Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 12
12 21. október 2004 FIMMTUDAGUR FRÖNSK TÁKN Á KÍNVERSKUM HIMNI „Patrouille de France“, listflugsveit franska flughersins, sýndi listir sýnar yfir skemmti- garði í Hong Kong í gær. Sýningin var hluti af hátíðahöldum til minningar um að fjörutíu ár eru liðin síðan Frakkar og Kín- verjar tóku upp stjórnmálasamband. Mikil ólga vegna atkvæðagreiðslu um framtíð landnemabyggða: Fjölga lífvörðum ráðamanna ÍSRAEL, AP Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks for- sætisráðherra og nú. Öryggisgæsl- an um ísraelska ráðherra og þing- menn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brott- hvarf frá Gaza. Áætlun Ariels Sharon forsætis- ráðherra um að leggja niður byggð- ir landtökumanna á Gaza hefur mætt mikilli andstöðu meðal Ísra- ela. Forystumenn landtökumanna og áhrifamiklir trúarleiðtogar hafa lagst hart gegn tillögunum og hafa hörðustu andstæðingar áætlunar- innar sakað Sharon um að vera ein- ræðisherra sem ógni Ísraelsríki. Fastlega er búist við því að þing- ið samþykki áætlun Sharons. Þar ræður mestu að stjórnarandstæð- ingar munu ganga til liðs við hann og vegur það þyngra en sá fjöldi stjórnarliða sem greiðir atkvæði gegn tillögu forsætisráðherrans. ■ Hneyksli skekur danska þingið Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa margoft reynt að tæla til sín unga drengi gegn borgun. DANMÖRK Danski þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur verið úrskurðaður í þrettán daga gæslu- varðhald vegna gruns um kyn- ferðislega misnotkun á 13 ára dreng. Hann er einnig grunaður um að hafa margoft reynt að tæla unga drengi gegn greiðslu og jafnframt að hafa gert tilraunir til þess að kaupa karlmenn til vændis á netinu. Krafist var gæsluvarðhalds til að ganga úr skugga um að Oppfeldt gæti ekki eyðilagt lögreglurannsóknina. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að Oppfelt hafi játað fyrir rannsóknarlögreglu á þriðjudag að hafa haft samneyti við þrettán ára drenginn, en að hann hafi ekki talið að hann væri að gera nokkuð saknæmt. Hann segist hafa haldið að drengurinn hafi verið fimmtán ára. Í gær lýstu lögmenn Oppfeldts því yfir að hann neiti sök við ákærunum gegn honum. „Um- bjóðandi minn er ekki barnaníð- ingur. Hann neitar sök,“ sagði lög- maður Oppfeldts. Lögreglan telur að Oppfeldt hafi komist í samband við unga drengi í gegnum spjallrásir á netinu. Unglingsdrengurinn, sem sakar Oppfeldt um verknaðinn, segir að Oppfeldt hafi tælt sig inn í íbúð hans, þar sem hann hafi haft við sig mök. Oppfeldt var handtekinn á þriðjudag í kjölfar þess að danska þingið aflétti þinghelgi af honum. Þegar fjallað var um gæsluvarð- haldskröfuna fyrir dómi í gær kom í ljós að málið er talsvert um- fangsmeira en talið var í fyrstu. Oppfeldt sagði sig úr Vinstri flokknum á þriðjudag eftir að ásakanirnar komu fram. Hann hefur þó ekki látið eftir sæti sitt á þinginu. Hann gæti átt von á átta ára fangelsisdómi ef hann verður dæmdur sekur fyrir kynferðis- lega misnotkun á ungmenni. Danska lögreglan rannsakar nú fjögur heimilisföng sem tengj- ast þingmanninum. Einnig hefur lögreglan lagt hald á tölvur og tölvupóst í tengslum við málið. sda@frettabladid.is Bandarískir kjósendur: Svartsýnni á efnahaginn BANDARÍKIN Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosn- ingar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Helmingur aðspurðra sagðist telja að efnahagsástandið færi versnandi, fimm prósentustigum meira en fyrir mánuði síðan. Þeim sem töldu efnahaginn á uppleið fækkaði á milli mánaða. Í septem- ber taldi nær helmingur, 47 pró- sent, að framtíðin væri björt en nú eru innan við fjörutíu prósent þeirrar skoðunar. ■ EGG HEIÐARGÆSARINNAR „Egg heiðargæsarinnar minnir okkur þannig á náin tengsl Íslendinga og Skota,“ segir í gjafabréfinu til skoska þingsins. Forseti Alþingis: Gaf Skotum gæsaregg ALÞINGI Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhenti forseta skoska þingsins nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þing- húss. Gjöfin er egg heiðargæsar- innar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum. Í gjafabréfi með gjöfinni segir að viðgangur heiðargæsarinnar sé í höndum Íslendinga og Skota og að egg hennar minni á náin tengsl Íslendinga og Skota. Lista- verkið er eftir Sigurð Guðmunds- son myndlistarmann og hefur því verið fundinn staður í garði skoska þinghússins. - bþe ■ NORÐURLÖND FIMM LÉTUST Fimm létu lífið þegar flutningabíl var ekið í veg fyrir tvo fólksbíla nærri Malmö í Svíþjóð í fyrrakvöld. Tveir full- orðnir og tvö börn létust í bíl sem kviknaði í við áreksturinn og kona í hinum bílnum. Ökumaður flutn- ingabílsins viðurkenndi að hafa verið ölvaður undir stýri. KEPPA UM FYLGIÐ Miðjuflokkur- inn og Jafnaðarmenn, sem mynda saman stjórn Finnlands, mælast báðir með 24 prósenta fylgi í að- draganda sveitarstjórnarkosninga um helgina. Helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist með tuttugu prósenta fylgi. ■ EVRÓPA HÆKKA EFTIRLAUNAALDUR Rússar verða að bíða lengur eftir að fara á eftirlaun ef hugmyndir heilbrigðisráðuneytisins ganga fram. Nú fara rússneskir karlar á eftirlaun sextugir en konur 55 ára. Vegna fjárskorts íhuga stjórnvöld að hækka eftirlaunaaldurinn í 63 ár hjá körlum og 60 ár hjá konum. Meðalaldur karla er 59 ár. RANNSAKA ÞÁTT GRIKKJA Rannsaka verður hvort Grikkir tóku þátt í fjöldamorðum Serba á múslimum í Srebrenica í Bosníu árið 1995, sagði Andras Andri- anopoulos, óháður þingmaður á gríska þinginu. Grískir sjálfboða- liðar börðust með Serbum í borg- arastríðinu í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. SHARON UMKRINGDUR LÍFVÖRÐUM Ísraelska leyniþjónustan óttast tilræði við Ariel Sharon forsætisráðherra. HJÁLPARSTARF Sprengingar og byssuskot kváðu við á öryggis- námskeiði sem Rauði kross Íslands hélt um helgina fyrir sendifulltrúa sína. Á vef Rauða krossins kemur fram að starfsmenn sprengju- deildar Landhelgisgæslunnar, sérsveitar lögreglunnar og sjálf- boðaliðar Rauða krossins hafi lagt sig alla fram um að gera nám- skeiðið sem raunverulegast. „Á síðustu árum hafa hættur sem hjálparstarfsmönnum eru búnar aukist verulega, eins og tölur um árásir á þá sýna. Byssumenn í Írak og Afganistan hafa beint spjótum sínum að starfsmönnum hjálparfélaga jafnt sem frétta- mönnum og öðrum,“ segir í frétt Rauða krossins. Á hverju ári sendir félagið milli 15 og 25 manns til starfa erlendis, suma á átakasvæði. Nú munu til dæmis vera fjórir sendi- fulltrúar Rauða kross Íslands í Súdan, þar sem borgarastyrjöld geisar. Námskeið Rauða krossins sóttu sendifulltrúar auk nokkurra blaða- og fréttamanna. - óká Sérsveitin í sýnikennslu: Skutu í gegnum bíl SÉRSVEIT RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Sérsveitarmenn lögreglunnar í Reykjavík settu gíslatöku og skotárás á svið á námskeiði Rauða krossins og fóru yfir atriði í samningaviðræðum við byssumenn. Með því að skjóta af byssu í gegnum bíl sýndi lögreglan hversu tilgangslaust er að reyna að fela sig á bak við bíla. Kúlurnar fóru í gegn eins og bíllinn væri úr smjöri. FLEMMING OPPFELDT Danski þingmaðurinn hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald vegna ákæru um að hafa misnotað 13 ára dreng kynferðislega. Oppfeldt neitar sök. Morðin í Svíþjóð: Lögregla er engu nær SVÍÞJÓÐ Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðanna á konu og átta ára dreng í Linköp- ing í fyrradag. „Við höfum ekki náð svo langt að við getum sagt að við nálg- umst gerandann,“ sagði Tommy Håkansson lögregluforingi á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að lögreglunni hefðu þó borist vísbendingar sem hún vinnur úr. Hann viðurkenndi þó að lögregla væri engu nær um það nú hver morðinginn væri en hún var í fyrradag. ■ Darfur-hérað í Súdan: Vígamaður dæmdur SÚDAN, AP Einn af leiðtogum ara- bískra vígamanna í Darfur hefur verið dæmdur til þriggja ára fang- elsisvistar. Mohammed Barbary Ahab el-Nabi var fundinn sekur um gripdeildir og íkveikju. Hann er fyrsti leiðtogi Janjaweed víga- manna, sem ofsótt hafa svarta íbúa Darfur, til að verða dæmdur til fangelsisvistar. Súdönsk stjórnvöld greindu frá fangelsun el-Nabi í gær. Talið er að með dómnum vilji Súdanar sýna að þeir taki á ástandinu. ■ 12-13 20.10.2004 19:21 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.