búið í Kringl- unni. Þá áttum við systir mín heima mjög nálægt Kringlunni. Við fórum því í verslunarleiðangur, ég keypti blandarann og við keyptum síðan fullt af vörum til að láta í blandarann góða. Það endaði með því að við keyptum svo mikið að við gátum ekki gengið aftur heim þannig að við þurftum að taka leigubíl. Síðan rúst- aðist sá blandari samt,“ segir Þóra, sem syrgir hann ekki því nú á hún al- vörublandara. „Þessi nýi er úr gleri og svona fullorðins. Ég nota hann mikið til að búa til ískrap og hægt er að blanda mjög góðar margarítur í honum. Þetta er samt æðistæki og ég fæ iðulega æði fyrir blandaranum sem stendur lengi. Ég er í lægð núna en hæðin er á leiðinni.“ Þóra er afskaplega sæl með blandarann sinn enda er hann mjög notadrjúgur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÞÓRA TÓMASDÓTTIR ÞÁTTAGERÐAMAÐUR Blandarinn það besta í búinu HEIMILISBLAÐIÐ Fallegar flísar eru alltaf klassískar og gaman að lífga upp á hversdagsleikann með fallegum litum og formum. Mósaíkflísar eru vinsæll kostur um þessar mundir. Oft er þeim blandað samn við hefðbundnari flísar til að brjóta upp rými. Mósaíkflísar eru vinsælar inn á baðherbergið, fyrir ofan baðið eða í kringum spegil og einnig í eldhúsi við fallega eldhússkápa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.