Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 20
20 21. október 2004 FIMMTUDAGUR MEÐ SÓPANA Á LOFTI Bandarískir hermenn hreinsuðu til á vegi nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad eftir sjálfsmorðsárás. Fimm létust, þeirra á meðal maður sem ók bíl hlöðnum sprengiefnum. UMFERÐARÖRYGGI Báðir þeir sem voru í beltum þegar rútan fór út af veginum undir Akrafjalli í fyrradag og endaði á hvolfi sluppu ómeiddir. Sigurður Guð- mundsson landlæknir segir þetta sýna hversu brýnt það sé að fólk fari eftir reglum og spenni beltin. Rútan var ekki á mikilli ferð þegar slysið varð en Sigurður seg- ir samt sem áður mikla mildi að ekki skuli hafa farið verr. Hann segir að kannski þurfi ákveðna hugarfarsbreytingu hjá fólki. Það telji sig kannski vera öruggt í stórum rútum en sú sé alls ekki raunin. „Jafnvel þó að rúta velti á litl- um hraða getur fólk stórslasast ef það er ekki í beltum,“ segir Sigurður. „Það getur fengið höfuð- högg, hálsáverka, lent á öðrum og fengið brjóstholsáverka eða al- varlega kviðarholsáverka. Rúður geta brotnað og þá getur fólk sko- rist alvarlega á stórum æðum á hálsi, í nára og á höndum. Ef fólk telur sig vera öruggara í rútum þá er það fölsk öryggistilfinning.“ - th Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir Farþegum í rútum sem eru útbúnar beltum ber skylda til að spenna beltin. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir óviðunandi að fólk skuli ekki spenna beltin. Dæmin sanni að þau bjargi mannslífum. UMFERÐARÖRYGGI Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðun- andi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veg- inum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðar- stofu. Þórir Bergmundsson, lækn- ingaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. „Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir,“ sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikil- vægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. „Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæru- leysi þegar fólk notar þau ekki,“ segir Sigurður. „Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvik- um að sýna sjálfum okkur þá virð- ingu að vera með beltin spennt.“ Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri far- þegum að spenna beltin. „Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því,“ segir Sigurður. „Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt.“ Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. „Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar,“ segir Sigurður. „Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeg- anna. Það er samt ekki hægt í öll- um gömlum rútum, sem er auðvit- að mjög slæmt.“ trausti@frettabladid.is HERMENN MARSERA Tilmælum er beint til rússneskra yfirvalda um að bregðast við kúgun nýliða. Rússneski herinn: Níðst á nýliðum RÚSSLAND, AP Mannréttindasamtök hafa beint tilmælum til rússneskra yfirvalda um að bregaðast við al- varlegri kúgun nýliða í hernum. Þau halda því fram að tugir nýliða láti lífið vegna slæmrar meðferðar reyndari hermanna og þúsundir verði fyrir varanlegum skaða. Nýliðarnir verða fyrir kerfisbund- inni niðurlægingu, barsmíðum og áreitni frá reyndari hermönnum, sem verður til þess að á hverju ári fyrirfara hundruð nýliða sér og þús- undir flýja úr hernum. ■ HOLLMETI MEÐ BÖRNUNUM Sjávarútvegsráðherra og borgarstjóri gæddu sér á fiski með börnunum á leik- skólanum Sólborg í hádeginu í gær Alþjóðlegi kokkadagurinn: Börn frædd um hollustu MATARÆÐI Matreiðslumenn heim- sóttu í gær 30 leikskóla í Reykjavík og kynntu hollan mat og gott mataræði. „Í tilefni af alþjóðlega kokka- deginum vildum við kynna börnum mikilvægi góðs mataræðis,“ sagði Gissur Guðmundsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara á Ís- landi og Norðurlöndum. Ákveðið var á síðasta alheims- þingi matreiðslumanna (WACS), í Dyflinni á Írlandi í mars, að sam- tökin myndu árlega halda þriðja miðvikudag í október hátíðlegan til kynningar á matreiðslu. - óká www.ih.is fiEIR ERU MÆTTIR! Ekki fara út úr bænum helgina 22.-23. október flví flá frums‡num vi› bíla sem be›i› hefur veri› eftir. N‡r og breyttur NISSAN PATROL og léttur og lipur OPEL ASTRA ver›a hei›ursgestirnir ásamt flér! Kíktu vi› hjá Ingvari Helgasyni a› Sævarhöf›a 2 um helgina. Vi› tökum vel á móti flér. Starfsfólk Ingvars Helgasonar F í t o n / S Í A SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Landlæknir segir að fólk telji sig kannski vera öruggt í stórum rútum en það sé alls ekki raunin. Landlæknir vill breytt hugarfar gagnvart bílbeltum: Hægt að stórslasast þó að rúta velti á lítilli ferð RÚTAN Á HVOLFI Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörutíu manns inn- anborðs fauk út í kant og endaði á hvolfi utan vegar við Akrafjall. SIGURÐUR HELGASON Farþegum ber að spenna beltin. M YN D /E IR ÍK U R KR IS TÓ FE R SS O N Íslenskar vefsíður: Netumferð tryggari TÆKNI Netumferð innanlands á ekki að truflast þó svo að sam- band falli niður við umheiminn eftir að settur var upp nýr spegl- unarbúnaður í Tæknigarði við Dunhaga í Reykjavík. „Hér áður kom fyrir að umferð um sæstreng truflaðist auk þess sem einstakar netveitur hafi misst samband við útlönd vegna bilana. Nú verður breyting á þessu,“ segir Maríus Ólafsson hjá Interneti á Íslandi. - óká Franskir skólar: Túrbanar bannaðir FRAKKLAND, AP Síkar mega ekki ganga með túrbana í almennings- skólum í Frakklandi eftir að ný- legt bann við því að bera sýnileg trúartákn í skólum tók gildi. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að þrír síkar höfðuðu mál eftir að hafa neitað að taka ofan túrbana sína. Menntamálaráðherra, Francois Fillon, skýrði frá því að alls væru 70 dæmi um nemendur sem óhlýðnuðust lögunum. Mest væri um að stúlkur neituðu að fjarlægja höfuðslæður sínar. ■ Menntaskólinn á Egilsstöðum: 25 ára afmæli SKÓLAMÁL Menntaskólinn á Egils- stöðum heldur um þessar mundir upp á 25 ára afmæli sitt. Formleg hátíðarhöld verða á laugardaginn og lýkur þeim með dansleik um kvöldið. Menntaskólinn á Egilsstöðum var stofnaður árið 1979. Frá upp- hafi hafa tæplega þúsund nemend- ur verið brautskráðir sem stúdent- ar og allnokkur fjöldi nemenda af styttri námsbrautum. Rúmlega 370 nemendur stunda nú nám í dag- skóla og nálægt 100 í kvöldskóla. Skó linn er bóknámsskóli en einnig er starfrækt listnámsbraut og íþróttabraut auk nokkurra annarra starfsnámsbrauta. - th 20-21 20.10.2004 18:56 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.