Fréttablaðið - 21.11.2004, Side 16

Fréttablaðið - 21.11.2004, Side 16
16 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR E itt af því sem við teljumsjálfsagt er að eignast heil-brigð börn. Þau fæðast og við byrjum að leggja línurnar um hvað við viljum að úr þeim verði. Væntingarnar eru miklar. Við viljum að þau verði sigurvegarar í því brambolti sem lífið er – og það er eðlilegt. En stundum gerist það að örlög eða guðir hafa gerólíka stefnuskrá fyrir barnið, sama hver okkar vilji er. Flest erum við þó svo heppin að þurfa aldrei að reyna slíkt og hættir til að líta á gæfu og barnalán sem sjálfsagðan hlut. Þess vegna er okkur hollt að vera minnt á gæfuna. Í bók sinni, Barn að eilífu, seg- ir Sigmundur Ernir Rúnarsson átján ára sögu sína og fatlaðrar dóttur sinnar, sögu sem vekur mann af afli af hinum venjulega lífsdoða. Sögu sem endar á því að stúlkan, sem á að vera í blóma lífsins, er orðin svo líkamlega fötluð að hún þarf að dvelja á sér- býli – og er á leið í enn eina skurð- aðgerð þar sem á að reyna að rétta í henni hrygginn. Og maður vill fá meira að vita. Hvað er að frétta af henni í dag? „Henni fer hægt aftur,“ segir Sigmundur, „og nokkuð fyrirséð að þeirri afturför fær ekkert af- stýrt. En á móti kemur að hún tek- ur þessum örlögum af miklu æðruleysi og lagar sig að sínum sjúkdómi af mikilli hugarró. Að- lögun mannssálarinnar virðast engin takmörk sett.“ Brýnt að tala um samfélagið eins og það er Það kann að vekja upp spurningar hvaða erindi saga um uppeldi á fötluðu barni eigi til hins almenna lesanda. Fyrir okkur, lesurum lífs- ins, er svarið einfalt. Frábær bók er frábær bók, sama um hvað hún er. En það var kannski ekki það eina sem vakti fyrir Sigmundi. „Ég skrifaði þessa bók til þess að opna umræðu um þennan af- kima íslensks samfélags, sem er hlutskipti barna með alvarleg þroskafrávik. Kannski er þetta síðasta tabúið í íslenskri samfé- lagsumræðu. Á þeim árum sem mín telpa hefur verið að alast upp hefur umræðan í samfélaginu breyst mikið hvað frávik varðar, til dæmis um sjálfsvíg, geðsjúk- dóma, alkohólisma, einelti, sam- kynhneigð og kynlíf almennt. Mér finnst brýnt að tala um samfélag- ið eins og það er og að umræðan spanni allt litrófið. Aðlögunarhæfni mannssálarinnar Sigmundur Ernir Rúnarsson segir tímabært að opna umræðu um hlutskipti barna með þroskafrávik. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hann um bókina Barn að eilífu, sem segir sögu fatlaðrar dóttur hans. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Tilfinningasamband við langveikt barn er gerólíkt því sem gerist gagnvart heilbrigðum börnum. Ég skrifaði þessa bók til þess að opna umræðu um þennan afkima íslensks samfélags, sem er hlutskipti barna með alvar- leg þroskafrávik. ,, 16-17 Helgarefni 20.11.2004 20:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.