Fréttablaðið - 27.10.2004, Page 53
MIÐVIKUDAGUR 27. október 2004
Óttar Felix Hauksson hjá Zonet-
útgáfunni hefur verið duglegur að
garfa í gömlum upptökum og gef-
ið út margt athyglisvert efni. Nú
eru komnar frá Zonet upptökur
með KK frá árinu 1989 þegar KK
hafði ekki enn sent frá sér efni á
plötu en verið duglegur að leika á
tónleikum við mjög góðar undir-
tektir.
Óhætt er að segja að KK hafi
verið orðinn vel þekktur þegar
hann gaf út fyrstu plötu sína,
Lucky One. Ekki er að undra
þegar maður heyrir þessa nýút-
gefnu plötu með KK sem ber heit-
ið Upphafið. Þarna er á ferð þræl-
skemmtilegur ryþmablús með til-
heyrandi munnhörpu- og þvotta-
brettasólóum. Lögin eru flest í
hressari kantinum og spilagleðin
er ósvikin. Ennfremur er KK einn
allra besti ryþmablússöngvarinn
sem við Íslendingar höfum haft
og er hann í fínum gír á plötunni.
Með KK á plötunni eru félagar
hans í hljómsveitinni Grinders
sem KK starfrækti þegar hann
bjó úti í Svíþjóð. Ennfremur tekur
þátt í helmingi laganna Þorleifur
Guðjónsson sem varð stoð og
stytta KK á næstu árum.
Á plötunni eru mestmegnis lög
eftir aðra, þekkta menn eins og
John Mayall og J.J. Cale. Þó eru
engir margtuggnir slagarar á ferð
heldur lög frá ýmsum tímum
ryþmablúsins eftir bæði aldnar
hetjur og efnilega blúsara. Fræg-
asta lagið er líklega Mystery Tra-
in eftir Junior Parker. Tvö frum-
samin lög eru þó á plötunni; hið
fræga True to You og Going Back
Home, bæði vel flutt.
Pétur Atli Lárusson
Blús í K
KK
UPPHAFIÐ
NIÐURSTAÐA: Lögin eru flest í hressari kantin-
um og spilagleðin er ósvikin. KK er einn af okk-
ar allra bestu ryþmablússöngvurum og er hann
í fínum gír á plötunni.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
!
"
# $
%
&' (
)
! !
!
# !
$
*
!
%#
)'
! +
! %
,
%# ! -
Fyrrverandi söngvari
h l j ó m s v e i t a r i n n a r
Libertines hefur verið
bannaður úr Groucho-
klúbbnum í London fyrir
að eyðileggja nýstárlegt
listaverk sem kostaði heil
100.000 bresk pund.
Doherty reif málmskúlpt-
úrinn úr loftinu sem
hrundi á gólfið og brotn-
aði. Atvikið varð þegar
Doherty, ásamt hljóm-
sveit sinni Baby-
shambles, spilaði á styrktartónleik-
um á laugardaginn. Þegar söngvar-
inn var beðinn um að róa niður tón-
leikagesti neitaði hann og stökk af
litlasviðinu í áhorfendahópinn. Það-
an stökk hann upp og
greip eitthvað, sem hann
hélt vera ódýr skreyt-
ing, sem datt í gólfið og
brotnaði. „Þetta er ekki
stór staður en Babys-
hambles breytti því í líf-
legan tónleikastað. Pete
var út um allt og stökk
út í áhorfendahópinn og
greip í skúlptúrinn sem
brotnaði,“ sagði áhorf-
andi. Eigendur staðarins
voru ekki sáttir með
söngvarann. „Pete fór strax eftir
tónleikana og lét starfsfólkið það
greinilega í ljós að það vill aldrei sjá
hann aftur í klúbbnum,“ sagði heim-
ildarmaður. ■
Þótt hjónakornin Madonna og Guy
Ritchie hafi framleitt eina verstu
mynd síðari tíma stefna þau óðfluga
á að gera nýja mynd saman.
Hjónakornin sendu myndina
Swept Away frá sér fyrir tveimur
árum en hún
hlaut hvorki
náð gagn-
rýnenda né
áhorfenda. Myndin
hreppti meira að
segja fimm verð-
laun á Razzie-
verðlaunahátíð-
inni; versta
l e i k k o n a n ,
versta leik-
stjórnin, vers-
ta myndin,
versta end-
urgerðin og
versta parið
á kvikmynda-
tjaldinu.
Nú ætla
Madonna og
Ritchie hins
vegar aðhefja tök-
ur í London á nýrri
glæpamynd sem
heitir Revolver.
Hjónakornin hafa
fengið Jason Statham
til liðs við sig, en hann
vann meðal annars
með Ritchie að Lock,
Stock And Two Smoking
Barrels og Snatch, sem
og Goodfellas leikar-
ann Ray Liotta.
Madonna hefur
áður unnið með unn-
ustum sínum að kvik-
myndum. Hún lék með-
al annars á móti Sean
Penn í myndinni
Shanghai Surprise
og Warren Beatty í
Dick Tracy. ■
FJÖLHÆF Madonna er ákaflega fjöl-
hæf kona, hefur skrifað bækur, samið
lög og leikið í bíómyndum. Hún hefur
ekki lagt árar í bát þótt illa hafi gengið
síðast þegar hún sendi kvikmynd frá sér.
■ KVIKMYNDIR
■ FÓLK
Madonna og Ritchie
með nýja mynd
Eyðilagði dýrmætt listaverk
PETER DOHERTY Var
mun rólegri í febrúar þeg-
ar hann spilaði fyrir gesti
kaffihússins Bergerac í
París.