Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 46

Fréttablaðið - 27.10.2004, Side 46
Hugarangur vegna KB banka Gengi hlutabréfa í breska bankanum Singer and Friedlander hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, lét í það skína að hátt verði dragi úr áhuga KB banka á yfirtöku. Breskir fjölmiðlar velta nú vöngum yfir því hvort KB banki hyggst selja hlut sinn í Singer and Friedlander og hætta við yfir- töku. Í breskum fjölmiðlum er lækk- unin skýrð með því að spá- kaupmenn nenni ekki að bíða eftir ákvörðun KB banka. Margir eru þeirrar skoð- unar að til þess sé leikur KB banka gerður. Burðarás á ríflega 8 prósenta hlut í Singer and Friedlander og urðu þau kaup til að hækka verð á bankanum. KB bankamenn eru ekki búnir að gleyma því að aðkoma Landsbankans að kaupum á FIH kostaði þá nokkra milljarða. Þeir ætla ekki að láta Björgólfsfeðga hækka verð fyrir sér við kaup á Singer and Friedlander. Hollur er heimafenginn... Það vakti athygli sumra á markaði að Greiningar- deild Landsbankans gefur út vogunarráðgjöf á bréf Burðarás. Þar eru fjárfestar kvattir til að hafa Burðarás í markaðsvægi í vel dreifðum hluta- bréfasöfnum. Landsbankinn er stór eigandi í Burðarási og kjölfestueigendur Landsbank- ans ráða um 40 prósenta hlut í Burðarási. Greining Landsbankans er því að mati margra fyrst og fremst naflaskoðun, nema ef líta mætti á hana sem róttæka sjálfsgagnrýni. Greiningardeild Lands- bankans telur þó að sama gildi um bróðurinn Burðarás og flest önnur fé- lög; verðið sé hátt. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.550 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 2.024 Velta: 10.201 milljónir -4,23% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 22 27. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Straumur hagnaðist um ríf- lega 3,1 milljarð á síðasta ársfjórðungi. Forstjórinn segir verkefnastöðuna betri en nokkru sinni fyrr. Fjárfestingarbankinn Straumur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær. Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam 3.141 milljónum króna. Þetta er nokkuð umfram þær væntingar sem greiningar- deildir bankanna höfðu. Það sem af er ári hefur Straumur skilað 6,3 milljarða króna hagnaði. Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums, er mjög ánægður með uppgjörið. „Það hefur tekist á fyrstu níu mánuðum ársins að breikka tekjugrunninn sem bank- inn starfar á,“ segir hann. Hann segir að Straumur hafi búið við töluverðan gengishagnað, eins og aðrar fjármálastofnanir, vegna góðs gengis á hlutabréfa- mörkuðum. Hann segir að aðrir tekjustofnar hafi verið efldir og verði byggðir upp enn frekar á næstunni. „Ég er því algjörlega ósmeykur um framtíðina,“ segir Þórður. Hann segir að rekstur fjárfest- ingarbanka sé að nokkru leyti frá- brugðinn rekstri viðskiptabanka. „Afkoman byggist að nokkru leyti á óreglulegum tekjum, eins og í samrunum og yfitökum fyrir- tækja, en ekki á hefðbundnum út- lánatekjum,“ segir hann. Þórður segir að verkefnastaða fyrirtækisins sé betri nú en nokkru sinni fyrr. Hagnaður Straums er umfram væntingar allra greiningardeilda. Íslandsbanki hafði spá félaginu 3.117 milljón króna hagnaði, KB banki spáði 3.105 milljónum og Landsbankinn 2.945. - þk vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 47,00 -4,67% ... Bakkavör 25,70 -6,20% ... Burðarás 13,60 -2,86% ... Atorka 5,30 -3,64% ... HB Grandi 7,40 -3,90% ... Íslandsbanki 10,85 -4,41% ... KB banki 463,00 - 3,64% ... Landsbankinn 13,40 -6,62% ... Marel 49,40 -3,52% ... Medcare 6,00 -2,44% ... Og fjarskipti 3,66 -1,61% ... Opin kerfi 26,90 +0,75% ... Samherji 12,20 -4,31% ... Straumur 8,80 -8,33% ... Össur 93,50 +0,54% Straumur um- fram væntingar Rekstur Íslandsbanka gekk vel á þriðja ársfjórðungi og skilaði bankinn 3,3 milljörð- um í hagnað. Íslandsbanki græddi tíu milljarða króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins. Hagnaður þriðja ársfjórðungs var 3,3 milljarðar króna og í sam- ræmi við spár greiningardeilda. Bjarni Ármannsson segir niðurstöðuna blöndu af hagstæð- um ytri skilyrðum og góðum rek- stri. „Kröftugur vöxtur hefur ver- ið í efnahag bankans og góður hagnaður af reglulegri starfsemi fyrstu níu mánuðina. Útlit er fyrir að 2004 verði enn eitt metárið hjá Íslandsbanka.“ Hann segir bank- ann stefna að frekari erlendum vexti. Norska fjármálaeftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslands- banka á Kreditbanken. Eignir bankans jukust um 44 milljarða á síðasta ársfjórðungi og munar mestu um 30 milljarða útlánaaukningu. Gengishagnaður skýrir töluverðan hluta hagnaðar bankans. Bankinn hefur hins veg- ar selt og innleyst hagnað af hlutabréfum, meðal annars með sölu á hlut í Straumi fjárfesting- arbanka. Áhætta bankans af sveiflum á hlutabréfamarkaði er því minni en hún var í upphafi árs. -hh Tíu milljarðar í hagnað SH 3,07% Flugleiðir 0,94% Opin kerfi 0,75% Straumur -8,33% SÍF -7,50% Jarðboranir -6,98% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is                        !   "  #  $    #  $   %  &         ' ! ( )    * " "   "   #$ !  ' #    +   , , - !. /00 1232  '%". /00 1433 5                    /  $       !     '  6         #       ! %$    "  713   8 !  "  !  %       9        4/  % 4332        * :    ;" "   "'             ) :   "  " =66) ' >   ! "  # -: %    ,? > 6 @   ' $ %  ) : "@ "  " ?@ = $ @"" " ) 8 >  :@@" & % )  "  ,? *     ' )  "  ,? * A #  ( )!   ) : "@ "  " 9  $ " @) -!  * "" Við vinnslu fréttar um kaup Haga á Skeljungi urðu þau tækni- legu mistök að röng mynd birtist með fréttinni. Með fréttinni átti að birtast þessi mynd af Pálma Haraldssyni og Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni. Baugur Group á um 28 prósent í Högum, en félög tengd Pálma Haraldssyni rúm 27 prósent. ■ MYNDALEIÐRÉTTING ■ VIÐSKIPTI FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRI Hannes Smárason segir Flugleiðir sjá tækifæri í Easy Jet og juku hlut sinn í félaginu í gær. Flugleiðir kaupa meira Flugleiðir juku í gær hlut sinn í breska lággjaldaflufélaginu Easy Jet. Hlutur Flugleiða er nú rúm tíu prósent. Hannes Smárason, stjórnarfor- maður Flugleiða, segir engu við fyrri yfirlýsingar að bæta þegar félagið keypti ríflega átta pró- senta hlut í Easy Jet fyrir nokkrum dögum. Kaupin sýni trú á að þetta sé góð fjárfesting. Flugleiðir sögðu fjárfesting- una til langs tíma og í samræmi við stefnu félagsins að fjárfesta í greinum sem félagið hefði góða þekkingu á. Fyrir eru sterkir kjöl- festufjárfestar í Easy Jet og því ólíklegt að Flugleiðir stefni að yfirtöku félagsins. -hh FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L GOTT UPPGJÖR Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir góðan hagnað bankans sambland af hagstæðum ytri skilyrðum og góðum rekstri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Væntingavísitala Gallup lækkaði milli mánaða. Vísitalan stendur nú í 116,6 stigum og lækkaði um þrettán stig frá fyrri mánuði. Vísitalan hafði fram til þessa hækkað þrjá mánuði í röð. Skýringin kann að vera kennara- verkfallið og það að atvinnuleysi hef- ur ekki minnkað þrátt fyrir hagvöxt. Í kjölfar sölu SÍF á eignarhlut sín- um í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa stjórnarmennirnir Árni Tómas- son og Hjörleifur Jakobsson sagt sig úr stjórn félagsins. SÍF átti ríflega 22 prósenta hlut í SH. Gengi krónunnar lækkaði um 0,62% í gær. Gengisvísitalan sveiflað- ist á bilinu 120,80 til 121,55 í mikl- um viðskiptum. Nokkuð miklar sveiflur hafa einkennt gjaldeyris- markaðinn og hefur gengi krónunnar lækkað um 0,91% það sem af er vik- unni ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Forstjór- inn er ánægður með uppgjörið og telur framtíðina bjarta hjá Straumi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TM UNDIR VONUM Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á þriðja ársfjórðungi var 97 millj- ónir. Greiningardeild KB banka hafði búist við 154 milljóna hagn- aði en greiningardeild Íslands- banka spáði TM 369 milljóna hagnaði. GOTT UPPGJÖR HJÁ ÖSSURI Stoð- tækjaframleiðandinn Össur skil- aði hagnaði upp á 4,7 milljónir Bandaríkjadala á þriðja ársfjórð- ungi. Það samsvarar um 330 milljónum króna. Landsbankinn hafði spáð 3,6 milljóna dala hagn- aði, Íslandsbanki 3,7 og KB banki 3,9. Hlutabréf í Össuri hækkuðu á markaði í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.