Tíminn - 20.01.1974, Síða 32

Tíminn - 20.01.1974, Síða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. Alla tygfc Tíman onur t með Timínner peningar AAálverkið kóngsins EINU SINNI var konungur, sem átti heima i eldgamalli og dimmri og grárri steinhöll. Og þó að höllin þætti grá og skuggaleg að utan, þá var hún þó enn verri þegar inn var komið. Gluggarnir voru ekki annað en mjóar rifur i veggjunum og grænu og gulgráu rúðurnar lok- uðu sólina úti. Þess vegna kunni kóngurinn ekki við sig i höllinni, var á sifelldu ferðalagi um riki sitt, veiddi dýr og fugla i skógunum og lax og silung i ánum, en öðru hverju hélt hann ræður yfir þegnum sinum af ráðhúströppun- um. En einu sinni spennti vindurinn upp hurð- ina bak við kónginn, þegar hann var i miðri ræðunni og hann fann ógnarmikinn dragsúg um hnakkann og bakið á sér. Og áður en hann hafði lokið ræðunni hafði hann fengið gigt og tak i gegnum sig og kvef og hósta. Hann var borinn heim i höllina sina I skyndi og háttaður ofan i rúm, en enginn af öllum há- lærðu læknunum gat gert neitt. Þeir sögðu að hann yrði að liggja i rúminu, það sem eftir væri ævinnar þarna i dimmu höllinni, með hitapoka á maganum og rautt kattarskinn við bakið. Svo varð hann að taka upp annað mataræði, og aumingja kóngurinn, sem áður hafði verið svo glaður og kátur og viðkunnanlegur, varð smám saman súr og önuglyndur harðstjóri. Hann átti enga drottningu og enga litla prinsa eða prinsessur, sem gátu stytt honum stundir, — hann hafði bara gamla leiðinlega þjóna og liðs- menn i kring um sig. En einn dag datt honum ráð i hug. ,,Hefði ég bara eitthvað fallegt að horfa á,” sagði hann við sjálfan sig, ,,þá gæti ég kannski gleymt veikindunum, dimmu stofunni og öllu heimska hirðfólkinu. Og svo lét hann boð út ganga til allra listmálara i rikinu: Kóngurinn vildi fá mynd, sem hann þreyttist aldrei á að horfa á! Það stóð alveg á sama af hverju myndin var — en ef kónginum likaði hún ekki, eða hafði aug- un af henni fyrsta mánuðinn, sem hann hefði hana til reynslu, þá fengi málarinn myndina aftur. Var heitið miklu fé fyrir þá mynd, sem fullnægði kröfunum, sem að nú fóru allir mál- arar að gera mynd. Og margir, sem aldrei höfðu snert á pensli áður, töldu að það væri ómaksins vert að reyna, þegar svona mikið var i boði. Svo að ekki leið á löngu þangáð til fjöldi málverka var kominn i höllina. I fyrstu fannst konungi skrambi gaman að horfa á allar þess- ar myndir, en eftir nokkra daga endursendi hann þær fyrstu. Það var ekki ein einasta mynd, sem honum þótti gaman að horfa á heilan dag, hvað þá heila viku. Og skapið varð enn þá verra en áður. Máluðu fiskarnir minntu DAN BARRY Get ekki skýrt ^ Getið þið sent^^ málið. Við erum^.Þyrlu? i hættu. \ (? heyrum til þin, pMP^**^^**! Geiri, og reyn -—^^^^fum okkar bezta. Ivo er bálreiður og horfir ||^ á húðkeipinn veltast á öldunum Geiri reyn ir að útbúa stýri — en þá Það er að koma stormur. UK 11' Það væri sjálfsmorð að synda i íshafinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.