Tíminn - 20.01.1974, Qupperneq 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 20. janúar 1974.
„Vita-parcours” brautirnar eru ekki dýrar. t skóginum cr nóg af viöi tii aö nota viö æfingarnar. Hér eru magavöövarnir teknir fyrir.
Hvernig á aðhalda sér
bezf í
þjálfun?
Fæturnir eru kyrrir á sama staö, en bolnum er snúiö i hring. Liökandi fyrir mjaömir og maga.
Hópæfingar eru skemmtilegar. Þeim fylgja vinsamleg samkeppni og glaöværö. Hér er veriö aö æfa fót-
leggina.
bað er engin trygging gegn
hjartasjúkdómum að vera
mjaðmamjór roeð stinna vöðva.
Skilyrði fyrir góðu likamsþreki er
að lungu og hjarta starfi vel.
bað er ekki lengur i tizku að
skeyta engu um heilsu og likam-
lega velliðan. Nú þykir sjálfsagt
að karlmenn segi istrunni strið á
hendur og konur bosamiklum
afturenda.
í allsnægtaþjóðfélaginu þykir
engum sómi að þvi að vera i hópi
hóglifisseggja, þeirra sem hreyfa
sig ekki nema i bil, skrif-
stofuþræla, átvagla,
bjórþambara, sjónvarps-
sjúklinga o.s.frv. f Vestur-býzka-
landi hefur iþróttasambandið
gengizt fyrir „trimmaherferð,”
svo sem einnig hefur verið gert
hér á landi.
bjóðverjar „trimma” á marg-
vislegan hátt. beir hlaupa á sér-
stökum útivistarsvæðum, sem
iþróttasambandið hefur komið
upp, þeir taka hópum saman þátt
i viðavangshlaupum, m.a. ótrú-
legur fjöldi ungra og roskinna
kvenna, og þeir þjálfa á svo-
kölluðum „Vita-parcours” braut-
um, sem liftryggingafélag eitt
hefur komið upp og rekur. En veit
allt þetta fólk hvernig almenning-
ur getur bezt gætt heilsu sinnar?
Ráðin, sem gefin eru, úr öllum
áttum — i dagblöðum, útvarpi og
sjónvarpi, heilsuræktarstöðvum,
leikfimiskólum og bæklingum um
heilsurækt — eru ótrúlega mis-
munandi. Hverju i ósköpunum á
almenningur aö fara eftir?
bað er sorglegt en satt, að sér-
fræðiþekking um áhrif ýmiskonar
likamsræktar er ekki á hverju
strái. Sumir álita mjóar mjaðmir
og stinna vöðva öruggan vitnis-
burð um gott heilsufar. En dr.
Kenneth H. Cooper, bekktur
bandariskur iþróttalæknir og
þjálfari geimfara, hefur skýrt frá
þvi, að hjartasjúkdómar hafi oft á
tfðum fundizt við rannsóknir á
iþróttamönnum. Menn eiga erfitt
með að trúa þvi, að samfara
vöðvastyrk og snerpu sé ekki
alltaf gott likamsþrek almennt.
Cooper segir, að úthald sé
órækasti votturinn um mikið
þrek, en hann hefur árum saman
rannsakað áhrif iþrótta á hreysti
manna, og hafa 5.000 yfirmenn i
flotanum tekið þátt i rannsóknum
hans. Sá sem er þrekmikill getur
reynt á sig um langan tima án
þess að á honum verði vart
þreytumerkja. bessi hæfileiki
byggist aftur á að hjartað,
blóðrásin, lungun og yfirleitt öll
hringrás i likamanum starfi vel,
en er að litlu leyti kominn undir
vöðvaafli. Súrefni er lykillinn að
likamsþreki. beir sem vilja vera
þrekmiklir og nota fyrir-
byggjandi aðferðir til að halda
góðri heilsu, verða að koma sér
upp likamsræktarkerfi, sem
tryggir að smæstu og fjarlægustu
frumur likams fái súrefni reglu-
lega.
Frá þessu sjónarhorni ber að
lita á fyrirbrigði eins og „trimm”
herferðir og „Vita-parcours”
brautir með gagnrýni. Erfiðar
æfingar fyrir handleggina kunn
að styrkja armvöðvana, en þær
styrkja hvorki hjarta- og lungun
né örva blóðrásina. beir sem
mesta þörf hafa á að örva
blóðrásina, eru ibúar iðnaðar-
svæða, en engu að siður á þetta
við um mikinn hluta nútima-
manna. Sú aðstaða, sem fyrir
hendi er til heilsuræktar, er góð út
af fyrir sig, en hana þarf að hota
meira en gert er fyrir þolæfingar.
Hlaup, hjólreiðar sund og þess
konar greinar, eru þær iþróttir,
sem eru heilsusamlegastar.
tþróttasambandið i Vestur-
býzkalandi hefur i ljósi þessara
staðreyna látið gera 3.000 metra
þrekþjálfunarbraut i náttúrulegu
umhverfi. Slikar brautir má gera
á einfaldan og ódýran hátt. Er-
lendis er mælt með að útbúa
brautir i skóglendi að þjálfa á,
eða bara að taka á sprett út i
skógi. þótt sérstök braut hafi ekki
verið rudd. Betri þjálfun verður
ekki fengin segja þeir i býzka-
landi. Og hér á tslandi eru hæg
heimatökin þótt viðast hvar sé
enginn skógurinn. Nóg er af auð-
um svæðum, og islenzkar heiðar
gefa i engu eftir erlendum skógi.
En þótt efla megi þrek sitt á
ódvran hátt. evddum við stórfé i