Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 9
Við eigum ekki að telja það mönnum til tekna, að þeir sitji að- gerðalausir hjá, þegar rétt- indi fólks eru brotin. Hæstaréttardómarar eiga að hafa réttlætiskennd Ólafur Hannibalsson ritaði grein í Fréttablaðið í gær til að halda því fram að föður minn, Jón Steinar Gunnlaugsson skorti jafnaðargeð, yfirvegun og heilbrigða dómgreind. Til marks um það tók Ólafur bréf sem Jón Steinar sendi Þorvarði Elíassyni, skólastjóra Verzlun- arskólans. Ólafur Hannibalsson fór ótrúlega vitlaust með for- sögu málsins og sleppir líka mikilvægum atriðum. Ég vona að það sé ekki viljandi gert. Nú er það svo að bréf Jóns Steinars var harðort, en ég get vottað að Þorvarður Elíasson hafði fyrir því unnið. Það var meira að segja nokkuð hófstillt miðað við tilefnið. Hann hafði ítrekað komið fram með slíkum fautagangi gagnvart mér og reyndar öðrum að það er ekki hægt að taka því þegjandi þegar hann sendir ítrekað bréf til systkina minna með boðum um skólagöngu. Auðvitað hefði Jón Steinar ekki ritað á sama hátt um þennan mann opinberlega. Sannleikurinn um hann er slíkur. En Þorvarður ákvað sjálfur að birta bréfið, og getur því lítið kvartað. Ólafi bendi ég á að kynna sér málið. Vegna opinberrar um- fjöllunar um málið birti Jón Steinar grein um aðalatriði þess í DV 29. maí sl. Ólafur mætti kannski lesa hana. Ég býð Ólafi líka að hafa samband við mig, ef hann vill – og ég skal þá líka segja honum það sem ég dirfist ekki að birta opinberlega. Það er skynsamlegra að kynna sér mál, áður en maður tjáir sig um þau opinberlega. Ólafur hefur engar forsendur til að segja að bréf Jóns Steinars hafi verið óviðeigandi. Ég held að í þessu máli komi fram ástæða þess að sumir beita sér af hörku gegn því að Jón Steinar verði skip- aður hæstaréttardómari. Hann stendur með fólki sem er mis- rétti beitt. Hann ver réttlætið. Alltaf. Hann er engin heybrók, eins og svo margir, sem eru alltaf að passa að hafa alla góða og vera þess vegna óumdeildir. Fleiri þyrftu að vera eins og hann. Of mikið óréttlæti við- gengst vegna þess að gott fólk þorir ekki að takast á við það. Ég er ekki sammála þeim, sem virðast telja að hæstaréttar- dómarar eigi helst aldrei að hafa tjáð skoðanir sínar. Við eigum ekki að telja það mönn- um til tekna, að þeir sitji að- gerðalausir hjá, þegar réttindi fólks eru brotin. ■ 9SUNNUDAGUR 26. september 2004 GUNNLAUGUR JÓNSSON UMRÆÐAN HÆSTARÉTTAR- DÓMARAR ,, AF NETINU Næg skotmörk Árið 1951 var bandarískri herstöð troð- ið upp á Íslendinga. Núna er sú herstöð á fallanda fæti en á hinn bóginn fjölgar herstöðvum á vegum Bandaríkjanna og NATO ört á Balkanskaga, við Persaflóa og í Mið-Asíu. Bandarískar hersveitir eru nú í 130 löndum víðs vegar um heim- inn. Þessar herstöðvar eru ekki til komnar að kröfu almennings í þessum löndum. Þvert á móti hefur andstaða við herstöðvar sem Bandaríkin hafa fengið að setja upp í skjóli einræðis- stjórna leitt marga út í vopnaða baráttu og jafnvel hryðjuverk. Þar má nefna her- setu Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu og nú seinast í Afganistan og Írak. Á hverjum degi láta tugir manna lífið vegna þess- arar hersetu. Hryðjuverkamenn framtíð- arinnar eiga næg skotmörk. Sverrir Jakobsson á vg.is/postur Ritningin er alveg skýr Þórhallur [Heimisson] segir nauðsynlegt að kirkjan stökkvi ofan af brúsapallinum og taki afstöðu í málefnum samkyn- hneigðra. Þar er ég honum hjartanlega sammála en bendi á að lendingin er þegar ljós. Ritning kristinna manna er alveg skýr í þessum efnum. Bæði Mósebækur og skrif Páls postula vitna um að samkynhneigð skuli skoðast sem viðurstyggð og gengur Páll meira að segja svo langt að telja þá er leita eigin kyns réttdræpa, um leið og hann kallar þá öllum illum nöfnum aftast í Róm- verjabréfinu. Menn innan kirkjunnar hafa sjálfir bent á að þeir hafi enga heimild frá meintu yfirvaldi sínu á himn- um til að breyta afstöðu sinni. Kirkjan hlýtur því að vera dæmd til að halda á lofti fordómum manna sem opinberuðu ranghugmyndir sínar í þeim árþús- undagamla texta sem kristnir menn hafa alla tíð dýrkað. Birgir Baldursson á vantru.net Vera þakklátir kennurum Þegar kennararnir fara í verkfall er strax skotið á þá og sagt að þeir nenni ekki að vinna vinnu sína. Menn ættu frekar að vera þakklátir kennurum fyrir það starf sem þeir vinna venjulega. Þeir gera ýmislegt meira en að reikna dæmi, tala dönsku eða blaðra um orma í 40 mín- útur. Kennararnir þurfa að vera hin styr- ka stoð nemenda. Þeir eiga að vera góðar fyrirmyndir, hjálpa nemendum að glíma við félagsleg vandamál og leiða þá á rétta braut. Auk þess þurfa þeir að halda uppi félagslífi nemenda og vinna mikla heimavinnu (semja próf, fara yfir verkefni o.s.frv.) til að nemendur læri eitthvað og komi vel undirbúnir í fram- haldsskóla. Og fyrir allt þetta fá margir kennarar innan við 180.000 þó meðal- grunnlaun teljist 210.000-215.000. Björn Reynir Halldórsson á uvg.vg. Ekki allt fallegt á netinu Ekki er allt fallegt á Internetinu. Það held ég að hafi sannast á heldur óhugnanleg- an hátt með því hvernig hryðjuverka- menn í Írak nota netið til að auka á ótta almennings á vesturlöndum. Nú síðast með aftöku á bandarískum gísli, Eugene Armstrong að nafni. Slíkar myndir hafa hins vegar líklega öfug áhrif. Slíkar mynd- ir eru frekar til þess fallnar að auka dóm- hörku og fordóma gagnvart múslimum. Slíkar myndir eru frekar til þess fallnar að fá Vesturlandabúa til að yppta öxlum í skeytingarleysi þegar tölur berast um mannfall meðal Íraka. Og slíkar myndir eru frekar fallnar til þess að fólk fari að hugsa í einföldum lausnum og hætti að sjá heildarmyndina. Jón Einarsson á suf.is 08-09 skodun 25.9.2004 19:30 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.