Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 49

Fréttablaðið - 27.10.2004, Síða 49
AFMÆLI Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskól- ans í Reykjavík, er 47 ára. Jens Hansson saxófónsleikari, 41 árs. Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri, 56 ára. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, 54 ára. ANDLÁT Þórunn Oddsdóttir, Merkigerði 8, Akranesi, lést 22. október. Auður Eiríksdóttir, Langholtsvegi 122, Reykjavík, lést 23. október. Katrín Andrésdóttir, Árskógum 6, Reykjavík, lést 23. október. Árni Björnsson,læknir, Blátúni 4, Álftanesi, lést 24. október. Halldór Ingólfsson, fyrrv. flugstjóri, lést 24. október. Helga Sveinsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést 24. október. Kristján Björn Guðmundsson, frá Ísafirði, lést 24. október. Björn B. Tryggvason, fyrrv. aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka Íslands, lést 25. október. JARÐARFARIR 11.00 Hilmar Ólafsson, Berjarima 10, Reykjavík verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Gunnar Kristinsson, Reynimel 80, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004 25 Þriðja ljóðabók Rúnu K.Tetzschner er komin út. Í bók- inni, Í samræðum við þig, eru hnit- miðuð smá- ljóð sem flest fjalla um sam- skipti kynj- anna, valda- baráttu, ást og vináttu; ljóð- rænar setning- ar sprottnar úr s a m r æ ð u m skáldsins við s a m f e r ð a - menn daglegs lífs. Í samræðum við þig er gefin út í 125 eintökum og handskreytir Rúna hvert einasta eintak eftir prentun. Jafnframt hefur fyrsta ljóðabók hennar, Kveðja til engils, verið endurprentuð. Hún fjallar um ástvinamissi og hefur hjálpað fólki í sorg. Rúna er sérfræðingur á Þjóð- minjasafni Íslands og starfar sjálf- stætt við ljóðagerð, skrautritun og skreytilist. NÝJAR BÆKUR Verð- sprengja Tilboðin gilda meðan birgðir endast 4.999kr 155/70R13 155/80R13 165/70R13 175/70R13 175/65R14 175/70R14 185/65R14 185/70R14 185/65R15 195/65R15 205/75R15 205/55R16 235/70R16 Dekkja- stærð verð frá kr/stk.ónegld 4.499kr 5.499kr Úlpa 13" 14" 15" 16" hágæða ónegld og negld vetrardekk. Mikið skorin með grófu munstri og nöglum sem henta vel í snjó og hálku. 6.499kr 9.999kr Póstverslun Hagkaupa sími: 568 2255 grænt númer: 800 6680 fax: 568 9330 í Hagkaupum Skeifunni Ekki orð af viti Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjúnkt við KHÍ, fagnaði 60 ára afmæli sínu í ársbyrjun og af því tilefni gaf hann út vísnakverið „Ekki orð af viti“ í vor. Tilefni útgáfunnar var í raun tvöfalt þar sem í ár eru liðin 30 ár frá því fyrsta bók Ragnars kom út. „Ég safnaði vísum sem ég hef ort í gegnum árin saman í kverið en sú elsta er ort þegar ég var í Mennta- skólanum á Akureyri, rétt rúmlega tvítugur upp úr 1960,“ segir Ragnar um vísnaúrvalið. Kverið seldist fljótt upp hjá Ragnari sem er að undirbúa endur- prentun þannig að „Ekki orð af viti“ ætti að verða aðgengilegt á ný á næstunni. Ragnar segir að oftast séu það atburðir líðandi stundar sem verði kveikjan að vísunum en hann lesi þó ekki fréttir og horfi almennt á lífið í gegnum vísnaformið. „Þetta form hefur samt alltaf verið mér afskap- lega nærtækt og ég var byrjaður að yrkja sjö eða átta ára gamall og var tilbúinn með bók tíu ára. Hana eyði- lagði ég svo þegar ég var þrettán vegna þess að mér fannst hún svo léleg. Það er mikil hefð fyrir þessu í fjölskyldunni minni og báðir for- eldrar mínir voru afskaplega mikið fyrir kveðskap.“ Ragnar segir að það sé mesti misskilningur að Íslendingar hafi verið að missa brageyrað og bendir á að gróskan í vísnagerðinni sé mik- il í dag og hún sé að koma aftur sem aldrei fyrr. ■ RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON Hefur tekið saman úrval vísna sinna í kver- inu Ekki orð af viti og lætur ýmsar athuga- semdir fylgja með kveðskapnum. Um vís- una hér til hliðar segir hann til dæmis: „Mikið hefur verið ritað og rætt (og ort) um erótískan dans, eðli hans, tilgang og tilurð. Ég reyndi að gera mér grein fyrir hverjir það væru sem hefðu svona gaman af að horfa á þetta og hvers vegna.“ Aular með óeðli sitt sem eigra hér drekkandi spritt, góna með glýjum að glenntum danspíum - hættir að gera hitt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.