Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 45
29FIMMTUDAGUR 21. október 2004 Jákvæðar afleiðingar sýndarverkfalla Ragnhildur I. Guðmundsdóttir fer mikinn í grein sinni í Morg- unblaðinu þann 13. október sl. „Sýndarverkfall – Hvað eru menn í alvöru að læra í við- skiptafræðinni?“ Þar er vísað til greinar sem birtist í Fréttablað- inu 29. september. Gott hefði verið ef Ragnhildur hefði lesið greinina með opnum augum og jákvæðni, því það kemur ber- lega í ljós að hún sér hvorki né skilur nema það sem hún vill. Hún er blind af heift og sér eng- ar lausnir. Ég vona að það sé ekki algilt um þá kennara sem í verkfalli eru. Sýndarverkfall er ekki nýtt af nálinni eins og ég get um í fyrri grein minni um sama efni (Fréttablaðið 2. feb. 2004). Sýnd- arverkföll hafa verið reynd bæði á Ítalíu og Bandaríkjunum með afar jákvæðri niðurstöðu, þvert á það sem þessi úrilli kennari gefur sér. Ef kennarar og samninganefnd sveitarfélaga hefðu samið um það áður en kom til verkfalls að fara í sýnd- arverkfall hefði verkfallið ekki staðið í meira en sólarhring því báðir aðilar hefðu séð hag sínum best borgið með því að semja strax. Börnin okkar hefðu ekki orðið saklaus fórnarlömb deilu sem þau skilja lítið í. Því verð ég að biðja Ragnhildi að lesa grein- ina aftur þar sem hún hefur ekki skilið kjarna málsins. Hún veit það vonandi, sem BA í félags- fræði og kennari, að undirstaða alls náms er endurtekning. Svo ég svari spurningunni sem hún setur fram í fyrirsögn- inni sinni þá lærum við meðal annars í Viðskiptadeild Háskóla Íslands að breytingar eru nauð- synlegar og í raun eini vottur lífs. Við þurfum vöxt til að örva fólk til dáða svo að fyrirtæki skili hagnaði og tryggi stöðug- leika. Stöðugleikinn verður ekki stöðugur án breytinga, nýjunga og frjórrar hugsunar. Við verð- um að fagna og taka á móti breytingum á jákvæðan hátt. Aðrar spurningar sem Ragnhild- ur setur fram í grein sinn eru ekki svara verðar. Þær lýsa gam- aldags viðhorfum og kreddum. Ég vona að Ragnhildur sé mér sammála að verkfallsvopn- ið er úrelt fyrirbrigði. Þeir sem tapa mestu á kennaraverkfalli eru börnin okkar. Kennarar og sveitarfélögin „hagnast“ á verk- fallinu. Þetta verkfall er búið að kosta börnin okkar of mikið og eftir síðustu fréttum að dæma á það eftir að kosta enn meira. Þolinmæði foreldra og barna er að bresta. Vitleysan heldur áfram þar sem samningsaðilar tala ekki saman. Við foreldrar hljótum að spyrja hvort réttir aðilar séu við borðið hjá þessum aðilum? Hvað vita þeir í dag sem þeir vissu ekki fyrir fjórum vikum? ■ BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN KRISTINN ÞÓR JAKOBSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR OG FAÐIR SKRIFAR UM KENNARADEILUNA Ef kennarar og samninganefnd sveitarfélaga hefðu samið um það áður en kom til verkfalls að fara í sýndar- verkfall hefði verkfallið ekki staðið í meira en sólarhring því báðir aðilar hefðu séð hag sínum best borgið með því að semja strax. ,, Einkaskólar Auðvitað væri það skynsamlegt hjá kenn- urum að styðja það að einkaskólum á grunnskólastigi fjölgaði. Þá þarf náttúrlega að gæta þess að þeir sem reka skólana séu alvörumenn sem hafi metnað og getu til þess að reka skólana, en ekki einhverjir sértrúarhópar eða svipuð jaðartilvik. Með virkum einkarekstri væri kominn raunveru- legur samanburður í launum við markað- inn. Mér finnst ólíklegt að kennarar sam- sinni þessu upp til hópa. Þeir vilja halda áfram að vera opinberir starfsmenn. Þang- að vill klárinn sem hann er kvaldastur. Benedikt Jóhannesson á heimur.is Lögfesting jafnréttis Staðreyndirnar eru þær að hvað eftir annað eru tækifæri til að ráða hæfar konur til hárra stjórnunarstaða hjá hinu opinbera látin ónotuð og alltaf þykjast menn hafa einhverjar faglegar ástæður til að snið- ganga konurnar. Á vinnustöðum ríkir oft klíkuskapur þar sem strákarnir drekka sam- an og klappa hver öðrum og inn í þær klík- ur eiga konur ekki möguleika á að brjótast. Auðvitað er ekki hægt að skipa litlu heild- sölufyrirtæki að ráða konu sem fram- kvæmdastjóra en hið opinbera verður að sýna betra fordæmi. Þegnarnir þurfa að þola ýmis valdboð og afskiptasemi hins op- inbera og mér virðist að lögfastara jafnrétti væri ekki meiri frelsisfórn en margt annað. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com Hreint loft og frjálshyggja Varðhundar einstaklingsfrelsisins, frjáls- hyggjumenn, vilja meina að það sé ekki réttur einstaklingsins að geta andað að sér hreinu lofti inni á þeim stöðum sem ætlað- ir eru almenningi, s.s. kaffihúsum. Nýlega skrifaði Hulda Sigrún Haraldsdóttir grein á heimasíðu frjálshyggjufélagsins þar sem hún ber saman sögu af innbrotsþjófi, sem braust inn til fólks í Bandaríkjunum, við brot á rétti veitingahúsaeigenda. Þannig fór með þjófinn að eina nóttina skreið hann inn um illfæran glugga á íbúð, fótbraut sig og lögsótti húsráðanda fyrir slæmt aðgengi að glugganum hans og vann málið. Dagur Snær Sævarsson á murinn.is Hvar voru friðarsinnarnir? Og þá er það spurningin, hvar voru ís- lenzkir friðarsinnar á meðan að á þessu stóð? Hvers vegna mótmæltu þeir ekki veru rússnesku herskipanna fyrir austan landið? Þetta fólk er iðið við að andskot- ast út í NATO og þá ekki sízt ef hingað koma herskip frá því. En nú heyrðist ekk- ert í því, ekki bofs! Hvernig væri að menn hefðu nú verið aðeins sjálfum sér sam- kvæmir og fjölmennt fyrir utan rússneska sendiráðið og mótmælt? Þetta þýðir ein- faldlega að maður mun taka enn minna mark á þeim en áður næst þegar þeir mótmæla komu herskipa á vegum NATO til landsins. Svo mikið er víst. Hjörtur J. Guðmundssoná ihald.is Þarf ekki kjölfestufjárfesti Það er stefna framsóknarmanna að ríkið eigi ekki að eiga í fyrirtækjum sem eru í samkeppnisrekstri og það er því einboð- ið að selja Símann þar sem búið er að tryggja, að mestu, samkeppni á síma- markaði hérlendis.ÝEn það er eðlilegt að skoða með hvaða hætti Síminn verður seldur og hvort ekki sé rétt að selja hann til einstaklinga og minni fjárfesta. Það er ekkert í rekstri Símans í dag sem kallar á sérstakan kjölfestufjárfesti og því alger- lega ástæðulaust annað en að setja hluti ríkisins í Símanum á almennan markað. G. Valdimar Valdemarsson á timinn.is 28-45 (28-29) umræða 20.10.2004 16:36 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.