Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 29.11.2004, Qupperneq 21
Jólahreingerningin er framundan hjá þeim sem tíma hafa til, áhuga og orku. Það er ávallt mikið verk að taka allt í gegn og þrífa glugga, veggi og skápa, taka niður glugga- tjöld og annaðhvort þvo þau sjálfur og strauja eða setja í hreinsun. Þetta gera samt margir einmitt á þessum árstíma til að bjóða jólun- um inn í hrein híbýli sín. Sá siður hefur fylgt þjóðinni lengi þótt að- stæður hafi breyst í aldanna og ár- anna rás. Í þjóðháttabók Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili segir m.a. svo: „Víða var til siðs að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin. Menn skiptu um nærföt og stundum var skipt á rúmunum og jafnvel mestu sóðar brutu venjur sínar og voru hreinir og vel til hafðir um jólin. Samkvæmt gamalli þjóðtrú lét Guð alltaf vera þíðviðri rétt fyrir jólin, til þess að fólk gæti þurrkað plögg- in sín fyrir hátíðina og var þessi þurrkur kallaður fátækraþerrir.“ Þeir sem steikja laufabrauð í heimahúsum ættu að láta eldhús- hreingerninguna bíða þar til sú stóraðgerð er yfirstaðin því henni fylgir óhjákvæmilega lykt og fita. Þeim sem eru með efri skápa sem safna fitu og ryki er bent á að til að komast hjá stanslausum stórþrif- um þar uppi er upplagt að setja pappír (t.d. dagblöð) ofan á skáp- ana og skipta um með reglulegu millibili. Þess þarf aðeins að gæta að pappírinn standi ekki fram af! Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upp- hitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. „Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst,“ segir hún og segir raf- magnsarna geta verið einkar eðli- lega með reyk og öðrum arinein- kennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. „Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim,“ segir hún brosandi. Viðarbrennslu- ofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. „Það fer svona dagur í að tengja hann,“ seg- ir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krók- hálsi. Hann selur alls konar fylgi- hluti við arna svo sem neistagrind- ur, trekkspjaldastillingar og ösku- skúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svar- ar hann. „Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar.“ gun@frettabladid.is Hér er verið að þvo ofan af efri skápunum. Þegar því er lokið er upplagt að leggja pappír þar og láta óhreinindin safnast á hann. Það sparar okkur handtök við hreingerningar síðar meir. Jólahreingerningin framundan Léttum okkur störfin með því að hafa pappír ofan á efri skápunum. 4 MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2004 ECC ehf Skúlagötu 17 101 Reykjavík Sími 511 1001 ecc@ecc.is www.ecc.is Kröftugt jónastreymi Bakteríudrepandi útfjólublár lampi Kröftug ryksöfnun Mikill orkusparnaður Lofthreinsitæki hreinsar loftið, eyðir lykt og drepur sýkla Nýtt! Upplýsingar í síma 511 1001 Opið frá 09.00 til 18.00 Leiðrétting Í síðustu viku, fimmtudaginn 25. nóvember, birtist grein á Allt-síð- unum um verslunina Rúm.is. Þar kom fram að verslunin hefði ver- ið opnuð 7. nóvember en það var 4. nóvember. Sonja Þórisdóttir er ennfremur ekki eini eigandi verslunarinnar heldur er Hilda Eichmann það einnig. Að lokum eru rúmin sérsaumuð í verk- smiðjum í Brasilíu en ekki Banda- ríkjunum. Fréttablaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Rafmagnsarinn sem kostar kr. 216.000 í Arinbúðinni. Dina viðarbrennsluarinn með hurð sem kostar kr. 239.900 í Arinbúðinni. Stór viðarofn í Arinhlutum. Verðið er 180.000 kr. Kamína á löngum löppum sem fæst í Arinhlutum og kostar kr. 99.800. Arineldur fyllir húsið af friði og ró Margir eiga eflaust eftir að orna sér við elda frá örnum og kamínum í vetur, njóta þess að hlusta á snarkið og horfa í glæðurnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.