Tíminn - 20.01.1974, Síða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 20. janúar 1974.
bílar-bílar-bílar-bílar-bilar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-bílar-
Þarsem skoftunin fer fram, cr allt á kafi i snjó, eins og bezt sést á þessari mynd.
Bílar borgar-
búa skoðaðir
í snjósköflum
og hálku
Viftskiptavinir bifreiðaeftirlitsins verða að byrja á þvi að láta ýta bílunum slnum yfir stærstu skaflana
til að koma þeim i skoðun.
ADSTADAN, sem bifreiðaeftir-
litsmenn Keykjavíkur hafa til að
skoða bíla borgarbúa og annarra
og leggja blessun sina yfir þá,
liefur löngum vakið furðu manua.
A litlum bletti inni við Korgartún
l'er öll þcssi starfsemi fram. I>ar
eru bilar skoðaðir undir beruin
himni og i hvernig veðri sein er.
A sumrin má segja, að
sæmilega viðunandi sé að vera
þarna, nema i rigningu, en þá
þurfa eftirlitsmennirnir að skriða
undir bilana i öllum pollunum,
sem myndast á þessu litla svæði,
sem þeir hafa til að framkvæma
skoðunina, og er það allt annað en
skemmtilegt, eins og menn geta
imyndað sér.
Ekki batnar aðstaðan hjá
þessum ágætu mönnum að
vetrinum, þegar allt er á kafi i
snjó og hálkan er slik, að aðeins
fimustu mönnum er óhætt úti á
skoðunarsvæðinu.
Við slikar aðstæður efast
maður um réttmæti þessarar
skoðunar og veltir fyrir sér, hvort
nokkurt gagn sé að þvi að skoða
bila á þessum stað.
Þegar við komum þarna i
siðustu viku, var hálkan slik, að
skoðunarmennirnir gátu með
engu móti fundið út, hvort
bilarnir, sem þeir voru að skoða,
voru bremsulausir eöa ekki.
Bilarnir runnu til, ef komið var
við bremsurnar, og ekki var hægt
að sjá, hvort hjólin læstu sig eða
runnu með.
Ekki var þvi um annað að ræða
en að veita skoðun á bilana, nema
ef eitthvað stórvægilegt var að,
sem sjáanlegt var berum augum.
Aðstaða viðskiptavinanna, sem
skipta þúsundum á hverju ári, er
litið betri þarna i Borgartúninu.
Ef veður er vont, geta þeir að visu
hlaupið i skjól inn i skúr, sem
þarna ér. Þar er fátt við að vera
fyrir „gestina” annað en að góna
upp i loftið, horfa á klukkuna og
bölva seinaganginum við
skoðunina, á milli þess sem þeir
furða sig á þvi, að nokkur maður
fáist til að vinna við þessar
aðstæður.
—klp —
...Og svo er að athuga, hvort
bremsurnar eru i lagi, en það
er allt annað en þægilegt
i glerhálku.
Skoðunarmiðinn fyrir árið 1974 settur i frainrúðuna etir „langa og
stranga" skoðun á bilnum.
(Timamvndir: GE)