Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 2
2 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR ÍRAK, AFP Á annað þúsund banda- rískir og íraskir hermenn réðust gegn vígamönnum í Mosul til að koma á kyrrð í borginni. Víga- menn réðust á lögreglustöðvar í borginni meðan athygli Banda- ríkjahers beindist að mestu að Falluja og náðu lögreglustöðvun- um á sitt vald. 1.200 bandarískir hermenn réðust inn í Mosul og nutu að- stoðar herþotna og þyrlna sem skutu á vígamenn úr lofti og vörpuðu sprengjum á þá. Áfram er barist í Falluja og Baquba. Fáir vígamenn hafa gefist upp í Falluja en 1.200 eru sagðir hafa fallið í bardögum við bandaríska og íraska hermenn. Engar upp- lýsingar eru að hafa um mannfall meðal almennings. Talið er að 150 vígamenn hafi tekið sér stöðu í Baquba, sótt hefur verið að þeim síðustu daga og tugir fallið. Bandarískir hermenn og íbúar Falluja unnu að því að grafa lík Íraka sem féllu í borginni. Þrátt fyrir að stærstur hluti borgar- innar sé á valdi hermanna er enn barist þar. ■ STJÓRNMÁL Enginn ráðherra ríkis- stjórnarinnar var við umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórn- in var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Falluja í Írak. Til umræðu var tillaga for- manna allra stjórnarandstöðu- flokkanna um að hætta stuðningi við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stofna rannsóknar- nefnd til að grafast fyrir um orsök stuðnings Íslands við stríðið. „Ég kenni til að vera Íslending- ur og bera siðferðilega ábyrgð. Voðaverkin í Falluja eru á ábyrgð allra þeirra 30 þjóða sem eru á lista yfir hinar viljugu þjóðir,“ sagði Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, varð til andsvara af hálfu stjórnarliða. Sagði hún að Ísland hefði treyst því mati bandamanna að heims- friðnum hefði stafað hætta af ógn- arstjórn Saddams Hussein. „Við erum ekki í stakk búin til að vé- fengja slíkar upplýsingar, við höf- um ekki leyniþjónustu.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu, gagnrýndi málflutn- ing Sólveigar og spurði hvort henni væri ekki kunnugt um að engin gereyðingarvopn hefðu fun- dist í Írak og viðurkennt væri að al-Kaída ætti ekki „lögheimili“ í Bagdad eins og fullyrt hefði verið fyrir innrás. Hvössustu orðaskiptin urðu þegar Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, líkti framferði Bandaríkjamanna í Írak við nas- ista í síðari heimsstyrjöldinni. Sagði að hann að Bandaríkjamenn væru að fremja stríðsglæpi í Falluja og kallaði George W. Bush forseta stríðsglæpamann: „Í Falluja er verið að fremja stríðs- glæpi á ábyrgð íslenskra stjórn- valda.“ Einar K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðisflokki, gerði harða hríð að Ögmundi og benti á að hann hefði verið andsnúinn bæði innrásinni og viðskiptaþvingunum Samein- uðu þjóðanna gegn Írak: „Hann vildi una því að Saddam Hussein yrði harðstjóri um ókomin ár.“ a.snaevarr@frettabladid.is STÓRNMÁL Ný- leg skoðana- k ö n n u n Gallup um af- stöðu Íslend- inga til flótta- manna og málefna út- lendinga varð tilefni til utandagskrár- umræðna á Alþingi í gær. Niðurstöðurn- ar benda til að Íslendingum sem taka vilja við fleiri flóttamönnum hefur fækkað um 18% á 5 árum. Þá hefur þeim sem telja að útlendingar sem flytji til Íslands megi halda eigin siðum og venjum hafi fækkað um 13%. „Ég tel það verulegt áhyggju- efni að sjá þessa þróun í viðhorfi Íslendinga og ég óttast að víða sé pottur brotinn í félagslegri að- lögun þeirra,“ sagði málshefj- andinn Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingu. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra sagði að niðurstöðurnar væru umhugsunarefni. Hann benti á að öfugt við nágranna- löndin væru flestir flóttamenn og útlendingar á Íslandi í vinnu. Hann sagði að flóttamannaráð væri nú að kanna hag flótta- manna sem hingað hefðu komið og ástæða væri til að kanna al- mennt stöðu útlendinga. Þá sagði hann að félags- og dómsmála- ráðuneyti væru að fara yfir hvernig einfalda mætti stjórns- ýslu við útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. - ás TF-LIF Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til bjargar línubáti sem rak stjórnlaust upp í Skarðsfjöru. Línubátur: Rak upp að fjöru BJÖRGUN Línubátinn Stellu NK-12 rak stjórnlaust upp í Skarðsfjöru skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, fór í loftið rétt fyrir klukkan eitt og þurfti áhöfn þyrlunnar að notast við nætursjónauka þar sem dimm él gengu yfir á Suðurlandi. Fiskibáturinn Sæmundur tók Stellu í tog og var þá hætt við að senda þyrluna á svæðið. Lóðsinn í Vestmannaeyjum tók við þegar bát- arnir komu að Dyrhólaey og komu bátarnir til hafnar í Vestmannaeyj- um um miðjan dag í gær. ■ Já, það fór verulega í taugarnar á mér. Í sjónvarpsauglýsingu segir Viggó Sigurðsson, nýr landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, að hann þoli ekki að tapa. Íslenska liðið tapaði leik í gær gegn Þjóðverjum með einu marki á World Cup í Svíþjóð. SPURNING DAGSINS Viggó, fór í taugarnar á þér að tapa? Þjófnaður: Stal sex hnökkum LÖGREGLUMÁL Fullum pappakassa af nýjum reiðhnökkum var stolið við vegamót að býlinu Króki í Ása- hreppi síðdegis í fyrradag. Flutn- ingabílstjóri skildi kassann eftir við vegamótin en hann var horfinn þegar eigandi kassans ætlaði að nálgast hann skömmu síðar. Hnakkarnir voru sex og af gerð- inni Top Reiter sem eigandinn hafði flutt inn frá Þýskalandi. Lög- reglan biður alla þá sem búa yfir einhverjum upplýsingum varðandi þennan kassa eða sem hafa séð til mannaferða við umrædd vegamót um klukkan hálf fjögur í fyrradag að hafa samband í síma 488 4111. ■ Skjalafals: Angólsk kona í fangelsi DÓMSMÁL Angólsk kona var í Hér- aðsdómi Reykjaness dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir þrjú skjalafalsbrot. Konan braut fyrst af sér þegar hún stofnaði kennitölu með fölsuðu vegabréfi hjá Hagstofu Íslands. Aftur framvísaði hún fölsuðum skilríkjunum þegar hún stofnaði bankareikning og einnig á leið sinni út úr landinu en hún var á leið til Bretlands. Konan kom til lands- ins frá Hollandi í byrjun ársins. Hún hóf afplánun í kvennafangels- inu í Kópavogi í gær. ■ Tvær skýrslur um olíufélögin: Ein fyrir dómstóla OLÍUFÉLÖGIN Samkeppnisráð lét út- búa tvær útgáfur af olíuskýrsl- unni. Opinberu skýrsluna má nálgast á heimasíðu Samkeppnis- stofnunar en hin útgáfan verður eingöngu afhent áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, segir að óopinbera skýrslan sé með ýms- um trúnaðarupplýsingum. Til dæmis séu þar rekstrarlegar og viðskiptalegar upplýsingar um fé- lögin sem trúnaður ríki um. - th Tékkland: Fyrrverandi fangar fá skaðabætur PRAG, AP Tékknesk stjórnvöld hafa ákveðið að bæta Tékkum það upp að hafa verið teknir til fanga fyrir stjórnmálaskoðanir sínar þegar ríkið var undir stjórn kommúnista. Fyrrverandi pólitískir fangar munu fá aukalega um 150 krónur fyrir hvern mánuð sem þeir voru í fangelsi eða fangabúðum. Makar fyrrverandi fanga sem eru látnir munu fá aukalega allt að 5.600 krónur á mánuði. Þúsundir Tékka voru sendir í fangelsi eða í fangabúðir fyrir að berjast gegn kommúnistastjórn- inni. Talið er að um 6.000 fyrrverandi pólitískir fangar séu enn á lífi í Tékklandi. ■ SJÖ ÁREKSTRAR Sjö árekstrar urðu í Kópavogi frá klukkan þrjú í gærdag til klukkan níu í gær- kvöld. Engin slys urðu á fólki en nokkurt eignatjón varð á bílun- um. VÍGAMAÐUR NÆRRI MOSUL Vígamenn réðust að olíustarfsemi nærri Mosul og kveiktu í mannvirkjum. BRYNDÍS HLÖÐ- VERSDÓTTIR Segir könnun Gallup áhyggjuefni en: „Enn er vandamálið ekki svo risavaxið að við getum ekki tekist á við það.“ Afstaða til útlendinga: Áhyggjur á Alþingi Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í gær að Ísland segði sig úr bandalagi hinna staðföstu í Írak. Ísland var sagt bera ábyrgð á stríðs- glæpum Bandaríkjamanna í Falluja sem líkt var við framferði nasista. ENGINN RÁÐHERRA VIÐSTADDUR Össur Skarphéðinsson sakaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um að „skammast sín“ svo mikið að hann „legði ekki í“ að ræða Íraksmálin í þinginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Harðir bardagar geisa í nokkrum borgum Íraks: Herliði fylkt til Mosul ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 02-03 16.11.2004 22:22 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.