Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 29

Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 29
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 29 Framkvæmdastjórn og nokkrir þeirra, sem bera hita og þunga listaliátíóarinnar. Talið frá vinstri Steinþór Sigurðsson, Þóröur Einars- son, Baldvin Tryggvason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Hannes Daviösson, Maj-Britt Imnander, Sveinn Einarsson og Andrés Björnsson. Timamynd Gunnar. FJÖLBREYTILEG DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐAR í REYKJAVÍK — Vladimir Ashkenazy, Daníel Barenboim, Zuckermann, Talvela, John Dankwort og fleiri heimsþekktir listamenn skemmta hér d listahátíð Listahátið Reykjavikur, hin þriðja í röðinni/ verður haldin i Reykjavík dagana 7.-21. júní 1974. Eins og á fyrri listahátíðum munu margir innlendir og er- lendir skemmtikraftar koma fram á hátiðinni. Þjóðleikhúsið mun í fyrsta skipti flytja islenzka óperu, og í báðum leikhús- um borgarinnar verða sýnd íslenzk leikrit. Einnig verða sýningar á islenzkri myndlist frá upphafi til okkar daga. Það var árið 1969, sem lista- hátiðinni var komið á stofn með samvinnu milli félaga listamanna hér i borg, og hefur hún verið haldin annað hvert ár siöan. Tuttugu aðilar standa nú að lista- hátiðinni, og hafa Menntamála- ráð og Reykjavikurborg tekizt á hendur fjárhagslegu ábyrgðina. Framkvæmdastjórn listahátiðar- innar skipa fimm menn, þeir Baldvin Tryggvason, fulltrúi borgarstjóra, Þórður Einarsson, fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins, Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri, Hannes Daviðsson arkitekt, formaður Bandalags is- lenzkra listamanna, og Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Auk þess hafa unnið með stjórninni Vladimir Ashkenazy pianóleikari og Maj-Britt Imnander, forstjóri Norræna hússins. A fimmtudag boðaði fram- kvæmdastjórnin til blaðamanna- fundar til að kynna drög að dag- skrá listahátiðar i Reykjavik. Sagði Baldvin Tryggvason, að nefndin hefði notið aðstoðar Ashkenazys til að fá hingað er- lenda listamenn, eins og á fyrri hátiðum. Og væri það einkum vegna vinsælda Ashkenazys er- lendis, að þeim hefði tekizt að fá svo marga heimsþekkta lista- menn hingað fyrir litla greiðslu. Einnig hefði Norræna húsið og Norræni menningarsjóðurinn veitt þeim aðstoð. Sagði Baldvin, að tvö megin- sjónarmið hefðu komið upp fyrir ellefu mánuðum, þegar stjórnin tók til starfa. I fyrsta lagi að láta listahátiðina standa lengur og fækka dagskráratriðum, svo að fólk hefði tækifæri til að sjá öll þau atriði, sem það hefði áhuga á. 1 öðru lagi hefði verið ákveðið, að þar sem listahátiðina bæri upp á þjóðhátiðarárið, skyldi efnt til mikillar myndlistarsýningar, sem sýna ætti þróun islenzkrar myndlistar frá upphafi til okkar daga. Skulu nú rakin helztu dagskrár- atriði listahátiðar i Reykjavik: Listahátiðin hefst að kvöldi föstudagsins 7. júni. Birgir Isleif- ur Gunnarsson setur hátiðina, Sinfóniuhljómsveit tslands frum- flytur verk, sem listahátiðar- nefnd hefur fengið Herbert H. Ágústsson til að semja, og loks verður einsöngur og upplestur. Tvö ný islenzk leikrit Bæði leikhúsin munu frumsýna ný islenzk leikrit. Leikritið sem Iðnó sýnir, heitir Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðs- son, og verður það sýnt þrisvar sinnum. Ekki hefur verið látið uppi, hvaða leikrit Þjóðleikhúsið frumsýnir, en það verður i kaba rettformi. Einnig mun Þjóðleik- húsið frumsýna islenzka óperu, Þrymskviðu eftir Jón Asgeirsson. tslenzki dansflokkurinn frum- sýnir i Þjóðleikhúsinu tvo nýja balletta eftir stjórnanda dans- flokksins, Alan Carter. Sólódans- ari flokksins verður Sveinbjörg Alexanders, sem kemur hingað frá Köln, þar sem hún dansar i Tanz Forum. Tvær sýningar verða á ballettunum. Leikflokkur frá Dramaten i Sviþjóð flytur Draugasónötuna eftir Strindberg i uppsetningu Ingmars Bergmans. Sinfóníuhljómsveit Lundúna Tónleikahald verður mikið og fjölskrúðugt. Má þar fyrst nefna Sinfóniuhljómsveit Lundúna, sem leikur tvisvar sinnum i Laugar- dalshöllinni undir stjórn André Previns, sem kom lika á siðustu listahátið. Einleikari á fyrri tón- leikunum verður fiðluleikarinn Zuckermann, en á seinni tón- leikunum Vladimir Ashkenazy. Hljómsveitina skipa 100-200 manns. Þetta er ein bezta og þekktasta hljómsveit i heimi, og hefur verið reynt að fá hana hing- að á siðustu listahátiðir, en það hefur ekki tekizt fyrr en nú. A Kjarvalsstöðum verða kammertónleikar, þar sem flutt verða verk eftir erlenda og inn- lenda höfunda, þar á meðal verk eftir Karl O. Runólfsson, Skúla Halldórsson, Hallgrim Helgason, Herbert H. Agústsson og Jón Nor- dal. Sinfóniuhljómsveit tslands verður með tvenna tónleika. t fyrra skiptið stjórnar Daniel Barenboim hljómsveitinni, og pianóeinleikari verður Frakkinn Pommiere. Auk þess verður Barenboim með sjálfstæöa ein- leikstónleika i Háskólabiói. 1 seinna skiptið stjórnar Ashken- azy hljómsveitinni, en einsöng- vari með henni verður Renata Tebaldi. 1 Norræna húsinu verður Lone Hertz og Bonna Söndberg með ljóðalestur og söng. t Háskólabiói verða haldnir djasstónleikar, en þar koma við sögu frægir djassleikarar. Þeir eru Jonny Dankworth, sem leikur á saxófón, eiginkona hans, Cleo Lane, sem syngur, André Previn, sem leikur með þeim á pianó, og Arni Egilsson, sem leikur á bassa. Arni er vel þekktur bassa- leikari i Bandarikjunum. Óvist er enn, hver verður trommuleikari. Bassasöngvarinn Talvela syng- ur einsöng i Háskólabiói við undirleik Ashkenazys. Einnig syngur Sven-Bertil Taube i Háskólabiói með islenzkum hljómlistarmönnum. 1 Norræna húsinu verða Knut og Hanne Kjersti Buen með norskt þjóðlagakvöld. Tvær islenzkar bókmenntadag- skrár verða fluttar. A Kjarvals- stöðum lesa islenzk samtiðar- skáld upp úr verkum sinum, en i Iðnó flytja islenzkir leikarar þætti úr islenzkum bókmenntum fyrri tima. Emerson Lake and Palmer? Fram kom á fundinum, að stjórnin haföi mikið reynt til að fá hingað erlendar popphljómsveit- ir, en ekki tekizt ennþá. t athugun er að fá hingað hljómsveitina Emerson Lake and Palmer, en plötu þeirrar hljómsveitar kaus Melodymaker beztu plötu ársins 1969. Fjórar stórar sýningar verða opnar, meðan á listahátið stend- ur. A Kjarvalsstöðum verður yfirgripsmikil myndlistarsýning, þar sem gerð verður grein fyrir listum á tslandi frá landnámstið til okkar daga. Sýnd verða verk eftir núlilandi listamenn, og feng- in verða verk úr islenzkum söln- um. Þessi sýning verður opin til 15. ágúst. Listasýningarnefndina skipa Björn Th. Björnsson frá listamönnum, Jóhannes Jó- hannesson frá Listasalni rikisins, Þorkell Grimsson frá Þjóðminja- safni, Gylfi Gislason frá SÚM og Helgi Hafliðason l'rá Arkitekta- félaginu. t Þjóðminjasafninu verður yl'ir- litssýning á verkum Ninu Tryggvadóttur, sem safnið sér um. SÚM-sýning verður i Gallery- SÚM á nútimalist. 1 Norræna hús- inu verður norræn vefnaðarsýn- ing. Verða þar verk frá öllum Norðurlöndunum, og sér Maj- Britt Imnander, forstjóri Nor- ræna hússins, um hana. Þess má geta, að Svavari Guðnasyni hefur verið falið að gera málverk i tilefni lista- hátiðarinnar, og mun Reykja- vikurborg siðan kaupa verkið. kr— Ráðstefna um áhrif opinberra að gerða á atvinnulífið fyrir ráðstefnunni, í apríl STJÓRNUNARFÉLAG íslands boðaði til blaðamannafundar á þriðjudaginn til aö kynna starf- semi félagsins, stofnun þess og tilgang, auk þess sem það kynnti helztu þætti úr fyrirhuguðu starfi á árinu 1974 og aðal starfsemi á árinu 197:$. Til fundarins boðuðu þeir Guð- mundur Einarsson verkfræðing- ur, formaður félagsins, Jakob Gislason, fyrrv. orkumálastjóri, Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Sveinn Björnsson framkvæmda- stjóri og Friðrik Sophusson lög- fræðingur og framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. Guðmundur Einarsson byrjaði á þvi að segja frá almennum at- riðum um Stjórnunarfélag ts- lands. Félagið er stofnað hinn 24. janúar 1961. Félaginu var ætlaður sá tilgangur að efla áhuga á og stuðla að visindalegri stjórnun, hagræðingu og almennri hagsýslu i hvers konar rekstri einstakl- inga, félaga og hins opinbera og vinna að samvinnu þeirra, sem slikan áhuga hafa, að bættum at vinnuháttum og aukinni fram- leiðni með þróun verklegrar menningar og vaxandi almenna velmegun fyrir augum. Sagði Guðmundur Einarsson, að á þeim rúmum tólf árum, sem liðin séu frá stofnun félagsins, hafi talsverð þróun átt sér stað i stjórnunarfræðslumálum á ts- landi. Lita megi á SFI sem braut- ryðjanda þessa starfs, en eins og kunnugt sé, hefur SFt staðið fyrir ráðstefnum, námskeiðum, fund- um og útgáfustarfsemi á stjórn- unarsviðinu. Sagði hann, að undanfarin ár hafi aukizt skilningur á gildi stjórnunarfræðslu hér á landi, og ýmsir aðilar, einstaklingar, fé- lagssamtök og stofnanirstandi nú fyrir fræðslustarfsemi á þessu sviði. Með vaxandi skilningi á þessum málum hafa opinberir aðilar jafnframt látið meira að sér kveða en áður, enda sé mikil þörf fyrir stjórnunarfræðslu hér á landi. Sagði Guðmundur, að félagið hafi einnig orðið þýðingarmikill vettvangur fyrir stjórnendur úr öllum greinum atvinnulifsins. Þar mættu á ráðstefnum fulltrúar atvinnurekenda, launþega og rikisvaldsins og ræddu mikilvæg verkefni, án þess að vera klæddir þeirri kaup- og kjarabrynju, sem einkenna flesta fundi þessara að- ila. Sagði hann, aö þeir hefðu ekki viljað hleypa blaðamönnum inn á þessa fundi, svo að skoðanaskipti geti verið frjáls. Þetta eigi að vera vettvangur faglegra og hlut- lausra umræðna. Sagði hann, að SFl hafi meðal annars gengist fyrir ráðstefnum um: hagræð- ingu i islenzku atvinnulifi, stjórn- un og efnahagsvandann og mark- miðog umhverfi atvinnurekstrar. SFt hefur gengizt fyrir stofnun þriggja svæðisfélaga Stjórnunar- félags Norðurlands, Austurlands og Vestfjarða. Kom fram á fundinum, að i SFl eru fulltrúar fyrir 95% þjóðar- framleiðslunnar, og má þar nefna A.S.t., B.S.R.B., S.I.S., auk fleiri félaga, félagssamtaka, opinberra fyrirtækja og stofnana. Friðrik Sophusson rakti nokkra helztu þætti i starfi SFt á árinu 1973 og sagði, að fræðslustarfið væri umfangsmesta og þýðingar- mesta starfsemin og hafi SFt gengizt fyrir 26 námskeiðum^ um 14 efni, þar sem þátttakendur voru u.þ.b. 680. Sagði hann, aö þátttakendur borguðu fræðslu- starfið sjálfir, en félagið fengi 100 þúsund króna styrk á fjárlögum. Meðal þeirra námskeiða sem haldin voru, voru námskeiðin: CPM-Framkvæmdaáætlun, tölvutækni, bókhald sem stjórn- tæki, hlutverk stjórnandans i breytilegu umhverfi, simanám- skeið, fundatækni og stjórnunar- námskeið fyrir forstöðukonur dagvisunarstofnana og fóstrur. Einnig rakti Friðrik Sophusson þætti úr fyrirhuguðu starfi á ár- inu 1974 og sagði að starfsemin yrði með svipuðu sniði og undan- farin ár. Sagði hann að SFI ynni að könnun á þvi, hvort grundvöll- ur væri fyrir kynnisferð islenzkra stjórnenda til nokkurra Evrópu- landa i þvi skyni að kynnast fyrir- tækjarekslri og stjórnunar- fræðslu i vikomandi löndum. A þessu ári mun BSE gefa úl fyrstu bókina i fyrirhuguðum stjórnunarbókaflokki að tilstuðl- an Stjórnunarfélagsins. Sagði Friðrik, að fyrsta bók Stjórnunarfélagsins „Fjármála- stjórn fyrirtækja” væri uppseld, en hún yrði endurútgefin Sveinn Björnsson sagði, að þeg- ar á heildina væri litið, ætlu ts- lendingar margt ólært i skipu- lagningu og rekstri fyrirtækja sinna til þess að gera samstarfið á vinnustað árangursrikt. Mikil þörf væri á þvi að meta þá þróun, sem hafi orðið i rekstrartækni og stjórnun siðasta aldarfjórðung- inn, og rannsaka þyrfti, hvar Is- lendingar væru staddir i þéssum efnum nú. Hvaða framfarir hefðu átt sér stað, hvert mætti rekja Framhald á bls. 39. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.