Fréttablaðið - 21.11.2004, Síða 40
28 21. nóvember 2004 SUNNUDAGUR
EKKI MISSA AF…
Tónleik-
um Kamm-
ermúsík-
klúbbsins í
Bústaða-
kirkju í
kvöld, klukk-
an 20.00. Á
efnisskránni eru Þættir úr Mensa
sonora eftir Biber og tveir
strengjakvartettar eftir Shosta-
kovich. Flytjendur eru Camer-
arctica...
Litlu stúlkunni með eldspýt-
urnar, frábærum söngleik fyrir
alla fjölskylduna í Íslensku óper-
unni í dag, klukkan 14.00.
Heimildarmynd í sjónvarpinu,
klukkan 21.50, um ferð Vestur-
ports til London með Rómeó og
Júlíu sem leikhópurinn sýndi í
Old Vic leikhúsinu.
Friðrik Vignir Stefánsson heldur orgeltónleika
í Laugarneskirkju í dag, sunnudaginn 21.
nóvember kl. 17.
Friðrik er fæddur á Akranesi 1962. Hann
lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á
Akranesi 1983 og einleikaraprófi frá Tónskóla
Þjóðkirkjunnar 1987. Kennarar hans á orgel
voru Haukur Guðlaugsson, Fríða Lárusdóttir
og Hörður Áskelsson. Frá 1988 hefur Friðrik
Vignir starfað sem organisti og kórstjóri við
Grundarfjarðarkirkju, sem og skólastjóri Tón-
listarskóla Grundarfjarðar. Í júlí síðastliðnum
hélt Friðrik Vignir orgeltónleika í boði Katar-
inukirkjunnar í Stokkhólmi, og í sama mán-
uði tók hann þátt í alþjóðlegu Masterclass-
námskeiði í orgelleik í Haarlem í Hollandi.
Friðrik hélt orgeltónleika í október síðast-
liðnum í Stykkishólmskirkju á vegum Sumar-
tónleika Stykkishólmskirkju
Efnisskráin á tónleikunum er blönduð og
samanstendur af verkum eftir Bach, Boëll-
mann, Agnar Björnsson, Jón Nordal og Þor-
kel Sigurbjörnsson. ■
Kl. 15.00
Guðmundur Oddur Magnússon prófessor
við Listaháskóla Íslands flytur fyrirlest-
ur um grafíska hönnun á Íslandi í sögu-
legu samhengi.
menning@frettabladid.is
Orgeltónleikar í Laugarneskirkju
!
Sunnudagur 21. nóv. kl. 20.00
Laugardagur 27. nóv. kl. 20.00
Sunnudagur 28. nóv. kl. 20.00
Föstudagur 3. des. kl. 20.00
Sunnudagur 5. des. kl. 20.00
Miðvikudagur 8. des. kl. 20.00
Síðustu sýningar fyrir jól
Föstudagur 26. nóv. kl. 20.00 laus sæti
Laugardagur 4. des. kl. 20.00 laus sæti
Síðustu sýningar fyrir jól
SUNNUDAGURINN 21/11
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren - kl 14
SCREENSAVER - ÍSLENSKI DANSFLOKK.
eftir Rami Be’er
kl 20 - Næst síðasta sýning
BELGÍSKA KONGÓ
eftir Braga Ólafsson
kl 20 - Uppselt
SVIK
eftir Harold Pinter í samstarfi við Sögn ehf,
Á senunni og LA - kl 20
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasala á netinu:
www.borgarleikhus.is
Miðasala, sími 568 8000
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI
ATHUGIÐ AÐ GJAFAKORTIN
OKKAR GILDA ENDALAUST
Sparið tíma: Hringið í 568 8000
eða sendið okkur póst á
midasala@borgarleikhus.is
Gefið upp greiðslukortanúmer
og heimilisfang.
Við sendum gjafakortið heim,
þér að kostnaðarlausu.
fös. 26. nóv. kl. 20. laus sæti.
lau. 27. nóv. kl. 20. laus sæti.
aðeins þessi sýningahelgi
“Geðveik sýning,
sú besta sem ég
hef séð.”
Auðunn Lúthersson,
11 ára.
Sun 28. nóv. kl. 16
Aukasýning
Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti
Lau. 27.11 20.00 Nokkur sæti
Lau. 4.12 20.00 Laus sæti
Lau. 11.12 20.00 Laus sæti
Fim. 30.12 20.00 Laus sæti
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum
Fáránleikinn sem einkennir mann-
leg samskipti í stríðshrjáðri veröld
er viðfangsefni Kristínar Ómars-
dóttur í nýútkominni bók hennar,
„Hér“. Þar segir frá stúlkunni
Billie sem verður skyndilega mið-
depill á hernumdu svæði og hvers-
dagsleg kyrrstaða umturnast á
augabragði í válega veröld. Fólkið
á ekki annarra kosta völ en skapa
sér sinn eigin litla heim inni í stóra
heiminum þar sem stríðsherrarnir
ráða. Billie og hermaðurinn Rafa-
el, sem þráir að lifa einföldu lífi
bóndans, eru andstæður sem verða
að takast á við lífið - saman.
Sjálf segir Kristín bókina fjalla
um það að vera manneskja og
hvernig hægt sé að komast af í
þessum heimi. „Billie og Rafael
lenda í þeirri aðstöðu að vera allt í
einu tvö á þessu býli,“ segir hún,
„Þau myndu líklega aldrei kynnast
ef aðstæður væru öðruvísi . En það
er stríð og það eru ýmsar ástæður
fyrir því að þau verða að kynnast.“
Í sögunni mætast lífið og dauð-
inn, barn og fullorðinn, stelpa og
hermaður. Telpan verður að leita
leiða til að lifa af, verjast því að
verða næst. Hún er stödd með her-
manni í einskismannslandi, upplif-
ir hrikalega atburði og lífið virðist
hreint út sagt harla óraunverulegt.
„Mér finnst sagan raunsæis-
leg,“ segir Kristín. „Stríð getur
verið hvað sem er. Fólk er að berj-
ast fyrir lífi síinu hér á Íslandi, þótt
ekki standi hermaður með byssu í
eldhúsinu hjá því. Að vera fangi er
nokkuð sem fólk upplifir þótt það
sé ekki innan múra. Ég veit að
raunverulegt stríð er miklu meira
en við, sem erum frjálsir þegnar,
gerum okkur grein fyrir. Engu að
síður upplifum við mikið ófrelsi og
valdbeitingu - sem verður til þess
að sálrlífið þróast í einhverja allt
aðra átt en til stóð.
Það er búið að kenna Billie það
sem kennt er í venjulegu lýðræðis-
ríki, eins og mannréttindasáttmál-
ann, en hann verður lítils virði í
stríði. Allar þessar fallegu hug-
myndir okkar um lífið breytast dá-
lítið. Þá er öllum okkar hugmynd-
um nauðgað. Og núna höfum við Ís-
lendingar samþykkt stríð – tökum
jafnvel þátt í því. Það er fólk eins
og við sem er að deyja í því stríði
og börn að axla afleiðingarnar af
því, rétt eins og í sögunni.“
sussa@frettabladid.is
KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Allar fallegu hugmyndirnar okkar um lífið breytast dálítið í
stríði. Þá er öllum okkar hugmyndum nauðgað.
Fáránleiki stríðs
Kristín Ómarsdóttir segir nýútkomna skáldsögu sína, Hér, raunsæislega
sögu af fólki sem er að berjast fyrir lífi sínu.
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14
Miðasala á Netinu: www.opera.is
40-41 (28-29) Menning 20.11.2004 20:43 Page 2