Tíminn - 20.01.1974, Page 23

Tíminn - 20.01.1974, Page 23
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 23 Hallmundur Kristinsson — verkiö bak viö hann nefnist „Drottinn blessi heimilið”. Ungur listamadur sýnir hjá SÚAA A laugardag opnaröi Hallmund- ur Kristinsson sýningu i húsa- kynnum SÚM, og verður hún opin klukkan fjögur til tiu daglega frá 19.-30. janúar. A sýningunni eru um fjörutiu verk. Hallmundur Kristinsson er frá Arnarhóli i Eyjafirði, fæddur 1946. Stundaði nám við Myndlista- og handiðaskóla Islands 1966-’71. Lauk þaðan teiknikennaraprófi vorið 1970, en var við nám þar i frjálsri myndlist veturinn 1970- ’71. Hefur siðan stundað bústörf fyrir norðan yfir sumarið, en ver- ið i Reykjavik yfir vetrarmánuð- ina, og aðallega lagt stund á myndsköpun. Siðastliðið ár skrifaði hann um skeið vikulega þætti um myndlist fyrir Þjóðvilj- ann. Myndirnar á sýningunni eru gerðar á árunum 1969-’74. Þær eru flestar unnar með oliulitum á ýmiss konar efni. Þó eru á þvi nokkrar undantekningar, meðal annars er nokkuð um ritaðan texta, bæði i máluðum myndum og sér á blöðum. Flestar mynd- anna eru falar, og verðið er frá kr. 4.000 til kr. 70.000. Þetta er fyrsta einkasýning Hallmundar, og hefur hann ekki átt verk á sýningum, utan þeim sem stúdentar gengust fyrir i til- efni af 1. des. 1972 og 1973. Ertu byrjaður? Byrjaður með hvað? %/ Byrjaður að spara! Spara fyrir hverju? Spariláni, auðvitað! Landsbankinn gefur allar upplýsingar um reglubundinn sparnað og sparilán. Lesið bæklinginn um Sparilán Landsbankans Hremt land í5 Seðlabanki r Islands Óskum að ráða skrifstoíustúlkur seni fyrst til starfa við vélritun, bókhald o.fl. i endurskoðunar- og hagfræðideild. Áskilin er a.m.k. verzlunarskólamenntun. Mánudaginn 21. jan. veröur 2. sýning hjá tslenzka dansflokknum I æfingarsal Þjóöleikhússins. Uppseit var á 1. sýninguna og hlaut hún mjög góöar viðtökur áhorfenda. Aðeins eru áformaöar 3 sýningar f viö- bót á þessum sömu verkefnum, Sköpuninni og Jónasi I hvalnum, mánudaginn 21. eins og fyrr segir og fimmtudaginn 24. jan. og mánudaginn 28. jan. Talið við starfsmannastjóra, Björn Tryggvason, III. hæð Landsbankahúsinu við Austurstræti kl. 9-10 f.h. (ekki i sima). TIMINN ER TROMP Laus staða Staða rafgæslumanns með búsetu i Þorlákshöfn er laus til umsóknar. Rafvirkjamenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna Umsóknir ásamt upplýsingum sendist starfsmannadeild fyrir 28. janúar 1974. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.