Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 6
Norðlenska yfirtekur: Slátrað á Höfn LANDBÚNAÐUR Fé verður slátrað á Höfn í Hornafirði í haust en að því er fram kemur í frétt frá Bænda- samtökunum hafa samningar tekist um yfirtöku Norðlenska á slátrun á staðnum. Þar til að yfirtökunni kom stefndi allt í að ekki yrði slátrað á Höfn þar sem Sláturfélagið Búi hafði ekki fengið ábyrgð hjá Byggðastofnun fyrir afurðalánum og gat því ekki hafið slátrun. Nú er hins vegar orðið ljóst að slátrað verður 25 þúsund fjár á Höfn í haust og mun Búi annast slátrun- ina sem undirverktaki Norð- lenska. ■ 6 26. september 2004 SUNNUDAGUR EÞÍÓPÍA, AP Chaltu Jeylu var rænt þegar hún var þrettán ára, henni haldið í gíslingu og nauðgað trekk í trekk þar til hún varð ófrísk. Nauðgarinn var 24 ára karlmaður sem naut aðstoð- ar fjórtán vina sinna við að ræna henni. Tilgangur hans var að fá hana fyrir eiginkonu og sleppa ódýrt frá heimanmundinum sem venja er að eþíópískir brúðgumar borgi foreldrum brúðarinnar. Saga Chaltu er aðeins ein af mörgum í landi þar sem mannrán og nauðganir eru algeng aðferð karlmanna við að ná sér í brúðir. Þetta er ódýr leið til að ná sér í brúði. Í stað þess að borga for- eldrum stúlkunnar andvirði allt að 30.000 króna fyrir að fá að kvænast henni geta menn sloppið með nokkur þúsund króna greiðslu ef þeir ræna stúlkunum fyrst og nauðga þeim. Þar ræður að skömm stúlknanna er svo mikil í samfélaginu að aðrir eru ólíklegir til að vilja kvænast þeim. „Ég elskaði hann ekki. Fyrir mig er mikilvægast að elska þann sem ég er með,“ sagði Chaltu sem flýði frá manninum sem rændi henni, nauðgaði og kvæntist síð- an. Flótti hennar naut ekki skiln- ings fjölskyldunnar, faðir hennar afneitaði henni, sem og aðrir ætt- ingjar og nágrannar. Einungis móðir hennar tók afstöðu með henni en mátti sín lítils. Nú nýtur Chaltu aðstoðar heil- brigðis- og menntakerfisins líkt og margar stúlkur sem hafa mátt reyna það sama og hún og hafa flúið þá menn sem þær hafa verið knúnar til að giftast. Þar verða þær þó einnig varar við fordóma í sinn garð frá þeim sem eiga að hjálpa þeim. „Gæti ég kvænst stúlku sem hefur verið bjargað eftir brott- nám? Nei, það væri of mikil skömm fyrir mig,“ sagði Tsegaye Ayane, næstæðsti embættismað- ur skólaráðsins þar sem Chaltu býr. Meðan stúlkurnar búa við ótta og dekkri framtíð en ella, sumar illa leiknar eftir ofbeldið sem þær hafa verið beittar – eins og hin tólf ára Samara Umare sem er lömuð á vinstri hendi – er ekkert aðhafst til að refsa mönnunum. „Ég vil að honum verði refsað en ég veit ekki hvað gerist,“ sagði hin þrettán ára Alfu Haji Aman sem var nauðgað og kærði ræn- ingja sinn, þvert á ráð foreldra hennar. Hún er ekki bjartsýn á að nauðgara sínum verði refsað. „Siðirnir, hefðin og lögin eru hag- stæð körlunum,“ sagði hún. ■ NEYTENDUR „Gera verður neyt- endavernd hátt undir höfði í samræmi við mikilvægi hennar fyrir almenning og markaðinn. Það verður best gert með því að nýju embætti umboðsmanns neytenda verði falið að fara með neytendavernd,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, í ræðu sinni á þingi Neytendasamtakanna. Hagen Jörgensen, umboðsmað- ur neytenda í Danmörku, flutti einnig erindi á þinginu og rakti mikilvægi slíks embættis, en stofnun þess hér á landi hefur lengi verið baráttumál Neyt- endasamtakanna. „Undir umboðsmann myndu falla ákvæði núverandi sam- keppnislaga um óréttmæta við- skiptahætti, auk nokkurra ann- arra ákvæða laganna,“ sagði Jóhannes. „Einnig myndi um- boðsmaðurinn sinna eftirliti með ýmsum sérlögum á sviði neyt- endaverndar. Þá er eðlilegt að eftirlit með öryggi neysluvöru og markaðseftirlit verði flutt frá Löggildingarstofu til umboðs- manns neytenda.“ Þingið var vel sótt. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvert er forskot Bush á Kerrysamkvæmt síðustu skoðanakönnun Ipsos? 2Hver var starfandi forsætisráðherra áföstudag? 3Hve margir útlendingar luku afplán-un eða voru í fangelsi hér á landi árið 2003? Svörin eru á bls. 30 UMBOÐSMAÐUR NEYTENDA Í DANMÖRKU Hagen Jörgensen, umboðsmaður neytenda í Danmörku, flutti erindi á þingi Neytenda- samtakanna og rakti mikilvægi embættis- ins. Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir stofnun slíks embættis hér á landi. FLÝÐI ÚR NAUÐUNGARHJÓNABANDI Um tveggja mánaða skeið mátti Chaltu Jeylu þola nauðganir af hálfu manns sem vildi kvænast henni. Hún flýði eftir að þau voru gefin saman. Nauðgað af mönnunum sem vilja kvænast þeim Fjölmargar eþíópískar stúlkur hafa orðið fórnarlömb manna sem ræna þeim og nauðga. Nauðgar- arnir fá að giftast stúlkunum án þess að greiða foreldrum þeirra jafn mikinn heimanmund og ella. Kennarar um Einar Odd: Harma ummæli KJARAMÁL Ummæli Einars Odds Krist- jánssonar, þing- manns Norð- vesturkjördæmis, í fjölmiðlum, er hann sagði kenn- ara brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, voru óheppi- leg að mati Kennarasambands Norðurlands vestra og þau voru hörmuð í ályktun frá sambandinu. Þóttu þetta kaldar kveðjur frá þingmanni sem fengi sínar kjara- bætur reglulega frá kjaradómi bar- áttulaust og að löggjafanum væri nær að tryggja sveitarfélögunum þá fjármuni sem þurfi til að geta staðið undir mannsæmandi launum grunnskólakennara. ■ EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON FÓRNARLÖMB MANNRÁNA Fjölda stúlkna hefur verið rænt og þeim nauðgað svo væntanlegir brúðgumar þeirra þurfi ekki að borga foreldrum þeirra jafn mikið og ef þær væru hreinar meyjar. Sumar þeirra hafa flúið eiginmenn sína. Þingi Neytendasamtakanna lauk í gær: Umboðsmaður neytenda nauðsynlegt embætti ,,Siðirnir, hefðin og lögin eru hagstæð körlunum. 06-07 25.9.2004 20:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.