Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 40
26. september 2004 SUNNUDAGUR24 ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Ólíkt mörgum öðrum finnst mér stofnanir, sama hverjar þær eru, oft á tíðum skemmtilegar. Þær eru vissulega undarlegt fyrir- bæri og þar er margt sem getur farið í taugarnar á fólki. Samt sem áður er ákveðin sjarmi yfir þeim. Þegar ég og konan mín keypt- um okkar fyrstu íbúð þurfti ég að sækja nokkrar stofnanir heim. Þær voru af öllum stærðum og gerðum og þjónustan eftir því. Sú stofnun sem ég tók þó ástfóstri við var sjálfur Sýslumaðurinn sem þinglýsir skjölum – með ein- um stimpli – fyrir tug þúsunda króna. Þar er bara opið milli tíu og þrjú og mikið að gera eftir því. Það var að vísu lítið að gera þegar ég kom þangað, ég var í raun bara eini viðskiptavinurinn. Ég arkaði upp að upplýsinga- borðinu og sagðist þurfa að þing- lýsa láni. Miðaldra kona með gler- augu leit upp og sagði: „Þá verður þú að fara í þinglýsingar,“ og benti í átt að bási nokkrum metr- um frá. Yfir básnum gnæfði stórt skilti sem letrað var á ÞINGLÝS- INGAR. Ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur og tölti þang- að í hægðum mínum. Ég varð þó heldur undrandi þegar konan í upplýsingunum fylgdi mér eftir, hinu megin við afgreiðsluborðið, alveg upp að þinglýsingabásnum. Áttaði mig þá á því að hún ætlaði sjálf að afgreiða mig. Það kom mér því enn meira á óvart þegar hún spurði: „Get ég aðstoð?“. Ég brosti út í annað enda hélt ég að hún væri að gera grín að mér. Sagði henni þó hvert málið væri. Hún stimplaði pappírana og prentaði út kvittanir. Ég spurði hvað það kostaði og hugðist draga upp debetkortið. „Nei, þú verður að borga hjá gjaldkera,“ sagði konan með gleraugun og benti mér í átt að bás sem letrað var á GJALDKERI. Að sjálfsögðu, hugsaði ég með mér og gekk þangað. Konan líka. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON HEFUR TEKIÐ ÁSTFÓSTRI VIÐ SÝSLUMANN. Stofnanir M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Ég heiti Jósteinn! Ég á minn eigin traktor! Hann er rauður! En ég á ekki kærustu! Ég er að leita að dömu… hún má vera hrein mey… og til í að taka þátt í heilagri fórn … Ég er ekki með hár undir höndunum! Sjáiði bara! Allt hreint og fínt! Ég heiti Jói! Ég held með Leeds! Það skipt- ir ekki máli hvað þú gerir… ég er til í hvað sem er! Öhh… ég meina Má ég fá þessa spólu lánaða …ég er að spá í að skoða hana aðeins betur! Allt í góðu! … vona þó að þú hafir gaman af fótbolta! 40-41 (24-25) Skripo 25.9.2004 20:01 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.