Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 54
GOLF „Ef við komum heim með skottið á milli lappanna getum við engum um kennt nema sjálf- um okkur,“ segir Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr Golf- klúbbi Suðurnesja. Örn er einn þriggja íslenskra keppenda á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Puerto Rico í lok mánað- arins. Örn Ævar fullyrðir að þangað eigi Íslendingar fullt erindi og ekki sé verra að í þetta sinn verði farið fyrr út en endranær og því verði undirbún- ingur liðsins með betra móti en verið hefur en liðið mun nota vikurnar fram að mótinu til æfinga í Orlando í Flórída. „Við erum allir í toppformi og höfum allir verið að spila með besta móti undanfarið. Þarna eru aðstæður ólíkar því sem við eigum að venj- ast en á móti kemur að við förum fyrr út og ættum að vera hundrað prósent tilbúnir til keppni þegar þar að kemur.“ Auk Arnar Ævars fara til kepp- ni Sigmundur Einar Másson frá GKG og Heiðar Davíð Bragason frá golfklúbbnum Kili. Keppnin fer fram á Rio Mar sveitaklúbb- num en þar eru tveir alþjóðlegir golfvellir og aðstaða öll til fyrir- myndar. ■ 38 21. október 2004 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Kókaínmál Adrian Mutu hjá Chelsea hefur vart farið fram- hjá sparkunnendum hér heima. Mutu hefur skráð sig í daglega meðferð hjá ráðgjafa, að sögn Victor Becali sem er einn af um- boðsmönnum Mutu. „Meðferðin fer fram í London og verður ein klukkustund á dag,“ sagði Becali og bætti því við að leikmaðurinn væri mjög samstarfsfús. Mutu, sem er 25 ára gamall, gæti átt yfir höfði sér tveggja ára bann vegna málsins og er að sögn Becalis eyðilagður yfir málinu. „Hann hefur þó aðeins braggast eftir nokkra mjög slæma daga.“ Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, vildi lítið sem ekk- ert tjá sig um kókaínmálið fræga. „Ég stjórna tuttugu og fjórum mönnum. Ég veit ekki hvað neinn þeirra gerir utan vinnunnar. En við erum með reglur og þær reglur eru okkur mikils virði,“ sagði Mourinho en það var einmitt hann sem gerði það að verkum að upp komst um kókaínneyslu Mutus. Mourinho bað um að tekið yrði lyfjapróf á kappanum eftir að hann missti af æfingu og það lyfjapróf leiddi í ljós að Mutu neytti eiturlyfja. Þess má geta að Mark Bosnich, fyrrum mark- vörður Chelsea, fékk 9 mánaða bann fyrir kókaínneyslu en hann varð uppvís að neyslu efnisins í desember 2002. Bosnich hefur ekki spilað síðan hann var settur í bann og rekinn frá Chelsea. Helsta von Mutus felst einmitt í því að vera samvin- nufús en þá segja sér- fræðingar að hann geti jafnvel sloppið með sex mánaða bann, tveimur mán- uðum minna en Rio Ferdinand fékk fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. ■ ADRIAN MUTU Fullur eftirsjár og ætlar að taka sig á. Rúmeninn Adrian Mutu snýr við blaðinu og er farinn í meðferð: Daglega í ráðgjöf vegna kókaínfíknar Þrír Íslendingar spila á HM áhugamanna í golfi: Allir í toppformi ÍSLENSKU KEPPENDURNIR Örn Ævar Hjartarson og Heiðar Davíð Bragason keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fer í Puerto Rico. Á myndina vantar Sigmund Einar Másson. Fréttablaðið/Vilhelm 54-55 (38-39) sport 20.10.2004 21:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.