Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 17.11.2004, Qupperneq 47
Endurfundir The Fall Breska hljómsveitin The Fall heldur tónleika í Austurbæ í kvöld. Um upphitun sjá hljóm- sveitirnar Dr. Gunni og Vonbrigði. Að The Fall skuli halda tónleika í Austurbæ verður að teljast til stórtíðinda ekki aðeins fyrir þær sakir að sveitin lék þar árið 1981 og 1983 heldur einnig að um er að ræða eina áhrifamestu hljómsveit Bretlands. Útvarpsmaðurinn John heitinn Peel var einn af dyggustu aðdáendum sveitarinnar og kom The Fall oft fram í þætti hans. Það telst einnig til tíðinda að Vonbrigði komi fram við þetta tækifæri og að allir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar skuli vera með. Sveitin spilaði síðast opinberlega fyrir um tuttugu árum. Ný plata með Vonbrigði er væntanleg í lok nóvember. Dr. Gunni hefur lítið komið fram op- inberlega á þessu ári en hljóm- sveit hans mun leika gamalt og nýtt efni á tónleikunum. Miðaverð er 3.200 kr. og enn eru einhverjir miðar til á midi.is og í Austurbæ. ■ MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2004 70 mín á plötu Quarashi Nýtt upplag af plötu rappsveitar- innar Quarashi, Guerilla Disco, er nýkomið til landsins en fyrra upp- lagið seldist upp. Í nýja upplaginu er að finna Crazy Bastard sem aukalag. Hefur það notið mikilla vinsælda undanfarið en með Qu- arashi í því lagi syngja strákarnir í þættinum 70 mínútur á Popptíví. Auk þess verður umslag plöt- unnar öðruvísi til að aðgreina það frá eldri útgáfu Guerilla Disco. ■ MARK E. SMITH Mark E. Smith og félagar í hljómsveitinni The Fall halda sína þriðju tón- leika á Íslandi í Austurbæ í kvöld. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 17.–25. nóvember Reykjavik International Film Festival www.filmfest.is Regnboginn: 18:00 Baunir kl. hálf sex 18:00 Mila frá Mars Háskólabíó: 18:00 Við gluggann hennar 20:00 Jargo Hafnarhús: 19:30 Stjórnstöðin Hilmir Snær Guðnason leikur aðalhutverkið í þessari heillandi ástarsögu þýska leikstjórans Lars Büchel. Jakob (Hilmir Snær) er virtur leikstjóri sem missir sjónina í bílslysi. Í fyrstu bregst hann við með afneit- un en eftir að hin blinda Lilly kemur inn í líf hans tekur hann að skynja tilveruna í nýju ljósi. Myndin hefur fengið góðar viðtökur þýskra gagn- rýnenda og hlaut m.a. þýsku kvik- myndaverðlaunin fyrir tónlist. Hættu við árs- hátíð með forsætis- ráðherra RÆÐU HALLDÓRS HAFNAÐ 46-47 aftasta (38-39) 16.11.2004 21:17 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.