Fréttablaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 2
2 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
Skattalækkanir og þensla:
Reynir mikið á efnahagskerfið
STJÓRNMÁL Skattalækkanir og staða
efnahagslífsins voru meginefni
ræðu Halldórs Ásgrímssonar á
fundi miðstjórnar Framsóknar-
flokksins sem fram fór í gær. Þar
sagði hann að kaupmáttur fólks
hefði aukist um um það bil 40 pró-
sent frá því að Framsóknarflokkur-
inn komst í ríkisstjórn fyrir tæpum
áratug og aukningin verið um 55
prósent í lok kjörtímabilsins. Hann
gagnrýndi harðlega formenn
stjórnarandstöðuflokkanna fyrir
að gagnrýna fyrirhugaðar skatta-
lækkanir og sagði þær hækka ráð-
stöfunartekjur þeirra sem hafa
lágar og miðlungstekjur mest.
Einnig sagði hann að niðurfelling
eignarskatts skapaði meira svig-
rúm fyrir sveitarfélögin á landinu,
því það væri sama fólkið sem
greiddi eignarskatta og fasteigna-
skatta.
„Þið voruð ósammála okkar að-
ferðum að auka verðmætasköpun í
landinu,“ sagði Halldór og beindi
þar orðum sínum til stjórnarand-
stöðunnar, sem hefur gagnrýnt
stefnu stjórnvalda í stóriðjumál-
um. Þá sagði hann að nú reyndi
mikið á efnahagskerfið vegna
þenslu, en þó væri engin ástæða til
að örvænta um stöðugleikann. Hér
á landi væri stjórnmálalegur stöð-
ugleiki og öflugt fjármálakerfi sem
gæti staðið undir þenslunni. - ss
Kjarabætur leiða til
verðbólgu og gjaldtöku
Formaður Vinstri grænna telur skattalækkanir leiða til ójafnaðar. Formaður Samfylkingar segir
Framsóknarflokkinn aðeins vera að skila til baka broti af því sem ríkisstjórnin hafi áður haft af
barnafjölskyldum með lækkun barnabóta.
STJÓRNMÁL Skattalækkanir ríkis-
stjórnarinnar leiða til meiri ójafn-
aðar því skattarnir lækka mest hjá
þeim sem hæstar tekjurnar hafa.
Þetta segja þeir Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar, og Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna.
Ríkisstjórnin kynnti á föstudag
frumvarp sem felur í sér áður boð-
aða fjögurra prósenta lækkun
tekjuskatts einstaklinga auk afn-
áms eignarskatts á einstaklinga og
fyrirtæki og tæplega helmings
hækkun barnabóta. Ríkisstjórnin
telur að þetta leiði til fjögurra og
hálfs prósents hækkunar ráðstöf-
unartekna barnafólks og allt að tíu
prósenta hækkunar einstæðra for-
eldra.
Össur Skarphéðinsson segir
ánægjulegt að hækka eigi barna-
bætur. Hækkunin sé hins vegar
ekki nema lítill hluti af þeim 11,5
milljörðum króna sem Framsókn-
arflokkurinn hafi haft af barna-
fjölskyldum með því að lækka
barnabætur frá því að flokkurinn
kom í félagsmálaráðuneytið.
Ríkisstjórnin er að kaupa sér
stundarfylgi með tillögunum, að
mati Össurar. „Þessi skattalækkun
er aðeins loforð á pappír og það er
athyglisvert að stærstur hluti
þeirra tekur ekki gildi fyrr en
kosningaárið 2007. Auk þess tel ég
að skattalækkanir í núverandi
þensluástandi geti ekki annað en
aukið enn á verðbólgu. Þegar upp
verður staðið er því líklegt að
ávinningurinn sem menn kunna að
hafa af þessum tillögum verði
greiddur af almenningi sjálfum.“
Steingrímur J. Sigfússon segir
að barnlaust lágtekjufólk fái lítið
sem ekkert út úr tillögum ríkis-
stjórnarinnar. Munurinn á því og
hátekjufólki verði svo enn meiri
um áramótin þegar hátekjuskatt-
urinn lækkar. Auk þess telur
Steingrímur að kjarabótin reynist
lítil þegar á heildina er litið. Ríkis-
sjóður verði af miklum tekjum, 22
milljörðum króna, og því kunni að
verða mætt með niðurskurði í vel-
ferðarkerfinu eða aukinni gjald-
töku, til dæmis í heilbrigðiskerf-
inu. Þá hverfi kjarabótin fljótt.
ghg@frettabladid.is
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
„Ég vinn eins og þingmaður og
þingmönnum eru dæmd laun sam-
kvæmt kjaradómi, þannig að ég er
ekki í neinni aðstöðu til þess.“
Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði á Alþingi að nú myndu allar stéttir
krefjast sömu hækkunar í kjarasamningum og
kennarar fengu.
SPURNING DAGSINS
Einar Oddur, ætlar þú að krefjast
kauphækkunar?
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Segir stöðugleikann nægan hér á landi til að standa undir skattalækkunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Parísarklúbburinn:
Skuldum
létt af Írak
PARÍS, AFP Þjóðverjar skýrðu í gær
frá samkomulagi um að létta skuld-
um af Írökum í því skyni að gera
þeim kleift að hefja fyrir alvöru
uppbyggingu í landinu án þess að
þurfa að sligast undir skuldabyrði.
Í samkomulaginu er gert ráð
fyrir því að Parísarklúbburinn,
sem er samtök 19 iðnríkja, felli nið-
ur 80 prósent af lánum sínum til
Íraka á næstu árum.
Þriðjungur af þeim 120 milljörð-
um dala sem Írakar skulda öðrum
ríkjum er fenginn að láni hjá ríkj-
um Parísarklúbbsins. ■
Fjölbraut við Ármúla:
Skólastjóra
vantar
SKÓLASTARF Auglýst hefur verið
starf skólameistara Fjölbrautaskól-
ans við Ármúla í Reykjavík. Gert er
ráð fyrir að skipað verði í starfið frá
og með 1. janúar 2005. Núverandi
skólameistari er Sölvi Sveinsson en
hann hefur verið ráðinn skólameist-
ari Verzlunarskóla Íslands og tekur
hann formlega við stöðunni í ágúst á
næsta ári. Gengið var frá þeirri
ákvörðun í október. ■
RJÚPNAEFTIRLIT Á SNÆFELLSNESI
Stíft eftirlit með ólöglegum rjúpna-
veiðum verður á Snæfellsnesi um
helgina. Lögreglan var við eftirlit í
gær í þjóðgarðinum við Snæfells-
jökul en sá engan.
KVIKNAR Í SKIPI Eldur kom upp í
klæðningu á millidekki skips í
Skipasmíðastöðinni Skipavík í
Stykkishólmi um klukkan þrjú í
gær. Skipið var í slipp utandyra.
Slökkvilið Stykkishólms var kallað
til og voru tíu til fimmtán manns
við slökkvistarf, sem gekk greið-
lega.
PARÍS, AP Óljóst er hvort eða
hvenær upplýst verður um
dánarorsök Jassers Arafat, sem
lést í París um síðustu helgi.
Nasser Al-Kidwa, frændi
Arafats, sem ætlaði að fara til
Parísar að ná í sjúkraskýrslur
hans, segist nú ekki vita hvenær
hann fari þangað. Al-Kidwa,
sem er sendiherra Palestínu-
manna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, var staddur í Kaíró í gær að
heimsækja sjúkan ættingja
sinn.
Á föstudaginn náði Shua,
ekkja Arafats, í sjúkraskýrsl-
urnar og virtist ekki líkleg til að
láta þær af hendi. Lögfræðingur
hennar gaf í skyn að til kasta
dómstóla kæmi ef aðrir ættingj-
ar fengju afrit af skýrslunum
frá sjúkrahúsinu í París, þar
sem Arafat lést.
Vaxandi orðrómur er í araba-
heiminum um að Arafat hafi
verið byrlað eitur.
Ahmed Qureia, forsætisráð-
herra Palestínumanna, sagði þó
engan vafa leika á því að upp-
lýst yrði um dánarorsök
Arafats.
Í gær hófst formlega kosn-
ingabarátta Palestínumanna,
þegar áhugasömum var gert
kleift að skrá sig í forsetafram-
boð. Frambjóðendur hafa nú tólf
daga frest til þess að skrá sig. ■
Dánarorsök Arafats:
Deilt um sjúkraskýrslur
ORÐRÓMUR UM EITRUN
Farouk al-Qaddoumi, leiðtogi Fatah, stjórn-
málahreyfingar Jassers Arafat, sagðist í gær
sannfærð ur um að eitrað hefði verið fyrir
Arafat. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P/
B
AS
SE
M
T
EL
LA
W
I
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON OG STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkun leiði til ójafnaðar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
02-03 fréttir 20.11.2004 21:49 Page 2