Tíminn - 20.01.1974, Side 19
Sunnudagur 20. janúar 1974.
TÍMINN ‘
19
r ....
—I —,
-
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgasön, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lvsingasfmi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
..... ■■ i i ■ — •" _ ,/
Verða þeir reknir?
Af 37 æðstu embættismönnum hjá Reykja-
vikurborg eru allir, utan einn eða tveir, tryggir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Þessar
upplýsingar hafa að vonum vakið mikla at-
hygli meðal borgarbúa, og raunar landsmanna
allra. Þessi mál voru talsvert til umræðu á
siðasta fundi borgarstjórnar Reykjavikur i
sambandi við ráðningu framkvæmdastjóra
Heilsuverndarstöðvarinnar.
Á fundinum lýsti einn borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins þvi yfir, að hann myndi aldrei
samþykkja aðra en Sjálfstæðismenn i
toppstöður hjá borginni. Siðan bætti borgar-
fulltrúi þvi við, til frekari árettingar: „Þannig
á þetta að vera.”
Sögur segja, að áhugi forystumanna Sjálf-
stæðisfl. beinist nú mjög að þvi að komast að,
hverjir þessir tveir toppembættismenn
Reykjavikurborgar séu, sem vafi leikur á að
telja megi trygga stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins.
Verða þeir reknir, þegar þeir finnast?
F
Ofremdarastand
Á fundi borgarstjórnar Reykjavikur sl.
fimmtudag kvaddi Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sér hljóðs
utan dagskrár og vakti athygli á þvi, að margir
borgarbúar hefðu orðið fyrir miklum óþægind-
um vegna þess, hve snjóruðningur af götum
borgarinnar hefði gengið illa að undanförnu.
Skoraði Alfreð á borgarstjóra að beita sér
fyrir þvi, að gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir
til að tryggja greiðari samgöngur við
Briðholtshverfi og Árbæjarhverfi i snjóa-
lögum. Þessi hverfi ættu ekki að vera nein for-
gangshverfi, en fólk i þessum borgarhverfum
væri verr sett en ibúar i öðrum hverfum, vegna
þess, að það yrði að treysta á afar veika sam-
gönguæð, og hefði ekki um neinar aðrar leiðir
að velja þegar snjóalög tepptu.
Þá sagði Alfreð, að borgarbúar væru al-
mennt óánægðir með framkvæmd
snjóruðnings af götum borgarinnar undanfarn-
ar vikur, og væri litið hugsað um gangandi
vegfarendur. Snjó væri rutt upp á gangstéttir,
og siðan ekkert hirt um að fjarlægja hann, og i
umhleypingum yrði hann að stórhættulegum
svellbunkum, sem viða hefðu orðið algerlega
ófærir yfirferðar gangandi fólki.
Af þessum sökum hefðu slys og beinbrot
gangandi vegfarenda aukizt gifurlega að
undanförnu. Undir venjulegum kringum-
stæðum sinnti Slysavarðstofan i Borgar-
spitalanum um 300 tilfellum beinbrota á
mánuði. í október hefðu þessi tilfelli orðið 442, i
nóvember 460, i desember 432, og
janúarmánuðir virtist ætla að verða algjör
metmánður, þvi að um miðjan mánuðinn hefði
Slysavarðstofan verið búin að sinna 347 slikum
slysatilfellum.
Ástandið á gagnstéttum borgarinnar hefði
heldur aldrei verið verra en einmitt fyrstu
vikurnar i janúar.
Alfreð Þorsteinsson, skoraði á borgarstjóra
að gera gagngerar ráðstafanir til endurbóta i
þessum öryggismálum borgarbúa. Hann sagði,
að ábyrgðin hvildi fyrst og fremst á borgar-
stjóra sem oddamanni borgarstjórnarmeiri-
hlutans.
Kmu.s AAehenert, Kristilig Daghlad:
Kissinger fylgir
fastmótaðri stefnu
Hún kemur glöggt fram í bókum hans
ÞRJÁR stjörnur skina
skært á himni alþjóðamála.
Þær eru Chou En-lai, hinn
spaki, kinverski embættis-
maður, sem fer með utan-
rikismál i Peking, Gromyko,
iinn reyndi forustumaður
jovézkra utanrikismála, og
Henry Kissinger i Bandarikj-
jnum. Kinverjinn er leyndar-
lómsfullur, Rússinn lætur
jkkert uppskátt, en allir eiga
aðgang að stjórnmálaviðhorf-
jm Kissingers. Enginn stjórn-
Tiálamaður hefir áður gert
jafn ljósa grein og Kissinger
'yrir hugsanagangi sinum i
jtanrikismálum áður en hann
ók til starfa.
Kissinger hefur lýst skoðun-
jm sinum á fimm bókum og 32
■itgerðum. Hann ritaði þetta
ikki sem stjórnmálamaður
?ða i ákveðnum, pólitiskum
ilgangi, eins og stjórnmála-
nenn gera yfirleitt þegar þeir
lirta eitthvað eftir sig um þau
nál. Kissinger var ekki orðinn
Nixon og Kissinger
stjórnmálamaður, þegar hann
ritaði þetta. Hann ger|>i það
sem visindamaður, sem var
að leitast við að komast að
raun um eðli stjórnmálanna
með þvi að þrautkanna sög-
una. Sá, sem ætlar að skilja
Kissinger, þarf þvi ekki að
láta imyndunaraflið hlaupa
með sig i gönur. Hann þarf að-
eins að lesa það, sem birt hefir
verið á prenti.
KISSINGER er fæddur ,i
Furth við Nurnberg fyrir
fimmtiu árum. Hann var
skirður Heinz, en breytti þvi
siðar i Henry. Hann var orðinn
fimmtán ára og hafði lokið
miðskólanámi, þegar hann
fluttist árið 1938 til Bandarikj-
anna með foreldrum sinum,
en þau voru af Gyðingaættum.
Stúdentspróf tók Kissinger i
New York 1941 og var kvaddur
i bandariska herinn tveimur
árum siðar. Herþjónustu lauk
hann 24 ára að aldri og átti þá
sæti i bandarisku herstjórn-
inni i Bensheim við Berg-
strasse i Suður-Þýzkalandi.
Kissinger lagði siðan
stund á nám við Harvard-
háskóla og lauk þar prófi með
ágætiseinkunn. Fjórum árum
siðar varði hann doktorsrit-
gerð sina við sama háskóla. Á
árunum 1955 og 1957 stjórnaði
hann ýmsum athugunum i
utanrikismálum og komst við
það i kynni við ýmsa banda-
riska framámenn, meðal ann-
ars Nelson Rockefeller. Þessu
næst starfaði Kissinger i 15 ár
við liarvard-háskóla.
IiOCKEFELLER ákvað ár-
ið 1968 að keppa við Richard
Nixon um útnefningu sem for-
setaefni Republikanaflokks-
ins, og valdi Kissinger sem
sérfræðing sinn i utanrikis-
málum. P’lest það, sem
Ilockefeller lét hafa eftir sér
um utanrikismál meðan á
kosningarbaráttunni stóð, var
frá Kissinger komið. Nefna
má til dæmis þá yfirlýsingu,
að timabært væri að hætta
deilum við Kinverja.
Rockefeller beið lægra hlut,
en utanrikisstefnan hans, sem
var frá Kissinger runnin, hafði
greinilega haft veruleg áhrif á
Nixon. liann kvaddi Kissinger
sér til ráðuneytis i utanrfkis-
málum skömmu eftir að hann
náði kjöri. Kissinger varð við
kvaðningunni og flutti t.il
Washington 1969, og hefir siö-
an hvorki látið frá sér fara
bækur né meiriháttar ritgerð-
ir. Og þess gerist raunar ekki
þörf, þar sem hann hafði gert
fulla grein fyrir viðhorfum
sinum og stefnu i þeim ritum,
sem hann hafði áður birt.
Ilaunar má segja, að
Kissinger hali gert grein fyrir
stefnu sinni strax i doktorsrit-
gerð sinni fyrir tuttugu árum.
Og’stefna hans i utanrikismál-
um er i meira samræmi við
evrópska og sér i lagi þýzka
hefð en hina bandarisku.
KISSINGER tók Vinarráð-
stefnuna 1815 lil meðferðar i
doktorsritgerð sinni. Hann
valdi þessa ráðstefnu vegna
þess, að með henni lauk
by Itingaskeiöi frönsku
byltingarinnar og styrjalda
Napoleons og nýtt timabil
stöðugleika og festu hófst.
Ilaunar var Kissinger sérlega
hrifinn af Metternich Austur-
rikiskanslara frá Vin, en hann
átti meiri þátt i þvi en nokkur
annar maður að binda endi á
byltingabröllið og koma á
festu að nýju. ,
Engun getur dulizt, að
Kissinger er i senn hrifinn af
hinni þrauthugsuðu og viðsýnu
stefnu Metternichs i utanrikis-
málum og gagnrýnir skamm-
sýni Bandarikjamanna, sem
ekki lita lengra en til þeirrar
kreppu, sem að steðjar hverju
sinni. Hann var og er raunar
enn sannfærður um, að ástand
heimsmálanna er með svipuð-
um hætti og það var i Evrópu
fyrir 160 árum. Binda þarf
endi á byltingaskeið og efla
stöðugleika nú eins og þá.
Þess vegna reynir Kissinger
að draga af stefnu Metter-
nichs og Vinarráðstefnunni
einhverja lærdóma, sem gætu
komið samtimanum að gagni.
SVIPUÐU máli gegnir um
önnur rit Kissingers um þessi
mál. öll bera þau með sér, aö
hann er að reyna að finna
hinni hvarflandi stefnu
Bandarikjamanna i utanrikis-
málum fastan og varanlegan
grundvöll. Kissinger snýst
gegn hneigö Bandarikja-
manna til þess að likja afstöðu
rikja við afstöðu einstaklings
hvers til annars. Hann vill
reyna að binda endi á þær
venjur Bandarikjamanna, að
hafa hefnd og refsingu i huga
við stjórnmálaákvaröanir,
eða að láta stjórnast af
dutlungum til vil jananna.
Hann vill kenna þeim að gera
sér grein fyrir höfuðdráttum
framvindunnar og finna sina
eigin afstöðu áður en þeir taka
ákvarðanir i utanrikismálum.
Kissinger var til dæmis ekki
ánægður með afstöðu
bandariskra lorustumanna til
vaídhafanna i Kreml og þótti
hún sveiflast um of milli
bjartra vona og biturra von-
brigða. Honum þótti afstaða
Bandarikjamanna til Kin-
verja mótast um of af við-
leitninni til að refsa Kinverj-
um fyrir Kóreustyrjöldina.
Honum lannst fátt um þá
utanrikisstefnu, sem rnótuð
var fyrst og fremst af vonum,
vonbrigðum eða hcfndarlöng-
urr. Kissinger setur framliðar-
samninga öllu ofar, svo Iremi
að búið sé að ákveða að hverju
beri að stefna.
KISSINGER komstað þeirri
niðurstöðu, með könnunum
sinum, að þetta varri hinn rétti
grunnur að byggja á. Unnl
reyndist að taka saman úr rit-
um Maos litið ,,rautt kver”
um byltingu. A sama hátt má
finna grundvallarreglur milli-
rikjasamskipta i skrifum
Kissingers. Eg tek hér eina
tilvitnun sem dæmi: ,,Sá sem
litur um öxl vill leika óvin sinn
svo. grátt, að hann verði óvig-
ur. En sá, sem horfir fram,
gengur þannig frá óvini sin-
um, að hann efnir ekki til
árásar að nýju”.
Þegar Kissinger skrifaði
þetla hefur hann sennilega
haft i huga skynsamlega
framkomu Bismarcks gagn-
vart Austurrikismönnum eftir
sigurinn 1866. Ef sigurvegar-
arnir i lyrri heimsstyrjöldinni
hefðu tekið svipaða afstöðu i
Versölum hefði mátt lorða
mannkyninu frá miklum
hörmungum — og sennilega
koma i veg fyrir valdalöku
Hitlers.
Fjarri fer, að ég vilji hrósa
Kissinger i hástert. Hin nýja
stefna Bandarikjamanna get-
ur valdið Evrópumönnum
erfiðleikum. Þeir ættu hins
vegar að gera sér Ijóst, að það
er ekki einhver og einhver,
sem stendur við stjórnvölinn i
bandariska utanrikisráðu-
neytinu. Þeir standa ekki
framar andspænis forstjóra
stórfyrirtækis, eða aðeins
ferðaglöðum einstaklingi, sem
flýgur með leynd ýmist til
Peking eða Hanoi, — heldur
hugsuði. Skynsamlegt er að
glugga i rit Lenins áður en
gengið er til samninga við
Kremlarherra, og eins ættu
menn nú að huga að ritum
Kissingers áður en þeir ganga
til saminga við valdhafana i
Washington. Þar stendur
kjarninn svartur á hvitu.
-TK.