Fréttablaðið - 17.11.2004, Síða 4
Glitnir kemur flér í samband
vi› rétta bílinn
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun
4 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR
SKÓLAMÁL Kennarar Lágafellsskóla
og Varmárskóla í Mosfellsbæ
gengu út úr grunnskólunum tutt-
ugu mínútur yfir ellefu í gærmorg-
un og funduðu í Bæjarleikhúsinu í
Mosfellsbæ.
Fimmtán kennarar af 45 í Lága-
fellsskóla og tíu af 68 í Varmár-
skóla hafa sagt upp störfum,
samkvæmt vitneskju bæjaryfir-
valda. Fleiri uppsagnir bárust í
gær en höfðu ekki verið taldar.
Fleiri kennarar íhuga uppsagnir.
Kennarar höfðu gert skóla-
stjórnendum og bæjaryfirvöldum
viðvart og vildu sjá þau þrjú atriði
af fjórum sem Kennarasambandið
lagði fyrir launanefndina og hún
hafnaði samþykkt: Óskert desem-
beruppbót, laun skerðist ekki yfir
sumartímann vegna verkfallsins
og 5,5 prósenta launahækkun
strax.
Í yfirlýsingu kennaranna segir:
„Við hörmum það ástand sem nú
hefur skapast í grunnskólum bæj-
arins en lýsum jafnframt fullri
ábyrgð á hendur stjórnvöldum.“
Björn Þráinn Þórðarsson, sviðs-
stjóri fræðslu- og menningarsviðs
Mosfellsbæjar, segir engar ákvarð-
anir bæjaryfirvalda liggja fyrir
vegna uppsagnanna. Beðið sé eftir
niðurstöðu funda launanefndarinn-
ar og sveitarfélaganna.
- gag
SKÓLAMÁL Fimm af níu kennurum
grunnskólans á Hólmavík hafa
sagt upp störfum sem og allir
fimmtán kennarar grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar
skólanna segja að líta megi á upp-
sagnirnar sem þrýstiaðgerðir.
Kennurum sé þó full alvara. Þeir
haldi uppsögnunum til streitu náist
ekki samkomulag um viðunandi
laun.
Victor Örn Victorsson, skóla-
stjóri grunnskólans á Hólmavík, er
sannfærður um að lág laun kenn-
ara verði landsbyggðinni blóðtaka:
„Ég er klár á því að landsbyggðin á
eftir að fara miklu verr út úr mál-
unum en Reykjavíkursvæðið
vegna þess að það er miklu verra
að fá kennara út á land heldur en
að ráða í Reykjavík.“
Victor segir fórnir kennaranna
sem segja upp úti á landi meiri en
þeirra á höfuðborgarsvæðinu:
„Þeir hverfa ekki svo auðveldlega
að annarri vinnu. Hér hafa kennar-
arnir sagt upp með tárin í augun-
um,“ segir Victor. Allir
kennararnir fyrir utan einn eigi
húsnæði á staðnum. Þau séu ekki
auðseljanleg. Kennararnir hafi
þegar hafið leit að öðrum störfum.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir,
skólastjóri grunnskóla Fáskrúðs-
fjarðar, segir starfsfólkið mjög
ósátt. Það komi fram í uppsögnun-
um. Reiðin sé mikil, þá sérstaklega
með hvernig staðið var að laga-
setningu stjórnvalda á deiluna.
Þórhildur segir að hverfi kenn-
ararnir frá störfum séu engar lík-
ur á að nýir kennarar fáist til
starfa. Leiðbeinendur tækju við
kennslu nemendanna. Hún gæti
ekki sætt sig við það og myndi þá
einnig hverfa á braut.
Óánægja kennara er víða um
land. Skólastjórar sem Fréttablað-
ið ræddi við sögðu kennarana
íhuga sína stöðu. Þeir útilokuðu
ekki uppsagnir kennara. Auður
Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekku-
bæjarskóla á Akranesi, segir
óvissuna kennurum erfið. Fundað
hafi verið um líðan fólks. Það sé
slegið.
Uppsagnir kennara taka gildi 1.
desember. Þeir hafa þriggja mán-
aða uppsagnarfrest. Vinnuveitend-
ur geta einnig framlengt
uppsagnarfrestinn um þrjá mán-
uði. Uppsagnirnar gætu því orðið í
lok júní.
gag@frettabladid.is
FÓR ÚT AF SPORINU
Vonast er til að svarti kassinn sem náðist
heill úr lestinni varpi ljósi á hvað gerðist.
Lestarslys í Ástralíu:
Mildi að
enginn lést
ÁSTRALÍA, AP Ástralska lögreglan tel-
ur mikla mildi að enginn skyldi hafa
látist þegar lest með 163 farþegum
fór út af sporinu við bæinn Bunda-
berg um 400 kílómetra norður af
Brisbane.
Meira en 150 manns slösuðust í
slysinu, þar af 35 alvarlega. Ekki er
vitað nákvæmlega á hversu mikilli
ferð lestin var þegar hún fór út af
sporinu, en hún nær allt að 160 kíló-
metra hraða á klukkustund. Að sögn
lögreglu er ekki heldur ljóst hvers
vegna lestin fór út af sporinu. ■
Á að banna spilakassa í sjoppum
landsins?
Spurning dagsins í dag:
Óttastu upplausn í Palestínu í kjölfar
andláts Jassers Arafat?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
22%
78%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
SKÓLASTARF HAFIÐ
Nemendur jafnt sem kennarar verða lengi
að jafna sig eftir verkfallið.
Sálfræðingur:
Erfitt að
jafna sig
KJARAMÁL Kennarar hafa gengið í
gegnum kreppu í verkfallinu, bæði
persónulega og líka vegna þeirra
viðhorfa sem þeir hafa mætt hjá
stjórnmálamönnum og samfélag-
inu. Búast má við að verkfallið hafi
áhrif á skólastarfið og móralinn
innan skólanna næstu mánuði. Við
bætist að jólin nálgast auk þess
sem verkfallið hefur áhrif á fjár-
hagslega stöðu kennaranna. Þetta
er mat Bjarna Ingvarssonar sál-
fræðings.
„Þessi löngu verkföll eru krísa.
Kennarar eru ekki öfundsverðir að
vera í þessari stöðu. Mannfólkið er
misjafnt í kennarastétt eins og öðr-
um stéttum og misjafnt hvernig
menn ráða fram úr svona en varð-
andi móral á vinnustað þá er þetta
afar erfitt og verður lengi að jafna
sig. Allir finna fyrir því, nemendur
sem starfsmenn, en hver skóla-
stjórnandi verður að finna út úr
því. Margir eiga örugglega um sárt
að binda,“ segir Bjarni. - ghs
KVEIKTI Í SÉR Maður kveikti í sér
fyrir framan Hvíta húsið. Öryggis-
verðir brugðust skjótt við og náðu
að bjarga manninum sem slasaðist
nokkuð. Maðurinn var uppljóstrari
fyrir bandarísku alríkislögregluna
og var ósáttur við að komast ekki
til Jemen þar sem fárveik eigin-
kona hans býr.
KENNARAR Í BÆJARLEIKHÚSI MOSFELLSBÆJAR
Kennararnir hafa fundað fjórum sinnum um stöðuna frá því á sunnudag. Yfir 25 kennarar
bæjarins hafa sagt upp störfum. Fleiri íhuga uppsagnir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Fjórðungur kennara í Mosfellsbæ hefur sagt upp:
Fleiri kennarar
íhuga uppsagnir
■ BANDARÍKIN
Strokufangi:
Áfram í
varðhaldi
DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir 19
ára pilti, sem ákærður er fyrir
vopnað rán í Hringbrautarapóteki
í september, hefur verið fram-
lengt þar til dómur fellur en þó
ekki lengur en til 4. janúar. Aðal-
meðferð verður í lok mánaðarins.
Pilturinn notaði gasskamm-
byssu og hótaði starfsfólki lífláti
þegar hann rændi apótekið. Hann
er líka ákærður fyrir að hafa lagt
haglabyssu að andliti manns í
heimahúsi. Lögreglan auglýsti
eftir piltinum þegar hann strauk
úr fangelsi. Þá var hann ekki
sagður vera hættulegur. ■
KRAKKAR Í GRUNNSKÓLA HÓLMAVÍKUR
Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum. Sveitarstjóri
Hólmavíkurhrepps hefur boðað til fundar með kennurum á mánudaginn. Allir kennarar
grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hafa einnig sagt upp. Kennarar víða íhuga uppsagnir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
R
IS
TÍ
N
E
IN
AR
SD
Ó
TT
IR
Blóðtaka fyrir
landsbyggðina
Kennarar á Hólmavík og Fáskrúðsfirði hafa sagt upp störfum. Kennar-
ar um allt land íhuga uppsagnir. Þeir eru slegnir yfir stöðunni í kjara-
viðræðunum og ósáttir við lagasetningu stjórnvalda.
04-05 16.11.2004 21:46 Page 2