Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 21.11.2004, Qupperneq 14
Margrét Örnólfsdóttir er 37 ára í dag. Þetta er merkilegur af- mælisdagur, því ásamt Margréti eiga þrír aðrir tónlistarmenn af- mæli þennan dag, Tónskáldin Áskell Másson og Jónas Tómas- son og Björk Guðmundsdóttir söngkona. Við slógum á þráðinn til margrétar og spurðum hana hvort hún hyggðist halda upp á daginn. „Nei, ég stend í flutningum. Er að flytja héðan úr miðbæn- um suður í Kópavog eftir tvær vikur. Dagurinn fer í að útvega kassa og pakka.“ Færðu ekki einu sinni að sofa út? „Ég á nú tvö börn undir þriggja ára, þannig að maður sefur nú ekki mikið út. Annars hugsa ég að við getum lúrt til níu. Það er nú kannski að sofa út þegar maður á lítil börn.“ Hvað ertu að fást við í tón- listinni? „Ég er nýbúin að ljúka við tónlist við verk sem sett var upp á Akureyri, „Ausa og Stólarnir“, og er að vinna að tónlist í verk sem fer á svið hjá Hafnarfjarð- arleikhúsinu eftir áramótin. Annars er ég aðallega við skrift- ir þessa dagana. Ég er, ásamt Ingu Lísu Middleton, að skrifa handrit að kvikmynd og sjón- varpsþáttum fyrir börn. En það er nú of skammt komið til þess að hægt sé að segja meira frá því.“ ■ 14 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR FRANSKI HEIMSPEKINGURINN VOLTAIRE FÆDDIST ÞENNAN DAG 1694. „Það sem er of heimskulegt til þess að segja það er sungið.“ Engin veisluhöld í dag MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR: 37 ÁRA Í DAG Bandaríska leikkonan Goldie Hawn er 59 ára í dag. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1986 byrjaði Oliver North ofursti, sem starfaði í Þjóðar- öryggisráði Bandaríkjanna, að troða skjölum í pappírstætara, með dyggri aðstoð ritara síns, Fawn Hall. Þessi skjöl sýndu að ofurstinn hafði selt vopn til Írans og notað féð til þess að styrkja Contra-skæruliðana í Níkaragúa. Hvort tveggja var ólöglegt en ríkisstjórn Sand- inista var lögleg stjórn Níkaragúa. 25. nóvember var North rekinn en ritarinn hélt áfram að lauma til hans skjölum til eyðingar. Íran-Contrahneykslið varð Reagan-stjórninni mikill álitshnekkir en aðeins sex ár voru liðin frá gíslatökunni í bandaríska sendiráðinu í Teheran, þegar þetta gerðist. Smátt og smátt kom í ljós að háttsettir menn í Þjóðar- öryggisráðinu og sérstakir trúnaðar- menn forsetans höfðu staðið í ólöglegu vopnabraski í samstarfi við opinbera óvini þjóðarinnar. Yfirheyrslur fóru fram í þinginu og var sjónvarpað. Síðar var höfðað mál á hendur North og hann viðurkenndi fyrir rétti að hafa logið í framburði sínum fyrir rannsóknarnefnd þingsins. Oliver var á endanum dæmd- ur til vægrar refsingar, fékk sekt og skil- orðsbundinn fangelsisdóm en aldrei sannaðist, sem hann hélt fram, að Reagan forseti, Bush eldri varaforseti og ríkisstjórnin hefðu verið með í ráðum. Eftir að Ronald Reagan lét af störfum, hélt hann því reyndar fram að minni hans um alla atburði í Hvíta húsinu eftir 1985 væri afar gloppótt. 21. NÓVEMBER 1986 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1781 flugu menn fyrst í loftbelg. Tveir menn flugu í belg sem notaði heitt loft og gerður var af Frakkanum Montgolfi- er yfir París. Flugið tók 25 mínútur og vegalengdin var um 9 kílómetrar. 1877 tókst Thomasi A. Edison að hljóðrita á tinrúllu orðin “Mary had a little lamb“. Þetta var upphafið að einni vinsælustu uppfinningu síð- ustu aldar, grammófónin- um. 1931 var leikrit flutt í fyrsta sinn í islensku útvarpi. Þetta voru kaflar úr Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann Sigur- jónsson. 1984 kom í ljós í Hagvangskönn- un að Íslendingar eru ham- ingjusamasta þjóð í heimi. 1993 hófst fyrsta endurvarp er- lendra sjónvarpsstöðva á Ís- landi, í Fjölvarpi Stöðvar 2. Ofurstinn og ritarinn hans Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að lést 6. nóvember sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir frábæra um- mönnun. Guð blessi ykkur öll. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Sigurðardóttir Hraunbæ 103, Reykjavík, Stefán H. Jónsson Kristín Stefánsdóttir Valur Oddsson Sigurjón Stefánsson Hjördís Anna Hall Barnabörn og barnabarnabörn. verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl 13.30 Okkar ástkæri Einar Borg Þórðarson Suðurvangi 23b, Hafnarfirði, Steinvör Sigurðardóttir Guðrún Einarsdóttir Ágúst Guðmundsson Jenný Einarsdóttir Hjalti Sæmundsson Sigurður Einarsson Sólveig Birna Jósefsdóttir Þórður Einarsson Ingibjörg Helgadóttir Kristján Þórðarson Sigrún Sigurðardóttir og fjölskyldur AFMÆLI Jónas Tómasson tónskáld er 58 ára í dag. Áskell Másson tónskáld er 51 árs. Björk Guðmundsdóttir er 39 ára. ANDLÁT Svava Hauksdóttir, Trönuhjalla 23, Kópa- vogi, lést fimmtudaginn 18. nóvember. Vikan sem leið var afar annasöm hja formanni samninganefndar launanefndar sveitarfélaganna, Birgi Birni Sigurjónssyni, eins og alþjóð er kunnugt. En hvað er fram undan? Vinnuvikan byrjar nú reyndar í dag því ég ætla að funda með full- trúum BHM, BSRB og Kennara- sambandsins um það sem er kallað félagsleg réttindi, slysatryggingar og þess háttar. Mánudagurinn fer í breytingarnar sem eru að verða á stjórnskipulagi borgarinnar, þar er meðtalið mitt svið. Þá tekur við vinna að samningum við Félag tón- listarkennara en þeim er ólokið. Það eru allir dagar vikunnar fra- mundan þéttskipaðir. Það er líka ósamið af hálfu Reykjavíkurborg- ar við Samiðn, Rafiðnaðarsam- bandið og Starfsgreinasambandið. Nú, ég reikna með að koma að ein- hverju leyti að samningum við leikskólakennara, þótt ég sé ekki í þeirrisamninganefnd. Ég hafði ætlað mér að fara um næstu helgi til Kaupmannahafnar með konunni minni en það verður að bíða, á föstudaginn þarf ég að sinna stjórnkerfisbreytingunum hjá borginni. ■ Önnum ekki lokið Þriðja Tómasarmessan á þessu hausti og hin fimmtugasta frá upphafi verður í Breiðholtskirkju í Mjódd klukkan 20 í kvöld. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgar- innar en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjodd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors og verður sami háttur hafður á í vetur. Að þessu sinni verður messan þó þriðja sunnudag í nóvember, þar sem síðasti sunnudagurinn í mánuðin- um, 28. nóvember, er fyrsti sunnudagur í aðventu. Þeir sem standa að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, kristilega skóla- hreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. ■ MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR TÓNLISTARMAÐUR Tómasar- messa í kvöld VIKAN SEM VERÐUR BIRGIR BJÖRN SIGURJÓNSSON HEFUR VINNUVIKUNA Í DAG Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáleturs- dálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 14-15 Tímamót 20.11.2004 20:41 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.