Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 64
22 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
HANDBOLTI Það var líf og fjör í leik
Þórs og Fram í norðurriðli Ís-
landsmótsins á laugardag. Upp úr
sauð í lokin þegar Framarinn
Ingólfur Axelsson braut illa á
Þórsaranum Gorani Gusic. Ingólf-
ur uppskar rautt spjald fyrir vikið
og á leið sinni til búningsher-
bergja stjakaði Ingólfur við leik-
mönnum 3. flokks Þórs sem ögr-
uðu honum. Þá var fjandinn laus
eða eins og heimildamaður Frétta-
blaðsins orðaði það: „Það var allt
vitlaust í Höllinni.“
Leikmenn hópuðust á staðinn
og nokkrir áhorfendur stukku
einnig úr stúkunni til þess að taka
þátt í fjörinu. Tók þó nokkurn
tíma að róa mannskapinn og klára
leikinn en fimm sekúndur voru
eftir af leiknum er Ingólfur braut
á Gusic sem reyndar skoraði þrátt
fyrir brotið og tryggði Þór þar
með jafntefli í leiknum, 28-28.
Sögur fóru af stað þess efnis að
Ingólfur hefði gengið ansi hraust-
lega fram gegn 3. flokks strákun-
um og að hann hefði hreinlega
lamið mann og annan. Það segir
Ingólfur ekki vera alveg rétt.
„Þetta var nú bara þannig að ég
átti færi á að jarða Goran í hraða-
upphlaupinu. Ég ýtti aðeins í
mjöðmina á honum með þeim af-
leiðingum að hann missir aðeins
jafnvægið en hann skoraði samt.
Ég fékk rautt fyrir brotið sem ég
sætti mig alveg við. Goran meidd-
ist ekkert en hann mætir til mín
alveg brjálaður er ég fæ rauða
spjaldið og byrjar að svívirða
mig. Ég sagði honum bara að þetta
væri handbolti og ýtti honum frá
mér,“ sagði Ingólfur og þegar
þarna er komið við sögu er enn
allt rólegt í húsinu en það breytt-
ist er hann reyndi að ganga til
búningsherbergja.
„Strákarnir í 3. flokki Þórs
byrja að ögra mér, þegar ég geng
í átt að klefanum, og stíga fyrir
mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu
en um leið sé ég að allt verður vit-
laust. Ég var sjálfur alveg róleg-
ur. Ég ýti bara í hópinn en lamdi
ekki neinn. Það er af og frá. Mér
finnst líka alveg fáranlegt að
áhorfendur í húsinu geti verið að
labba í veg fyrir mig og ausa yfir
mig svívirðingum þegar ég er á
leið út af vellinum,“ sagði Ingólf-
ur sem er fyrrum KA-maður en
það hefur oft verið grunnt á því
góða á milli Akureyrarliðanna.
Annar fyrrverandi KA-maður
sem einnig leikur með Fram, Arn-
ar Þór Sæþórsson, fékk einnig að
líta rauða spjaldið sem og Þórsar-
inn Bjarni Gunnar Bjarnason.
„Þeir voru eitthvað rífast og voru
ansi heitir. Áhorfendur mættu á
svæðið og héldu í Arnar og Bjarna
og þetta var ansi fjörugt,“ sagði
Ingólfur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem allt verður vitlaust í heima-
leik Þórs í vetur og Einar Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri HSÍ,
segir að Þórsarar hafi fengið að-
vörun fyrr í vetur vegna skipu-
lagningar á heimaleikjum sínum.
„Í umgjörð leikja á að vera gæsla
og það á að passa upp á að svona
lagað gerist. Það eiga að vera
menn til staðar sem hindra það að
leikmenn verði fyrir áreiti á leið
sinni af leikvelli. Það hefur verið
sett út á gæsluna hjá Þór fyrr í
vetur og ég vissi ekki betur en að
þeir hefðu lagað sína hluti. Við
fengum til að mynda skýrslu eftir
leik þeirra gegn KA þar sem talað
var um að gæslan hefði verið í
mjög góðu lagi,“ sagði Einar.
Skapti Hallgrímsson, formaður
handknattleiksdeildar Þórs, varð
ekki vitni að þessum atburðum en
segir hlutina ekkert vera öðruvísi
hjá Þór en annars staðar og segir
Þórsara ekki ætla að grípa til
neinna sérstakra aðgerða. Hann
gefur lítið fyrir ásakanir Fram-
ara. „Þetta er bara della. Svona er
þetta bara alls staðar. Ekki hann-
aði ég þetta hús. Menn hafa áður
fengið rautt hérna án þess að allt
hafi orðið vitlaust eins og Viggó
Sigurðsson sem fékk einu sinni
rautt hérna en settist bara upp í
stúku með krökkunum,“ sagði
Skapti.
henry@frettabladid.is
ÚT AF MEÐ ÞIG VINUR Bjarni Viggósson dómari vísar hér Ingólfi Axelssyni (númer 7) af velli við litla hrifningu Arnars Þórs Sæþórsson-
ar sem fékk að líta sama spjald skömmu síðar. Goran Gusic nálgast Ingólf á myndinni en hann var ekki ánægður með meðferðina sem
hann fékk hjá fyrrverandi KA-manninum
Það var allt vitlaust í Höllinni
Það sauð upp úr í leik Þórs og Fram á laugardag. Þrír leikmenn fengu rautt spjald og áhorfend-
ur blönduðu sér í hasarinn. Framarar eru ósáttir við skipulagningu leiksins og framkvæmdastjóri
HSÍ segir Þórsara hafa fengið aðvörun fyrr í vetur. Þeir vísa ásökunum um skipulagsleysi á bug.
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án
lyfseðils og eru notuð þegar reyk-
ingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum.
Í fylgiseðlinum eru
upplýsingar um: Verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsing-
ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en
lyfin eru notuð, hugsanlegar auka-
verkanir og aðrar upplýsingar.
Til að ná sem bestum
árangri skal ávallt fylgja leiðbeining-
um í fylgiseðli.
Örsmá
tafla
meðstórt
hlutverk
HASAR Það gekk mikið á undir göngunum í lok leiksins og Bjarni dómari heldur hér aft-
ur af Arnari Þór Sæþórssyni en fjöldi manna tók þátt í hasarnum eins og sjá má.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ED
RO
M
YN
D
IR
/Þ
Ó
R
IR
T
RY
G
G
VA
SO
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ED
RO
M
YN
D
IR
/Þ
Ó
R
IR
T
RY
G
G
VA
SO
N
LEIKIR GÆRDAGSINS
Enska úrvalsdeildin
TOTTENHAM–MIDDLESBROUGH 2–0
1–0 Defoe (49.), 2–0 Kanoute (76.).
NEWCASTLE–EVERTON 1–1
1–0 Craig Bellamy (5.), 1–1 Lee Carsley (56.).
LIVERPOOL–ARSENAL 2–1
1–0 Xabi Alonso (41.), 1–1 Patrick Vieira (57.),
2–1 Neil Mellor (90.)
STAÐAN
CHELSEA 15 11 3 1 27–6 36
ARSENAL 15 9 4 2 39–20 31
EVERTON 15 9 3 3 17–12 30
MAN. UTD. 15 7 6 2 19–10 27
MIDDLESBR.15 7 4 4 24–18 25
A. VILLA 15 6 6 3 20–16 24
LIVERPOOL 14 7 2 5 23–16 23
BOLTON 15 6 5 4 22–19 23
NEWCASTLE 15 5 5 5 27–17 20
MAN. CITY 15 5 5 5 19–14 20
PORTSM. 14 5 3 6 18–20 18
CHARLTON 15 5 4 7 17–27 18
TOTTENHAM15 4 4 7 14–17 16
BIRMINGH. 15 2 8 5 12–15 14
FULHAM 15 4 2 9 17–27 14
C. PALACE 15 3 4 8 17–23 13
BLACKB. 15 2 7 6 16–29 13
SOUTHAMT. 14 2 6 7 15–21 12
NORWICH 15 1 9 5 14–25 12
WBA 15 1 7 7 13–28 10
Spænska úrvalsdeildin
REAL BETIS–VILLAREAL 2–1
DEPORTIVO–REAL SOCIEDAD 2–2
MALAGA–ALBACETE 0–2
NUMANCIA–REAL ZARAGOZA 2–1
OSASUNA–SEVILLA 4–1
REAL MADRID–LEVANTE 5–0
VALENCIA–MALLORCA 2–0
Ítalska úrvalsdeildin
INTER–JUVENTUS 2–2
ATALANTA–REGGINA 0–1
BOLOGNA–LECCE 0–0
BRESCIA–PALERMO 0–2
CHIEVO–AC MILAN 0–1
0–1 Hernan Crespo (50.).
LAZIO–CAGLIARI 2–3
MESSINA–FIORENTINA 1–1
SAMPDORIA–PARMA 1–0
Bikarkeppni KKÍ
BREIÐABLIK B.–ÞÓR AK. 51–110
VALUR–UMFG 89–108
KEFLAVÍK B.–STJARNAN 69–74
LEIKNIR R.–BREIÐABLIK 61–97
SKALLAGRÍMUR–ÍR 83–79
KEFLAVÍK–SNÆFELL 102–86
Stigahæstir hjá Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson
27, Anthony Glover 24, Gunnar Einarsson 15,
Nick Bradford 11 (13 frák,/9 stoðs.), Elentínus
Margeirsson 9, Sverrir Sverrisson 6, aðrir færri.
Stigahæstir hjá Snæfell: Desmond Peoples 25
(14 frák.), Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Pierre
Green 16, Hlynur Bæringsson 15 (19 frák.), Pálmi
Sigurgeirsson 10 (9 frák./10 stoðs.).
Liverpool tók öll þrjú stigin á Anfield Road þegar Englandsmeistarar Arsenal komu í heimsókn:
Fleiri stig í súginn hjá meisturum Arsenal
FÓTBOLTI Titildraumar Arsene Wen-
ger og leikmanna hans í Arsenal
dvínuðu enn þegar liðið tapaði á
útivelli fyrir Liverpool en sigur-
markið kom á lokasekúndu í upp-
bótartíma leiksins. Var þar um að
ræða Neil Mellor en unglingurinn
sá var að skora sitt fyrsta mark
fyrir Liverpool í úrvalsdeildinni.
Leikurinn sjálfur var býsna
fjörugur enda var lögð áhersla á
sóknarleikinn hjá báðum liðum.
Liverpool komst yfir með fallegu
marki Xabi Alonso en fyrirliði
Arsenal, Patrick Vieira, jafnaði
fyrir gestina snemma í síðar
hálfleik. Þegar átta sekúndur
voru eftir áður en dómari leiksins
flautaði leikinn af tók Mellor lang-
skot utan af velli sem endaði í net-
möskvum Jens Lehman mark-
varðar.
Liverpool stjórnaði leiknum á
löngum köflum og var ekki að sjá
að Arsenal væri fyrir ofan Liver-
pool á töflunni enda virðast leik-
menn þess enn vera að átta sig á
að löngum sigurkafla liðsins lauk
fyrir allnokkru. Hefur Arsenal að-
eins unnið einn leik af síðustu átta
og er liðið nú fimm stigum á eftir
Chelsea á toppi ensku úrvalsdeild-
arinnar.
Er ljóst að mikið verk bíður
Wengers að endurvekja það
sjálfstraust innan liðsins sem
leikmenn þess höfðu þegar þeir
léku 49 leiki án taps en síðan
Arsenal tapaði fyrir Manchester
United hefur leiðin legið niður á
við og stig hafa tapast gegn ólík-
legustu aðilum á borð við WBA og
Southampton. Á meðan hefur lið
Chelsea tekið við kyndlinum og er
erfitt að sjá það lið sem tekur stig
af þeim bláu meðan þeir leika eins
og sakir standa.
Liverpool á hinn bóginn hafa
glímt við meiðsli og úrslit undan-
farinna vikna ekki verið alveg að
óskum en þessi sigur kemur liðinu
í sjöunda sæti deildarinnar og
þeir eiga leik til góða á liðin í
grenndinni. - aöe
MELLOR STAL SENUNNI
Neil Mellor stal senunni á
Anfield Road í gær þegar
Liverpool lagði meistara
Arsenal, 2–1. Sigurmark
Mellors kom í blálokin.