Fréttablaðið - 03.11.2004, Side 48

Fréttablaðið - 03.11.2004, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið JA FGF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKUR 10. HVER VINNUR Vinningar eru: Bíómiðar á Forgotten Bolir, Bollar, Húfur, DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið BÍÓMIÐI Á 99KR? edda.is Ótrúlegt lífshlaup íslensks dvergs KOMIN Í VERSLANIR 30% afsláttur Í þrjátíu ár þóttist hún vera eskimói ... og komst upp með það! Ótrúlegt lífshlaup húnvetnsku stúlkunnar Ólafar Sölvadóttur sem var einn vinsælasti fyrirlesari Bandaríkjanna um aldamótin 1900. Hún fræddi agndofa áheyrendur um æsku sína og uppvöxt á Grænlandi, en á það land hafði hún aldrei stigið fæti! Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur segir frá ævintýralegu lífshlaupi Ólafar, varpar ljósi á blekkingarleik hennar og hvernig hún komst upp með hann. Inga Dóra Björnsdóttir Verkfall Þá er hinu langa verkfalli lokið, í biliað minnsta kosti. Krakkarnir eru aftur komnir í skólann. Allir varpa öndinni léttar. Allt er komið aftur í lag og vonandi verða kennararnir til friðs þannig að börnin okkar geti lært margföldun og dönsku. (Og þess má til gamans geta að ég tala hvorugt). ÞAÐ ER BÚIÐ að vera skrítið að fylgjast með umræðunni um verkfall- ið í fjölmiðlum. Fólk er búið að vera svo mikið að tala um hvað þetta sé slæmt ástand fyrir börnin og þau séu hin raunverulegu fórnarlömb verk- fallsins. Það var nú ekki að sjá á mín- um börnum og öðrum sem ég rakst á í bænum að þar væru á ferð einhver fórnarlömb. Þvert á móti. Lífsgleðin skein af þeim. Mér sýndust nú flestir krakkar vera glaðir og fegnir að vera í fríi. MARGIR tóku börnin sín með í vinn- una á meðan á verkfallinu stóð. Það fannst mér gaman að sjá. Krakkar héngu á vinnustöðum og fylgdust með og jafnvel hjálpuðu til. Oft sá ég litla stráka sitja frammí í vörubílum og sendibílum. Þarna gafst krökkunum ágætis innsýn inn í framtíð sína. Ég held bara að mörg börn hafi fengið ágætis menntun á meðan á verkfall- inu stóð og það í hlutum sem ekki eru kenndir í skólum. TIL ER ANNARS konar menntun en sú sem kennd er í skólum eða á nám- skeiðum. Það er eitt að lesa um hlut- ina. Það er annað að sjá þá gerða. En best er þó að gera þá sjálfur. Á því lærir maður mest. Ég held að margir krakkar hafi lært mikið af því að þurfa að sjá um sig sjálfir á daginn á meðan mamma og pabbi voru í vinn- unni. KANNSKI eru kennarar svona ósátt- ir vegna þess að uppeldi barna er meira og meira að færast yfir á þá. Samt vill enginn tala um það því þá þyrftum við foreldrar að fara að greiða aukalega fyrir það. Uppeldi er nefnilega töluverð vinna og fyrirhöfn. Og það er eitt að kunna að lesa og annað að kunna mannasiði og fer því miður ekki alltaf saman. ÉG HELD að þetta hafi verið dýr- mæt reynsla fyrir marga. Það er bara heilmargt sem var gott við þetta verk- fall. Margir krakkar fengu að kynnast foreldrum sínum betur og sjá hliðar á þeim sem þeir höfðu ekki séð mikið af áður. Fjölskyldur voru meira saman. Næst þegar ég fer í verkfall fer ég kannski bara að mæta í skólann með krökkunum mínum. JÓNS GNARR BAKÞANKAR 48 (36) Bak 2.11.2004 21:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.