Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 64
Hugleikur Dagsson myndasögu- maður segist alltaf hafa verið heillaður af Godzilla úr fjar- lægð. „Ég hef séð nokkrar myndir en ekki þessar nýjustu í Japan,“ segir Hugleikur. „Ég var mjög hrifinn af einni sem heitir á ensku Destroy All Monsters. Ég var alltaf mjög hrifinn af öllum þessum Godzilla-myndum sem fólu í sér aukaskrímsli sem komu úr geimnum og fljúgandi furðu- hluti. Því meira sem var af slíku í m y n d u n - um, því skemmtilegri voru þær.“ Godzilla-myndirnar eru frek- ar gervilegar og játar Hugleikur að það sé ein ástæðan fyrir áhuga sínum. „Það er líka sér- stakt að hugsa til þess að Godzilla er japanskur og margir segja hann afkvæmi Hiroshima- sprengjunnar. Bæði Godzilla og margar japanskar myndir, t.d. teiknimyndir eins og Akira, eru vísun í sprenginguna miklu í Japan undir lok stríðsins. Það er alltaf verið að vísa í ein- hverja gífurlega tortím- ingu og síðan þessa rosalegu endurfæð- ingu,“ segir hann og bætir við: „Ég myndi segja að Godzilla sé bara Japan. L a n d i ð v a r eyði- lagt í stríðinu og síðan reis það aftur upp. Það saman má segja um Godzilla, hann reis upp úr öskunni eins og Fönix.“ Godzilla-myndin sem gerð var í Hollywood fyrir nokkrum árum hefur fengið misjafnar viðtökur. Hugleikur segist hafa gaman af henni þó hún sé alls ekki besta Godzilla-myndin. „Ég hef alltaf gaman af öllu þar sem einhver stór skrímsli rústa mann- virkjum. Það nægir mér,“ segir hann að lokum. - fb 48 21. október 2004 FIMMTUDAGUR Fimmtíu ár eru liðin síðan fyrs- ta kvikmyndin um skrímslið Godzilla leit dagsins ljós í Jap- an. Af því tilefni fær það stjörnu sína lagða í frægðargangstétt Hollywood þann 29. nóvember. Sama dag verður frumsýnd 28. og síðasta myndin í Godzilla -bálknum, sem ber heitið Godzilla Final Wars. Í henni berjast tíu skrímsli innbyrðis, bæði gömul og ný, innan um skýjakljúfa í París, New York, Shanghaí og Sydney. Ekki er miklum peningi eytt í tölvu- brellur í nýju myndinni því með hlutverk Godzilla fer maður í gúmmíbúningi. „Þessi kvik- mynd á eftir að gleðja marga og koma enn fleirum á óvart, bæði gömlum aðdáendum og nýjum,“ sagði Shogo Tomiyama, for- stjóri Toho, sem framleiðir myndirnar. Godzilla er erfðabreytt, eldspúandi skrímsli sem reis upp úr hafinu eftir mikið kjarn- orkuslys. Tengist uppruni þess kjarnorkutilraun Bandaríkja- manna í Suður-Kyrrahafi snemma á sjötta áratugnum. Eftir hana jókst ótti fólks gríð- arlega um að kjarnorkustyrjöld brytist út. Skrímslið er þekkt sem Gojira í Japan. Nafnið er blanda af orðunum górilla og hvalur í japanskri tungu. Fyrsta Godzilla-myndin kom á hvíta tjaldið í Japan árið 1954; svart/hvít í leikstjórn Ishiro Honda. Telst hún til sígildra kvikmynda í dag. Aðeins átta mánuðir voru þá liðnir frá kjarnorkutilrauninni. Eftir miklar vinsældir skrímslisins í Japan var Godzilla aðlöguð að Hollywood árið 1998 í sam- nefndri mynd með miklum tilkostnaði. Leikstjóri var Ron- ald Emmerich, sem áður hafði leikstýrt hinni gríðarvinsælu Independence Day. Í tilefni af 50 ára afmæli Godzilla verður einnig haldin ráðstefna í Kansas um skrímslið og áhrif þess á umheiminn. Ráðstefnan stendur yfir í þrjá daga. Ekki verður þó bara rætt um skrímslið því einnig verður rætt um alþjóðavæðingu, jap- anska poppmenningu og tengsl Japana og Bandaríkjamanna eftir síðari heimsstyrjöldina. Áhuginn á skrímslinu er gríð- arlegur og til marks um það mun mikill fjöldi fræðimanna víðsvegar að úr heiminum sækja ráðstefnuna. „Ég vil að fólk taki Godzilla alvarlegar en áður,“ sagði Bill Tsutsui, pró- fessor í sögu við háskólann í Kansas og höfundur bókarinnar Godzilla on My Mind. Andrew Kar frá Bandaríkjunum hefur verið aðdáandi skrímslamynda síðan í æsku. „Þegar þú ert 35 ára gamall maður og hefur enn- þá gaman af svona myndum hlýturðu að spyrja þig hvers vegna,“ sagði hann. „Fyrir suma okkar er þetta mjög eðlilegur áhugi en öðrum finnst þessi árátta vera algjörlega út í hött.“ freyr@frettabladid.is Skrímslið Godzilla fimmtíu ára 50 ár eru liðin síðan skrímslið Godzilla hóf að skelfa japanska kvikmyndagesti. Ráðstefna verður haldin í Kansas á næstunni. GODZILLA Hið eldspúandi sjávar- skrímsli, Godzilla, hefur gert allt vit- laust í 28 kvikmyndum í Japan. Ekki er gott að verða á vegi þess því það stígur ofan á allt. Skiptir þá engu máli hvort um háhýsi er að ræða eður ei. Godzilla er Japan HUGLEIKUR DAGSSON Hugleikur segist hafa gaman af stórum skrímslum eins og Godzillu sem ganga um og rústa mannvirkjum. TÍU GODZILLA-MYNDIR: Godzilla (1954) Godzilla, King of the Monsters (1956) King Kong vs. Godsilla (1962) Godzilla vs. the Giant Moth (1964) Godzilla vs. Megalon (1974) The Return of Godzilla (1984) Godzilla vs. Mechagodzilla (1993) Godzilla (1998) Godzilla 2000 (1999) Godzilla Final Wars (2004) 64-65 (48-49) fólk 20.10.2004 21:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.