Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 1
REYNIR MIKIÐ Á EFNAHAGS- KERFIÐ Skattalækkanir og staða efnahags- lífsins voru meginefni ræðu Halldórs Ás- grímssonar á fundi miðstjórnar Framsóknar- flokksins sem fram fór í gær. Síða 2 KJARABÆTUR KUNNA AÐ LEIÐA TIL VERÐBÓLGU OG AUKINNAR GJALDTÖKU Formenn Samfylkingar og Vinstri grænna telja skattalækkanir leiða til ójafnaðar. Þær kunni líka að valda verð- bólgu í viðkvæmu efnahagsástandi. Síða 2 NÝ ÁHÖFN Í BRÚNNI Í BRUSSEL Ný framkvæmdastjórn ESB tekur til starfa á mánudag, þremur vikum síðar en ætlað var. Auðunn Arnórsson skýrir hvað olli töfinni og hvernig breytingarnar snerta Ísland. Síða 8 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 21. nóvember 2004 – 319. tölublað – 4. árgangur 13-18 OPI‹ VEIKBURÐA HLÝINDI Hiti sunnan til rétt 2-5 stig að deginum en við frostmark nyrðra. Þar verður bjart með köflum en slydda eða rigning sunnan til. Sjá síðu 4 SÍÐA 18 ▲ BÁSÚNUTÓNLEIKAR Sigurður Sv. Þor- bergsson básúnuleikari og Judith Pamela Þorbergsson píanóleikari flytja tónlist eftir Kazimierz Serocki, Sergei Rachmaninov og Modest Mussorgsky í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar klukkan 17. Gunnlaugur Sigmundsson: Agi og góð menntun lykillinn SÍÐUR 16 & 17 ▲SÍÐUR 16 & 17 ▲ 18-49 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 69% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið Dalvík: Steytt á skólamálum SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluta- samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Dalvík er sprungið. Valdimar Bragason, bæjarstjóri og framsóknarmaður, segir að ásteytingarefnið hafi verið deilur um framtíð Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal og skólamál almennt. „Okkar hug- myndir voru að setja þetta í frek- ari umræðu, án þess að taka ákvörðun um framhaldið. Mér finnst að það hefði mátt gerast, en öðrum fannst það ekki,“ segir Valdimar. Hann hafi því ekki átt von á að samstarfinu myndi ljúka vegna þessa. Hann sagði að framsóknar- menn væru ekki í viðræðum við þriðja aflið í bæjarstjórn, I-lista Sameiningar. „Það er líklegast að einhverjir aðrir myndi meiri- hluta.“ Svanhildur Árnadóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist ekki vera byrjuð að ræða við neinn. Hún bíði þó eftir viðbrögðum frá Óskari Gunnarssyni, oddvita Sameiningar. - ss Nýtt varðskip ekki á fjárlögum Dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar um hvenær nýtt varðskip fari á fjárlög. Formaður Sjómannasambandsins er vondaufur um að nýtt varðskip verði annað en hátíðarhjal stjórnvalda. Sigmundur Ernir: Aðlögunar- hæfni manns- sálarinnar Fjórtán ár frá því að svikadúettinn var afhjúpaður BLÁSIÐ TIL KOSNINGA Í ÚKRAÍNU Í dag ganga Úkraínubúar til seinni umferðar forsetakosninga, þar sem eigast við þeir Viktor Janu- kovitsj forsætisráðherra, sem nýtur stuðnings núverandi forseta, og Viktor Justsjenkó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Roman Kaminski heitir aftur á móti þessi 67 ára trompetleikari sem var að vinna sér inn svolítinn aukapening á götum bæjarins Lvív í Úkraínu í gær. Hreppar sunnan Skarðsheiðar: Sameining samþykkt SVEITARSTJÓRNARMÁL Sameining fjögurra hreppa sunnan Skarðs- heiðar var samþykkt í kosning- um í gær. Hreppirnir fjórir eru Hvalfjarðarstrandahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár og Melahreppur og Skilmanna- hreppur. Andstaða við samein- inguna var mest í Skilmanna- hrepp, þar sem 34 sögðu nei, en 65 sögðu já. Í öðrum hreppum var sameiningin samþykkt með öllum eða nær öllum greiddum atkvæðum. 382 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúm 77 prósent. - ss FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P/ SE RG EI G R IT S LANDHELGISGÆSLAN Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar, aðspurður hve- nær búast megi við að gert verði ráð fyrir skipinu á fjárlögum. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. „Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðar- hjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjár- magn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist,“ segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofu- stjóri og staðgengill ráðuneytis- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði inni í fjár- lögum ársins 2003. Þá var út- boðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, út- bjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomn- asta búnaði til gæslu- og björgun- arstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunn- ar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. - hrs 01 Forsíða 20.11.2004 21:59 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.