Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 25
25FIMMTUDAGUR 21. október 2004 Norðurlöndin: Fæðingum fjölgar FÓLKSFJÖLDI Fæðingum í norrænu ríkjunum fimm hefur fjölgað tals- vert á milli ára en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Fyrir voru fæðingar fleiri á Norðurlöndum en í öðrum ríkjum í Evrópu og séu fæðingartölur frá árunum 2002 og 2003 bornar saman kemur í ljós að forskot norræna kvenna er að aukast. Íslenskar konur bera af í þessum efnum sem fyrr. Þetta kemur fram í Norrænum hagtöl- um 2004 sem út komu í gær. Ólöf Garðarsdóttir, á Hagstofu Íslands, segir margar skýringar liggja að baki. Ein er sú að þar sem fólksfjöldi á Norðurlöndum vex stöðugt fjölgar fæðingum í sam- ræmi við það. Séu tölur um frjó- semi skoðaðar, þ.e. fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu, má greina örlitla aukningu á öllum Norðurlöndunum, sérstaklega í Svíþjóð. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fæðingar á Íslandi eru fleiri en víð- ast hvar. Viðhorf til barneigna er almennt jákvætt hérlendis og ís- lenska velferðarkerfið hefur gert konum kleift að eignast börn á meðan þær taka þátt í atvinnulíf- inu. Íslenskar konur eignast að jafn- aði tvö börn á lífsleiðinni. Í fyrra fæddust 4.146 börn á landinu, sam- anborið við 4.056 árið áður. -shg H öf un da rr ét tu r © 2 00 4 N ok ia . A llu r ré tt ur á sk ili nn . N ok ia o g N ok ia C on ne ct in g Pe op le e ru s kr ás et t vö ru m er ki í ei gu N ok ia C or po ra tio n. B lu et oo th e r sk rá se tt v ör um er ki í ei gu B lu et oo th S IG , I nc . Einfaldleiki. Einfalda›u samskiptin. fiú notar handfrjálsan Bluetooth me› Nokia 6230 me›an flú skrifar tölvupóstinn, lítur í dag- bókina e›a drekkur kaffi›. Allt í flægilegum og glæsilegum síma. Njóttu fless. www.nokia.com Njóttu hans. ráðast á starfsmenn Rauða krossins eða þeir eru skotmörk þá eru þeir auðvitað ekki sendir á vettvang. Hins vegar er þörfin fyrir aðstoð oft mest þar sem ör- yggi er hvað ótryggast og því verða hjálparstarfsmenn eðli málsins samkvæmt að vinna við slíkar aðstæður. Galdurinn er að finna jafnvægið í þessum efn- um,“ segir Þórir. Engir Íslendingar eru að störfum í Írak á vegum Alþjóða Rauða krossins í dag. Morð í Afganistan Vorið 1992 var 39 ára gamall ís- lenskur hjúkrunarfræðingur, Jón Karlsson að nafni, skotinn til bana í Afganistan þegar hann var þar við störf á vegum Rauða krossins. Þessi hörmulegi atburður gerðist í bænum Mayden Shar sem er um þrjátíu kílómetra utan við Kabúl en þar var Jón á ferð að ná í særða menn og flytja þá til höfuðborgar- innar. Án nokkurs tilefnis hóf maður nokkur sem staddur var á vettvangi skothríð og lést Jón samstundis en samstarfsmenn hans sakaði ekki. Þetta atvik er án efa það alvarlegasta sem sendi- fulltrúar Rauða kross Íslands hafa lent í. Gínandi byssukjaftar Þorkell Diego Þorkelsson hefur starfað sem sendifulltrúi víða um heim og sá á sínum tíma um að skipuleggja alla flutninga fyrir Rauða krossinn á Balkanskaga. Hann hefur nokkrum sinnum komist í hann krappann en sem betur fer hefur aldrei farið illa. Þorkell telur að virðingin fyrir starfsfólki Rauða krossins fari minnkandi með árunum og að- stæður þess verði hættulegri í samræmi við það. Fyrir um áratug síðan var Þor- kell á ferð í bíl í Júgóslavíu með tveimur túlkum. Þeir spurðu til vegar en áttuðu sig of seint á því að um hermenn var að ræða sem gættu vegar að fangabúðum. Her- mennirnir brugðust ókvæða við og tóku að brjóta rúður bílsins og allt í einu sér Þorkell einn þeirra standa fyrir framan bílinn með stóran riffil og hleypa af nokkrum skotum. Þorkell náði að bakka bílnum og á endanum að koma sér á brott án þess að neinn særðist. Í annað skipti var Þorkell á ferð um Sierra Leone og „var tek- inn í karphúsið,“ eins og hann seg- ir sjálfur. Þá var hann í bíl sem æstur múgur gerði aðsúg að. Reyndi múgurinn að draga Þorkel út en sem betur fer héldu sam- ferðamenn hans honum trausta- taki. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði fólkið náð að draga Þorkel út. ■ KONUNGUR SNÝR HEIM Norodom Sihamoni sneri í gær heim frá Kína til að taka við embætti konungs Kam- bódíu í kjölfar afsagnar föður síns, Norodom Sihanouk konungs. Sihamoni var kjörinn konungur í síðustu viku en hef- ur verið með föður sínum í Kína þar sem hann hefur verið undir læknishendi. KRÍLIN HAFA SJALDAN VERIÐ FLEIRI Fæðingatíðni er hærri og frjósemi meiri á Norðurlöndunum en annars staðar í Evrópu. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON OG GUÐ- BJÖRG SVEINSDÓTTIR Aldrei verður fyllilega hægt að tryggja ör- yggi starfsmanna hjálparsamtaka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 24-25 20.10.2004 16:00 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.