Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 63
Í fyrra fengu slagsmálahundar góðan skammt þegar Def Jam Vendetta kom út enda ferskur vindur í slagsmálageiranum þar á ferð. Hér til dóms er Def Jam: Fight for NY og er hann algjör hnefafylli af sprengikrafti. Leik- urinn samanstendur af 40 banda- rískum rapphetjum á borð við Snoop Dogg, Ice-T, Ludacris, Met- hod Man og Busta Rhymes. Leikurinn býr yfir fimm bar- dagastílum (Kung-fu, götuslagur, sparkbox, glíma og fantabragða- stíll) og tíu mismunandi leikað- ferðum. Sem sagt nóg að gera. Aðall leiksins er söguferðin „story mode“ en þar þarf spilar- inn að búa til sinn eigin karakter og ganga svo í lið með höfuð- paurnum D-Mob sem færir þér peninga og reynslu gegn því að þú berjist fyrir hann á móti höfuð- andstæðinginum (Snoop Dogg) og hans gengi. Fyrir sigur í slagsmál- um fær spilarinn reynslustig sem eru nýtt í æfingasalnum þar sem rokkarinn Henry Rollins sér um þjálfunina. Spilarinn þarf að sjálfsögðu að líta vel út og því getur hann eytt peningum sínum í fataverslun, tattústofu, hárgreiðslustofu eða skartgripaverslun. Söguferðin opnar líka fyrir fleiri karaktera, lög og brögð. Leikurinn er mjög ofbeldisfull- ur og er mikið lagt upp úr and- rúmsloftinu. Skítugir bardaga- vellir, hvort sem það eru klúbbar, búr eða lestarstöð, passa vel fyrir bardagana. Fjöldi stiga ákvarðast af því hversu flottur bardaginn er, þ.e. að áhorfendur fái eitthvað fyrir sinn snúð. Rothöggið fæst oftast með svokallaðri „Blaze“-tækni en spilarinn gætur ræst „Blaze“ þeg- ar úthaldsmælirinn í leiknum nær hámarki. Leikurinn er mjög flottur og spilar rapptónlistin mikla rullu. Framsetningin er í fínu lagi með andlitsdrætti rapparanna vel út- færða og raddsetning kappanna gerir hann raunverulegan. Þessi leikur mun fullnægja þörfum slagsmálahunda hvort sem þeir fíla rapparana eða ekki því það er frábær skemmtun að flengja t.d. Sean Paul eða Fat Joe. franzgunnarsson@hotmail.com FIMMTUDAGUR 21. október 2004 HELGARTILBOÐ FIMMTUDAGUR – FÖSTUDAGUR – LAUGARDAGUR – SUNNUDAGUR barnaskór – dömuskór – herraskór 2.490,- áður 3.990 str 36-42 2.490,- áður 3.990 brúnir str 36-42 3.990,- áður 4.990 gráir str 39-46 4.990,- áður 6.990 svartir, brúnir str 41-46 2.490,- áður 3.490 str 36-42 1.990,- áður 3.990 rauðir, gráir str 28-35 3.990,- áður 5.990 svartir str 41-46 3.990,- áður 5.990 svartir str 41-46 Kringlan S. 568 6211 Skóhöllin Hafnarfirði S. 555 4420 Glerártorg, Akureyri S. 461 3322 Vivendi Universal hefur nú festdagsetningu á útgáfu Half Life 2. Leikurinn eftirsótti kemur í verslanir um allan heim þann 16. nóvember næstkomandi. Bruce Hack, forstjóri Vivendi, segir leikinn hafa farið fram úr öllum væntingum fyrirtækisins varðandi grafík, leikjavélina og fyrstu persónu spilunina sem setur nýjan staðal fyrir leikjageirann. Hann hefur einnig trú á að leikurinn verði sá mest seldi síðan leikjaframleiðsla hófst. Upplýsingar um leikinn eru enn af skornum skammti en hann á að gerast nokkru eftir fyrsta leikinn í Austur-Evrópu, aðallega í borg að nafni City 17. 32 spilarar munu geta spilað leikinn á netinu. Leikurinn hef- ur nú þegar rakað inn fjöldann allan af verðlaunum á leikja- og tæknisýn- ingum og tölvuleikjamiðlar hafa aus- að lofi yfir Half Life 2. Það má búast við miklum hasar við útgáfu leiksins þar sem milljónir spilara bíða óþreyjufullar eftir fyrstu eintökunum. Annar stór fyrstu persónu skotleik-ur er einnig á leiðinni en það er Halo 2 fyrir Xbox-leikjavélina. Halo 2 mun lenda á jörðinni þann 11. nóv- ember og ætti því að hita vel upp fyrir Half Life 2. Genabreytti súper- hermaðurinn Master Chief þarf að bjarga jörðinni þar sem yfirvofandi Covenat-ógn steðjar að plánetunni. Master Chief mun hafa aðgang að fleiri vopnum og farartækjum til að verja heimaplánetuna og ný grafíkvél mun tryggja að umhverfið verði enn raunverulegra. Fjöldaspilunin í leikn- um mun hafa mun meira vægi enda aðall leiksins. Íslenskir spilendur hafa nú góða ástæðu til að tengjast Xbox Live og berjast á netinu. Samkvæmt vefsíðunni Xbox.is er ódýr kostur að tengjast Xbox Live því samkvæmt mælingum hjá Og Vodafone kostar ca 2,5 krónur að spila í tvær klukku- stundir. Hnefafylli af sprengikrafti DEF JAM: FIGHT FOR NEW YORK VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 FRAMLEIÐANDI: AKI CORPORATION ÚTGEFANDI: ELECTRONIC ARTS NIÐURSTAÐA: Hörku slagsmálaleikur sem bragð er af. Fullt af möguleikum og tækifæri til að flengja uppáhaldsrapparann eða þann sem þú diggar ekki. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN TÖLVULEIKJAMOLAR 62-63 (46-47) fólk 20.10.2004 19:42 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.