Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 30
Rannsaka Rússland Í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í gær kemur fram að sendiherra Íslands í Mosk- vu hafi skrifað undir samstarfssamning um gerð úttektar á viðskiptatækifærum í Rússlandi. Í fréttabréfinu kemur fram að fjögur íslensk fyrirtæki taki þátt í verkefn- inu. Þar af eru þrjú sem tengjast Lands- bankanum töluvert – bæði beint eða óbeint. Landsbankinn sjálfur er meðal þátttakenda. Þá tekur Marel þátt í verkefninu en stærsti hluthafinn í Marel er Burðarás sem er í eigu sömu aðila og stjórna Landsbankanum. Þriðji aðilinn er Sæplast sem nýlega var yfirtekið af Atorku. Lands- bankinn og Landsbankinn Lúxembúrg eiga samtals ríf- lega 21 prósent í Atorku. Fjórða félagið sem tekur þátt er Ísfell sem einnig tengist Landsbankanum og Burðarási. Eins og flestir vita hafa Björgólfsfeðgar, eigendur Landsbankans og Burðaráss, áður efnast vel í við- skiptum í Rússlandi og greinilegt er að á þeim bæ telji menn að enn séu tækifæri á hinum eld- fima markaði í Rússlandi. Walker snýr aftur Sunday Times greindi frá því um helgina að Malcolm Walker, stofnandi Iceland keðjunnar, muni snúa aftur og stjórna henni eftir kaup Baugs, sem hefur keypt Big Food Group. Walker tók pokann sinn þegar hann lá undir ámæli um innherjasvik með sölu bréfa í keðjunni. Hann var sýknaður af svikamálinu. Walker þykir frjór og þekkir rekstur Iceland út og inn. Það gæti því verið töluverð- ur fengur fyrir Baug að fá hann til að leiða Icelandbúðirnar eftir yfirtökuna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.406 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 180 Velta: 718 milljónir -0,45% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Íslandsbanki hyggst kanna kosti þess að skrá bréf bankans bæði í Kauphöll hér á landi og í Osló í kjölfar kaupa á BNbank í Noregi. Moody¥s staðfesti í gær lánshæfiseinkunn Íslandsbanka sem er A1 eins og KB banka. Ís- landsbanki er með hæstu eink- unn íslenskra banka fyrir fjárhags- legan styrkleika. SÍF birti í gær útboðslýsingu vegna hlutabréfaútboðs sem hefst í næstu viku. Útboðið er til kaupa á franska fyrirtækinu Labeyrie. Fjárfestingarfélagið Afl sem er í eigu Atorku heldur áfram að auka hlut sinn í breska fram- leiðslufyrirtækinu Low and Bon- ar. Afl á nú yfir sautján prósent í félaginu. 22 17. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,40 -0,98% ... Bakkavör 23,60 -0,84% ... Burðarás 11,95 +0,42% ... Atorka 5,37 -1,47% ... HB Grandi 8,00 +1,27% ... Íslandsbanki 11,50 -1,71% ... KB banki 450,00 +0,33% ... Landsbankinn 11,70 +0,43% ... Marel 54,60 - ... Medcare 6,10 -0,81% ... Og fjarskipti 3,35 +1,52% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samh- erji 12,90 -1,15% ... Straumur 9,15 -1,61% ... Össur 84,50 -0,59% Tvö félög hærri Bréf í 13 af 15 félögum í Úrvalsvísitölu eru verðmætari nú en 8. október þegar vísitalan fór sem hæst. Opin kerfi og Grandi hafa hækkað lítillega. Mest hafa Burðarás, Landsbanki og Actavis fallið. SÍF 1,83% Jarðboranir 1,60% Og fjarskipti 1,52% Kaldbakur -2,60% Íslandsbanki -1,71% Straumur -1,61% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005 boðaði fjármálaráðherra lækkun á tekjuskatti um eitt prósentustig. En fyrir hvern er þessi skattalækkun? Ekki fyrir þá sem eru tekjulágir og greiða af þeim sökum engan tekju- skatt, því þeir eru hvorki betur né verr settir eftir að skattalækkunin tekur gildi. Í þessum hópi er reyndar stór hluti framteljenda. Á hinn bóg- inn þá munu allir sem á annað borð greiða tekjuskatt hagnast á þessari ákvörðun þar sem þeir greiða minna í tekjuskatt eftir að lækkunin tekur gildi og ráðstöfunartekjurnar þeim mun hærri. Hagnaðurinn af skatta- lækkuninni er því meiri sem tekjurn- ar eru hærri. Þeir tekjuhæstu munu því hagnast mest á lækkun tekju- skatts. Það eru ekki ný sannindi að laun kvenna eru almennt lægri en laun karla. Að hluta má skýra þennan mun til dæmis með því að konur vinna að jafnaði styttri vinnudag og hafa oft minni starfsreynslu. Engu að síður er alltaf nokkuð stór hluti af launamuni karla og kvenna sem ekki tekst að skýra. Alla vega er ljóst að meðaltekjur kvenna eru lægri en meðaltekjur karla. Samkvæmt skattframtölum fyrir árið 2003 voru meðalatvinnutekjur karla 3.021 þúsund krónur á meðan með- alatvinnutekjur kvenna voru 1.838 þúsund krónur. Þannig eru meðal- tekjur karla 65% hærri en meðal- tekjur kvenna. Ef við gerum ráð fyrir að meðalatvinnutekjur hækki í takt við launavísitölu má ætla að meðal- atvinnutekjur karla verði á þessu ári 3.164 þúsund krónur og kvenna 1.925 þúsund krónur miðað við spá fjármálaráðuneytis um 4,75% hækk- un launavísitölu frá 2003-2004. Skattalækkunin á að taka gildi á næsta ári, en gerum ráð fyrir að hún ætti sér stað í ár. Persónuafsláttur er 329.948 krónur á þessu ári og því þýðir eins prósentustiga skattalækk- un að skattgreiðslur karls með með- alatvinnutekjur lækkuðu um 27.000 krónur á ári, á meðan tekjuskattur konu með meðalatvinnutekjur lækk- aði um 15.000 krónur á ári. Ávinn- ingur meðalkarls af skattalækkun- inni er því 80% meiri en ávinningur meðalkonu. Því bendir allt til þess að lækkun tekjuskattshlutfalls muni nýtast karlmönnum þessa lands mun betur en konum og auka mun- inn á ráðstöfunartekjum þeirra frá því sem nú er. Það er því ekki að ástæðulausu sem hvatt er til þess að stjórnvöld skoði ákvarðanir sínar út frá áhrifum á hvort kyn fyrir sig. Nú fylgir stjórnar- frumvörpum umsögn frá fjárlaga- skrifstofu þar sem metin er útgjalda- auki frumvarpsins fyrir ríkissjóð. Á sama hátt ætti að fylgja stjórnar- frumvörpum umsögn um hvort áhrif frumvarpsins séu mismunandi á hvort kyn fyrir sig. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Karlar græða meira á skattalækkun en konur nánar á visir.is 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Rólegt hefur verið á hlutabréfa- markaði undanfarna daga en Úr- valsvísitalan hefur sigið upp á við eftir mikla niðursveiflu um miðj- an október. Þrátt fyrir að vísitalan hafi hækkað á ný er verð á sum- um fyrirtækjum enn mun lægra en það var fyrir rúmum mánuði. Þau fyrirtæki sem lækkað hafa mest eru Landsbankinn, Burðarás og Actavis. Allt eru þetta fyrir- tæki sem eru að stórum hluta í eigu Björgólfsfeðga og höfðu Burðarás og Landsbankinn hækk- að mjög hratt á haustmánuðum. M a t v æ l a f r a m l e i ð a n d i n n Bakkavör hefur einnig lækkað um meira en tuttugu prósent. Marel, Íslandsbanki og Medcare Flaga eru öll örlítið lægri en en þau voru 8. október og tvö fyrirtæki hafa hækkað lítillega. „Þetta er eðlilegt í því ljósi að bæði Landsbankinn og Burðarás eiga stórt safn innlendra hluta- bréfa. Hvað varðar Actavis þá var síðasta uppgjör hjá félaginu nokk- uð undir væntingum,“ segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningar- deild Íslandsbanka. Töluverð hreyfing hefur verið á verði hlutabréfa í Actavis en nú er verð- ið svipað og það var í upphafi árs. Þann 8. október stóð Úrvals- vísitalan í 3.947 stigum en var 3.406 stig í gær. Lækkunin er því um fjórtán prósent. Hún hefur því skipst mjög misjafnlega á fyrir- tækin sem mynda Úrvalsvísitöl- una. Úrvalsvísitalan er þó enn miklum mun hærri en í upphafi árs. Hækkunin síðan þá er 62 pró- sent. Þetta er langtum meiri hækkun á hlutabréfamörkuðum í löndunum í kringum okkur. Fjár- festingarfélagið Atorka hefur þrefaldast að verðgildi og Lands- banki, KB banki og Marel hafa tvöfaldast. Sérfræðingar telja að nú kunni að vera góð færi til að kaupa í ýmsum fyrirtækjum sem lækkað hafa á síðustu vikum enda er verð sumra þeirra komið undir verð- mat greiningardeilda bankanna. thkjart@frettabladid.is Vöxtur í smásölu Smásala dagvöru var 4,4 prósentum meiri í október í ár en í sama mánuði í fyrra. Versl- un með áfengi jókst um fjögur prósent og lyfsala var 4,3 prós- entum meiri en í fyrra. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að tölurnar nú sýni að nokkur aukning sé á sölu á dagvöru á þessu ári. Hann gerir ráð fyrir að salan verði fjögur til fimm prósentum meiri en í fyrra. „Þetta staðfestir það sem við höfum verið að sjá að þegar búið er að draga frá verðbreytingar þá standa eftir um fjögur prósent. Það er því sú magnbreyting sem við erum að sjá,“ segir hann. Í vísitölu Samtaka verslunar og þjónustu og Gallup er sérvöru- verslun ekki innifalin. Sigurður segir þó að almennt sé útlitið í verslun nokkuð gott. „Al- mennt eru menn nokkuð bjartsýn- ir til dæmis varðandi jólaverslun- ina,“ segir hann. - þk ÍSLENDINGAR KAUPA MEIR Búist er við að jólasalan í ár verði góð. VERÐÞRÓUN FYRIRTÆKJA Í ÚR- VALSVÍSITÖLU FRÁ 8. OKTÓBER Opin kerfi +6,9% Grandi +2,5% Marel -1,6% Íslandsbanki -3,0% Samherji -3,5% Medcare -5,7% KB banki -11,6% Straumur -12,6% Atorka -13,6% Össur -15,4% Og fjarskipti -16,7% Bakkavör -22,9% Landsbankinn -32,5% Actavis -32,9% Burðarás -33,1% SVIPTINGAR Í KAUPHÖLL Úrvalsvísital- an hefur lækkað um fjórtán prósent frá því að hún reis hæst í byrjun október. Tvö fé- lög hafa hækkað síðan þá en þrettán lækkað. 30-31 viðskipti (22-23) 16.11.2004 20:15 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.