Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 14
Það vakti mikla athygli þegar tilkynnt var að Kári Jónasson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hefði verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Áður hafði frést að Kastljósskonurnar, Eva María Jónsdóttir og Svanhildur Hólm, hefðu ráðið sig til vinnu á Stöð 2. Í þessu sambandi hefur jafnvel verið talað um atgervis- flótta frá RÚV. „Í sjálfu sér kom mér það ekki á óvart að Kári skyldi taka boði um að verða rit- stjóri að nýju og útbreiddu dag- blaði,“ segir Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri. „Kári er 64 ára gamall og kemst nú á eft- irlaun hjá Ríkisútvarpinu. Oft hefur verið haft á orði að fólk sem er jafnvel komið yfir fimm- tugt sé varla gjaldgengt á vinnu- markaði þannig að tækifæri Kára er einstakt og mikil áskor- un. Hann hefur unnið drjúgt og gott starf í þágu RÚV í meira en þrjátíu ár. Það er eftirsjá að honum sem góðum félaga og ötulum fréttastjóra. Ég sam- fagnaði honum innilega þegar hann sagði mér frá þessari nið- urstöðu. Hver hefði slegið hend- inni á móti tilboði eins og þessu? Við erum opinber stofnun og verðum að lúta þeim almennu lögmálum sem gilda um samn- ingamál og kjör opinberra starfsmanna. Það er greinilegt að verið er að bjóða fólki eftir- sóknarverðari laun eða önnur kjör á öðrum fjölmiðlum. Því miður stöndum við þeim aðilum ekki snúning í þessum efnum og það hefur komið okkur í koll í samkeppninni. En þetta er ekki ný þróun, það má rekja hana að minnsta kosti 30 ár aftur í tím- ann. Eftir nokkur ár á Sjónvarp- inu fóru ég, Magnús Bjarnfreðs- son og Eiður Guðnason út í póli- tík. Það gerðu líka Árni Gunn- arsson og Stefán Jónsson á fréttastofu Útvarpsins. Síðan varð mikill atgervisflótti í tæknimannageiranum þegar verið var að stofna fyrstu fyrir- tækin sem unnu sjálfstætt að gerð auglýsinga- og sjónvarps- mynda. Kynningarfyrirtæki og fyrirtæki sem notast við kynn- ingarfulltrúa hafa gjarnan sótt fólk inn í þessa stofnun. Stöð 2 og Bylgjan leituðu hingað til að manna sínar stöðvar í upphafi og hafa höggvið í sama knérunn æ síðan. Og með síðustu upp- stokkun sem hefur átt sér stað á fjölmiðlamarkaðnum hefur þetta endurtekið sig. Ástæðan er fyrst og fremst betri laun en ég held líka að fjölmiðlafólk sækist eftir fjölbreytni og hafi þörf og þrá til að breyta til. Þetta sýnir líka hvað aðrir meta mikils að fólk hafi starfað hjá Ríkisútvarpinu. Það eru einstök meðmæli með RÚV. En hæfi- leikaríkt ungt fólk bíður í röðum eftir að vinna að fréttum og dag- skrá fyrir RÚV og á eftir að starfa hér í framtíðinni. Þegar starfsmenn hætta ann- ast starfsmannastjóri svokallað starfslokaviðtal og þar er meðal annars fjallað um það á opinská- an hátt hvað það var sem leiddi til þess að viðkomandi sá ástæðu til að breyta til. Yfir- gnæfandi svör eru á þann veg að betra kaup hafi verið í boði ann- ars staðar og að það væri ábyrgðarleysi gagnvart sjálfum sér og fjölskyldunni að ætla að hafna því. Einnig hefur komið fram að konur í fréttamanna- störfum hafa af einhverjum ástæðum talið að þeirra vegur væri ekki jafn mikill og karl- anna þegar kemur að umsjón og ritstjórn tiltekinna þátta sem tengjast frétta- og dægur- málaumfjöllun. Þetta finnst mér alvarleg ábending og ég hef lagt ríka áherslu á að farið verði ít- arlega yfir þau mál hér. Við megum ekki láta spyrjast um okkur innanhúss eða út á við að ekki sé í öllum atriðum fylgt jafnréttisstefnu Ríkisútvarps- ins.“ Allt pólitíska litrófið Öðru hvoru heyrast gagnrýnis- raddir sem segja að Sjálfstæðis- flokkurinn raði flokksmönnum inn á RÚV. Útvarpsstjóri kippir sér ekkert upp við slíkar full- yrðingar. „Maður getur reiknað með gagnrýni um pólitískt mis- vægi úr öllum áttum. Það er bara háð því hvernig pólitískir vindar blása hverju sinni. En hér innanhúss vita menn miklu betur,“ segir Markús Örn. „Það fólk sem er í viðkvæmustu störfunum, á fréttastofum og í fréttastjórnun, kemur mjög víða að. Allnokkrir eiga rætur í stúd- entapólitík og hafa jafnvel verið í forystustörfum fyrir stjórn- málasamtök og ungliðahreyfing- ar. Þarna er að finna allt póli- tíska litrófið.“ Einn alvinsælasti þáttur á RÚV er Laugardagskvöld með Gísla Marteini. Gísli Marteinn Baldursson hefur afskipti af stjórnmálum og hefur fengið að finna fyrir gagnrýni þeirra sem segja að hann eigi ekki lengur 14 26. september 2004 SUNNUDAGUR Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Sögufrægustu byggingar heimsins og frægustu listaverk endurreisnarinnar og barrokktímans. Jafnframt er Róm ein af háborgum tískunnar og í alla staði heillandi og ógleymanleg heimsborg. Róm18.–22. nóv.Borgin eilífa netverð á mann í tvíb‡li á Hotel Beverly Hills. Flugsæti: 39.960 kr. – skattar innifaldir. 59.960* kr. Ver›dæmi: * Innifali›: Beint flug, skattar, gisting m/morgunver›i í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Ferðir til og frá flugvelli, 1.700 kr. fram og til baka. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 59 17 0 9/ 20 04 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri telur að sýn manna á ótvírætt mikilvægi Ríkisútvarpsins hafi verið að skerpast. Hann segir greinilegt að starfsfólki Ríkisútvarpsins bjóðist eftisóknarverðari laun annars staðar og því hverfi fólk til annarra starfa. Ríkisútvarpið er akkeri „Í hinni miklu umræðu um fjölmiðla sem verið hefur undanfarið lítur fólk til Ríkisútvarpsins sem akkeris. Fólk vill að vegur þess vaxi enn frekar og að það hafi áframhaldandi afl til að sinna þeim verkefnum sem því hafa verið falin.“ Einnig hefur komið fram að konur í fréttamannastörfum hafa af einhverjum ástæðum talið að þeirra vegur væri ekki jafn mikill og karlanna þegar kemur að umsjón og ritstjórn tiltekinna þátta sem tengjast frétta- og dægurmálaumfjöllun. Þetta finnst mér alvarleg ábend- ing og ég hef lagt ríka áherslu á að farið verði ítar- lega yfir þau mál hér. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 14-15 helgin 25.9.2004 21:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.