Fréttablaðið - 08.11.2004, Side 22

Fréttablaðið - 08.11.2004, Side 22
3MÁNUDAGUR 8. nóvember 2004 flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á spari- fleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að vegg- fóðri á næstunni og innanhúsarki- tektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innan- húsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum veggfóður og möguleika þess. Ingimar hygg- ur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu – veggfóðursbylgjan mun berast hingað. lilja@frettabladid.is Blómaval hefur opnað nýja verslun á 1. hæð í Kringlunni. Verslunin sérhæfir sig í tilbún- um blómvöndum og mun vera með úrval af blómvöndum af öll- um gerðum á boðstólnum. Krist- inn Einarsson, framkvæmda- stjóri Blómavals, segir viðtökur hafa verið góðar og í takt við þá breytingu sem er að verða hér á landi í notkun á afskornum blóm- um. „Það færist sífellt í vöxt að fólk kaupi blóm fyrir sjálft sig og heimilið og afskorin blóm eru sí- gild tækifærisgjöf sem gaman er að gefa án þess að viðtakandinn eigi stórafmæli. Það færist líka í vöxt að ungt fólk á aldrinum 17- 22 ára kaupi blóm. Fólki á þess- um aldri finnst smart að gefa blóm og finnst ákveðinn stíll yfir því.“ Kristinn segir að tískusveifla verði vart í blómum eins og öðru. „Túlípanar hafa verið mjög vin- sælir að undanförnu eftir að hafa nánast horfið í nokkur ár og þá eru gerberur í ýmsum litum vin- sælar um þessar mundir.“ Auk verslunarinnar í Kringlunni er Blómaval með verslanir í Sigtúni 40 í Reykjavík, Eyrarvegi 37 á Sel-fossi, Hafnarstræti 28 á Ak- ureyri og Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ. Starfsfólk Blómavals í Kringl- unni veitir ráðgjöf við val á vönd- um sem bíða tilbúnir í verslun- inni. Auðveldlega má laga vend- ina að óskum hvers og eins. ■ Sérhæfir sig í tilbúnum blómvöndum Blómatorg Blómavals í Kringlunni er komið í jólabúning, en þar er mikið úrval af til- búnum blómvöndum fyrir öll tækifæri. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.