Fréttablaðið - 21.10.2004, Side 25

Fréttablaðið - 21.10.2004, Side 25
25FIMMTUDAGUR 21. október 2004 Norðurlöndin: Fæðingum fjölgar FÓLKSFJÖLDI Fæðingum í norrænu ríkjunum fimm hefur fjölgað tals- vert á milli ára en það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Fyrir voru fæðingar fleiri á Norðurlöndum en í öðrum ríkjum í Evrópu og séu fæðingartölur frá árunum 2002 og 2003 bornar saman kemur í ljós að forskot norræna kvenna er að aukast. Íslenskar konur bera af í þessum efnum sem fyrr. Þetta kemur fram í Norrænum hagtöl- um 2004 sem út komu í gær. Ólöf Garðarsdóttir, á Hagstofu Íslands, segir margar skýringar liggja að baki. Ein er sú að þar sem fólksfjöldi á Norðurlöndum vex stöðugt fjölgar fæðingum í sam- ræmi við það. Séu tölur um frjó- semi skoðaðar, þ.e. fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu, má greina örlitla aukningu á öllum Norðurlöndunum, sérstaklega í Svíþjóð. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fæðingar á Íslandi eru fleiri en víð- ast hvar. Viðhorf til barneigna er almennt jákvætt hérlendis og ís- lenska velferðarkerfið hefur gert konum kleift að eignast börn á meðan þær taka þátt í atvinnulíf- inu. Íslenskar konur eignast að jafn- aði tvö börn á lífsleiðinni. Í fyrra fæddust 4.146 börn á landinu, sam- anborið við 4.056 árið áður. -shg H öf un da rr ét tu r © 2 00 4 N ok ia . A llu r ré tt ur á sk ili nn . N ok ia o g N ok ia C on ne ct in g Pe op le e ru s kr ás et t vö ru m er ki í ei gu N ok ia C or po ra tio n. B lu et oo th e r sk rá se tt v ör um er ki í ei gu B lu et oo th S IG , I nc . Einfaldleiki. Einfalda›u samskiptin. fiú notar handfrjálsan Bluetooth me› Nokia 6230 me›an flú skrifar tölvupóstinn, lítur í dag- bókina e›a drekkur kaffi›. Allt í flægilegum og glæsilegum síma. Njóttu fless. www.nokia.com Njóttu hans. ráðast á starfsmenn Rauða krossins eða þeir eru skotmörk þá eru þeir auðvitað ekki sendir á vettvang. Hins vegar er þörfin fyrir aðstoð oft mest þar sem ör- yggi er hvað ótryggast og því verða hjálparstarfsmenn eðli málsins samkvæmt að vinna við slíkar aðstæður. Galdurinn er að finna jafnvægið í þessum efn- um,“ segir Þórir. Engir Íslendingar eru að störfum í Írak á vegum Alþjóða Rauða krossins í dag. Morð í Afganistan Vorið 1992 var 39 ára gamall ís- lenskur hjúkrunarfræðingur, Jón Karlsson að nafni, skotinn til bana í Afganistan þegar hann var þar við störf á vegum Rauða krossins. Þessi hörmulegi atburður gerðist í bænum Mayden Shar sem er um þrjátíu kílómetra utan við Kabúl en þar var Jón á ferð að ná í særða menn og flytja þá til höfuðborgar- innar. Án nokkurs tilefnis hóf maður nokkur sem staddur var á vettvangi skothríð og lést Jón samstundis en samstarfsmenn hans sakaði ekki. Þetta atvik er án efa það alvarlegasta sem sendi- fulltrúar Rauða kross Íslands hafa lent í. Gínandi byssukjaftar Þorkell Diego Þorkelsson hefur starfað sem sendifulltrúi víða um heim og sá á sínum tíma um að skipuleggja alla flutninga fyrir Rauða krossinn á Balkanskaga. Hann hefur nokkrum sinnum komist í hann krappann en sem betur fer hefur aldrei farið illa. Þorkell telur að virðingin fyrir starfsfólki Rauða krossins fari minnkandi með árunum og að- stæður þess verði hættulegri í samræmi við það. Fyrir um áratug síðan var Þor- kell á ferð í bíl í Júgóslavíu með tveimur túlkum. Þeir spurðu til vegar en áttuðu sig of seint á því að um hermenn var að ræða sem gættu vegar að fangabúðum. Her- mennirnir brugðust ókvæða við og tóku að brjóta rúður bílsins og allt í einu sér Þorkell einn þeirra standa fyrir framan bílinn með stóran riffil og hleypa af nokkrum skotum. Þorkell náði að bakka bílnum og á endanum að koma sér á brott án þess að neinn særðist. Í annað skipti var Þorkell á ferð um Sierra Leone og „var tek- inn í karphúsið,“ eins og hann seg- ir sjálfur. Þá var hann í bíl sem æstur múgur gerði aðsúg að. Reyndi múgurinn að draga Þorkel út en sem betur fer héldu sam- ferðamenn hans honum trausta- taki. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði fólkið náð að draga Þorkel út. ■ KONUNGUR SNÝR HEIM Norodom Sihamoni sneri í gær heim frá Kína til að taka við embætti konungs Kam- bódíu í kjölfar afsagnar föður síns, Norodom Sihanouk konungs. Sihamoni var kjörinn konungur í síðustu viku en hef- ur verið með föður sínum í Kína þar sem hann hefur verið undir læknishendi. KRÍLIN HAFA SJALDAN VERIÐ FLEIRI Fæðingatíðni er hærri og frjósemi meiri á Norðurlöndunum en annars staðar í Evrópu. ÞÓRIR GUÐMUNDSSON OG GUÐ- BJÖRG SVEINSDÓTTIR Aldrei verður fyllilega hægt að tryggja ör- yggi starfsmanna hjálparsamtaka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 24-25 20.10.2004 16:00 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.